Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Holdafar, úthald, hreyfing og efnaskiptasnið meðal 18 ára íslenskra framhaldsskólanema Sigurbjöm Árni Arngrímsson þjálfunarlífeðlisfræðingur, Erlingur Birgir Richardsson íþróttafræðingur, Kári Jónsson íþróttafræðingur, Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætti efna- skiptasjúkdóma meðal 18 ára framhaldsskólanema og bera saman nem- endur í bók- og verknámi. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (147 drengir og 130 stúlkur) voru valdir með slembiúrtaki. Dagleg hreyfing þeirra var mæld með skrefamæli og úthald með hámarkssúrefnisupptökuprófi á hlaupabretti. Holdafari var lýst með mælingum á hæð, þyngd, mittismáli og líkamsþyngdarstuðli (body mass index, BMI) og hlutfall líkamsfitu var mælt með tvíorku röntg- engeislagleypnimælingu. Blóðþrýstingur í hvíld og blóðfitur og blóðsykur í sermi voru mæld. Niðurstöður: Samkvæmt BMI-stuðli voru 23% nemenda of þungir/ feitir, 20% höfðu of mikið mittismál og 51% greindust með of hátt hlutfall líkamsfitu. Einnig mældust 11% nemenda með óæskilega lág háþéttni- fituprótein, 8% með of há lágþéttnifituprótein, 9% með of há þríglýseríð og 10% þátttakenda voru með jaðar- eða háan slagþrýsting. Flestir nem- endanna (84%) höfðu sæmilegt úthald eða betra, þrátt fyrir að einungis 34% næðu ráðlagðri hreyfingu dag hvern. Samkvæmt hlutfalli líkams- fitu flokkuðust hlutfallslega fleiri drengir (33%) en stúlkur (22%) of feitir (p=0,042) en jafnframt var hlutfall drengja (57%) með mjög gott úthald hærra en stúlkna (24%, p<0,001). Nemendur í verknámi hreyfðu sig minna (Cohen's d (Cd)=0,7), reyndust með slakasta úthaldið (Cd=0,7), hæst hlutfall líkamsfitu (Cd=0,5), mesta mittismálið (Cd=0,3) og hæsta blóð- þrýstinginn (Cd=0,6, p<0,05). Ályktun: Úthald 18 ára framhaldsskólanema virðist að jafnaði gott en hreyfingu þeirra er verulega ábótavant og hlutfall líkamsfitu of hátt. Einnig fannst hækkaður slagþrýstingur og blóðfitur hjá um 10% unglinganna. Líkamsástand er verra hjá verknáms- en bóknámsnemum. Inngangur íþróttafræðasetri Háskóla íslands, Laugarvatni. Fyrirspurnir: Sigurbjörn Árni Arngrímsson sarngrim@hi.is Greinin barst: 17. nóvember 2011, samþykkt til birtingar: 18. apríl 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Kyrrseta er eitt helsta heilbrigðisvandamál iðnríkja í dag, þar sem hægt er að tengja hana við ýmsa lífsstíls- sjúkdóma.1 Samhliða aukinni kyrrsetu eru ofþyngd og offita vaxandi alheimsvandamál og fara íslendingar ekki varhluta af því. Á milli 17 og 22% níu og 15 ára ís- lenskra barna eru yfir kjörþyngd2 en nýjustu kannanir sýna samt að heldur dragi úr ofþyngd/offitu í þessum aldurshópi.3 Mun hærra hlutfall (53-65%) íslenskra karla og kvenna eru yfir kjörþyngd og hefur farið mjög fjölgandi í þessum hópi síðan 1990.J Rannsóknir hafa auk þess sýnt að offita á unglingsárunum eykur dánar- tíðni meira en ofþyngd á fullorðinsárum og að unga kynslóðin í dag verður líklega sú fyrsta sem mun hafa styttri lífslíkur en fyrri kynslóðir vegna sívaxandi tíðni offitutengdra sjúkdóma.5 Þessi aukna kyrrseta og lík- amsfita ýta undir algengustu orsakir ótímabærs heilsu- brests og dauðsfalla á Vesturlöndum, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki af tegund tvö og krabbamein.6 Aftur á móti hefur mikil hreyfing, gott úthald og minni líkamsfita verið tengd betra heilsufari barna og unglinga.17 Þrátt fyrir að nokkuð hafi verið birt af rannsóknum um líkamsástand íslenskra barna27'8 hefur lítið sem ekk- ert verið birt um líkamsástand ungmenna á framhalds- skólaaldri. Nokkrar meistara- eða BS-ritgerðir finnast, en það litla sem hefur verið birt í ritrýndum tímaritum hefur verið byggt á spurningalistakönnunum en ekki beinum hlutlægum mælingum á holdafari, úthaldi, hreyfingu og áhættuþáttum efnaskiptasjúkdóma í blóði. Hugsanlega er það vegna þess að oft er erfitt að fá þennan aldurshóp til þátttöku, enda mikið um að vera og margar breytingar í lífi þeirra á þessum aldri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líkamlega heilsu 18 ára framhaldsskólanema með því að mæla alla helstu áhættuþætti fyrir lífsstílssjúkdóma, svo sem holdafar, úthald, hreyfingu, blóðþrýsting, blóðfitu og blóðsykur og setja fram tölur um hversu margir í þess- um hópi væru yfir hættumörkum hvað varðar þessa þætti. Undirmarkmið var að bera saman líkamlega heilsu bóknáms- og verknámsnemenda. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 18 ára (eða á 18. ári) framhaldsskóla- nemendur úr þremur skólum í Reykjavík, skóla eitt (bók- námsskóla með áfangakerfi), skóla tvö (bóknámsskóla með bekkjakerfi) og skóla þrjú (verknámsskóla). Úrtak- ið var valið af handahófi af nemendalistum skólanna og alls var 426 nemendum boðin þátttaka en 295 (69,3%) þáðu boðið (143 stúlkur og 152 strákar). Af þeim hættu 18 þátttöku. í holdafars- og blóðþrýstingsmælingunum tóku 275 nemendur þátt, 252 undirgengust mælingu á líkamssamsetningu, 251 leyfði blóðsýnatöku, 243 tóku þátt í úthaldsprófinu og hreyfing var mæld hjá 212 þátt- takendum. Allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki, sem og forráðamenn ef þátttakendur höfðu ekki náð 18 ára aldri. Rannsóknin var samþykkt af Vís- indasiðanefnd (VSNb2007110010/03-l). LÆKNAblaðið 2012/98 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.