Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Innlagnir á gjörgæslu eftir blaðnám og fleygskurði við lungnakrabbameini Tómas Andri Axelsson1'2 læknanemi, Martin Ingi Sigurðsson3 læknir, Ásgeir Alexandersson2 læknir, Húnbogi Þorsteinsson2 læknir, Guðmundur Klemenzson3 læknir, Steinn Jónsson’■,, læknir, Tómas Guðbjartsson12 læknir ÁGRIP Inngangur: Eftir brjóstholsskurðaðgerð við lungnakrabbameini eru sjúk- lingar jafnan lagðir á vöknunardeild í nokkrar klukkustundir áður en þeir flytjast á legudeild. Sumir þarfnast þó innlagnar á gjörgæsludeild, ýmist í beinu framhaldi af aðgerð eða af vöknunar- eða legudeild. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna ástæður og áhættuþætti fyrir gjörgæsluinnlögn eftir þessar aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 252 sjúklingum sem gengust undir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins á Landspítala 2001-2010. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru sjúklingar sem lögðust á gjörgæslu bornir saman við þá sem ekki lögðust þangað inn. Niðurstöður: Alls lagðist 21 sjúklingur (8%) á gjörgæsludeild og var mið- gildi legutímaeinn dagur (bil 1-68). Hjá 11 sjúklinganna (52%) var innlögn rakin til vandamála í aðgerð, oftast lágs blóðþrýstings eða blæðingar. Tíu sjúklingar lögðust á gjörgæslu af legudeild (n=4) eða vöknunardeild (n=6) og voru ástæður innlagnar lágur blóðþrýstingur (n=4), hjarta- og/eða öndunarbilun (n=4) og enduraðgerð vegna blæðingar (n=2). Þrír sjúklingar voru lagðir inn að nýju eftir útskrift af gjörgæslu. Meðalaldur gjörgæslu- sjúklinga var sex árum hærri en viðmiðunarhóps (p=0,004) og þeir höfðu oftar sögu um langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóm. Stærð æxlis, pTNM-stig, aðgerðarlengd og hlutfall sjúklinga með utanbastsdeyfingu voru sambærileg í hópunum. Rúmlega tveir þriðju hópsins greindust með minniháttar fylgikvilla og tæplega helmingur alvarlega fylgikvilla, samanborið við 30% og 4% í viðmiðunarhópi. Ályktun: Fáir sjúklingar þarfnast innlagnar á gjörgæslu eftir skurðaðgerðir við lungnakrabbameini og þá oftast þeir sem eru eldri og með sögu um hjarta- og lungnasjúkdóma. í helmingi tilfella er innlögn á gjörgæslu í beinu framhaldi af aðgerð og endurinnlagnir þangað eru fátíðar. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, “lungnadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Greinin barst: 8. nóvember 2011, samþykkt til birtingar: 23. apríl 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Á Islandi greinast árlega um 150 einstaklingar með lungnakrabbamein og eru 125 þeirra ekki smáfrumu- krabbamein (non-small cell lung cancer)! Skurðaðgerð kemur til greina hjá þriðjungi þessara sjúklinga.2-3 Blað- nám er algengasta aðgerðin og er gerð í 80% tilfella en sjúklingar með skerta lungnastarfsemi gangast stundum undir fleyg- eða geiraskurð.2 Loks getur brottnám heils lunga komið til greina hjá sjúklingum með stór og/eða miðlæg lungnaæxli. Dánartíðni er umtalsvert hærri eftir lungnabrottnám samanborið við minni aðgerðirnar og tíðni alvarlegra fylgikvilla á borð við hjarta- og öndunar- bilun er allt að tvöfalt hærri.4 5 Vöktun sjúklinga eftir lungnaskurðaðgerðir er vanda- söm, enda eru margir þeirra með sjúkdóm í æðakerfi eða teppusjúkdóm í lungum vegna reykinga.46 Einnig eru verkir frá brjóstholsskurði (thoracotomy) oft vanda- mál.7 Auk hefðbundinna verkjalyfja er oftast notast við úttaugadeyfingar á borð við millirifja- eða taugarótar- deyfingu (intercostal block, paravertebral block) en á síðustu árum í vaxandi mæli utanbastdeyfingu (thoracic epidural anaesthesia).w Allir sjúklingar sem gangast undir lungnabrottnám eru vaktaðir á gjörgæslu í að minnsta kosti sólarhring. Eftir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð eru sjúklingar hins vegar vaktaðir á vöknunardeild í 4-6 klukkustundir en þeir síðan fluttir á legudeild hjarta- og lungnaskurð- deildar. Komi upp vandamál í aðgerð, á vöknunardeild eða legudeild, eru sjúklingarnir jafnan lagðir inn á gjörgæsludeild. Þar er hægt að fylgjast náið með blóð- rás (invasive hemodynamic monitoring) og veita sérhæfða gjörgæslumeðferð með blóðþrýstingshækkandi lyfjum eða öndunarvél. Gjörgæslupláss eru jafnan af skornum skammti og talsvert dýrari en pláss á legudeild. Því er mikilvægt að vita hvaða sjúklingar gætu þurft á gjörgæslumeðferð að halda, ekki síst eftir algengar aðgerðir eins og brjóstholsskurð vegna lungnakrabba- meins. Á Landspítala hefur vantað upplýsingar um hlutfall sjúklinga sem þarfnast gjörgæslumeðferðar eftir lungnaskurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins (lungnabrottnámsaðgerðir undanskildar) og sömuleiðis afdrif þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða ástæður fyrir gjörgæsluinnlögn hjá þessum sjúklingum og af- drif þeirra fyrstu mánuðina eftir aðgerð á 10 ára tíma- bili. Einnig var reynt að skilgreina áhættuþætti fyrir gjörgæsluinnlögn í kjölfar aðgerðanna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga sem gengust undir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð á Landspítala við lungnakrabbameini (ekki smáfrumu- krabbameini) frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2010. Sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám var sleppt, þar sem þeir eru alltaf vaktaðir á gjörgæsludeild. í rannsóknarhópi voru 252 sjúklingar; 21 sem lagðist á LÆKNAblaðið 2012/98 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.