Læknablaðið - 15.10.2013, Side 14
RANNSÓKN
Tafla IV. Orsakir bráðs andnauðarheilkennis.
Fjöldi Látnir Dánarhlutfall APACHE II Dagar I öndunarvél Legudagar á gjörgæslu PO/FiO, hlutfall Aldur
Lungnabólga 41 13 31,7% 18,5 14,2 17,1 113,2 56,9
Sýklasótt 26 10 38,5% 19,4 18,7 22,5 110,0 52,1
Ásvelging 12 3 25,0% 18,8 8,7 11,6 95,5 48,4
Lífhimnubólga 7 3 42,9% 15,2 16,3 19,0 123,6 58,3
Kviðarholsaðgerð 5 1 20,0% 18,2 12,0 15,6 127,0 65,0
Fjöláverkar 4 1 25,0% 16,8 16,8 20,8 126,9 61,3
Stoðkerfisaðgerð 4 0 0,0% 15,7 6,8 14,0 148,7 52,8
Ósæðaraðgerð 3 2 66,7% 12,3 13,0 19,0 94,2 65,0
Heilahimnubólga 2 0 0,0% 21,5 8,5 13,0 144,2 55,5
Briskirtilsbólga 2 0 0,0% 12,0 2,5 7,0 116,0 53,5
Hjartastopp 2 0 0,0% 22,0 4,5 7,0 145,0 27,5
Æðaaðgerð 2 1 50,0% 20,5 18,0 21,0 118,5 83,5
Lyfjaeitrun 1 0 0,0% 19,0 1,0 5,0 81,8 74,0
Brjóstholsaðgerð 1 0 0,0% 18,0 36,0 42,0 88,6 56,0
Bruni 1 0 0,0% 21,0 30,0 48,0 92,6 16,0
Drukknun 1 1 100,0% 30,0 9,0 9,0 140,0 11,0
Krabbameinsmeðferð 1 0 0,0% 16,0 7,0 8,0 181,0 58,0
Gallblöðrubólga 1 0 0,0% 14,0 5,0 8,0 110,0 57,0
Annað 4 1 25,0% 20 12,15 13,8 89,9 49
Alls 120 36 30,0%
Orsök innan lungna 56 17 30,4%
Orsök utan lungna 64 19 29,7%
APACHE II = ástandsstigun, LIS = Lung Injury Scale, PaO 2 = súrefnisstyrkur í blóði, Fi02 = hlutfall súrefnis í innöndunarlofti.
galla þar sem hugsanlega hefði verið hægt að greina einhverja
sjúklinga með nánari athugun. Hins vegar er um fremur lítinn
fjölda sjúklinga að ræða og þrátt fyrir að einungis sé farið yfir sjúk-
linga Landspítalans hefur orðið marktæk fjölgun tilfella. Nýlegar
rannsóknir erlendis frá gefa hins vegar vísbendingu um að tíðni
sé jafnvel lækkandi síðastliðin ár.15 Ekki er ljóst af hverju nýgengi
hefur aukist hér á landi, við greiningu tilfella var stuðst við sömu
aðferð í báðum rannsóknum. Tíðnitölur hafa verið misjafnar síðan
heilkenninu var fyrst lýst árið 1967, sennilega vegna breytilegra
skilgreininga. Notast var við alþjóðlega AECC-skilgreiningu frá
1992 í þessari rannsókn sem og í eldri íslensku rannsókninni, og
eru niðurstöður því bornar saman við niðurstöður nýlegra erlendra
rannsókna, sem stuðst hafa við sömu skilgreiningu. Samkvæmt
niðurstöðum skoskrar rannsóknar frá 1999 reyndist nýgengi þar
vera 16 tilfelli á 100.000 íbúa/ári.16 Niðurstöður bandarískrar rann-
sóknar bentu til þess að nýgengi væri 58,7 tilfelli á 100.000 íbúa/
ári.7 í samnorrænni rannsókn sem náði meðal annars til íslands
var kannað nýgengi framvirkt á fjögurra vikna tímabili árið 1999.
Samkvæmt niðurstöðum þeirrar rannsóknar er nýgengi 13,5 tilfelli
á 100.000 íbúa/ári, miðað við íbúafjölda 15 ára og eldri.17 Þessar
niðurstöður benda til þess að nýgengi bráðs andnauðarheilkennis
sé nokkru lægra hér á landi, þrátt fyrir aukningu frá árunum 1988-
1997.
Dánarhlutfall
Af þeim 120 sjúklingum sem féllu undir skilgreiningu á bráðu
andnauðarheilkenni létust 36 (30%) á gjörgæsludeild. Dánar-
hlutfall hefur því lækkað marktækt frá árunum 1988-1997 þegar
dánarhlutfallið var 40% (p<0,01). Pa02/FiO, hlutfall og APACHE
II stig þeirra sem létust voru marktækt lægri en þeirra sem lifðu
og greinilegt að horfur versna með hækkandi APACHE II stigi og
lágu Pa02/Fi02. Samanburður við niðurstöður eldri rannsóknar
sýnir að á tímabilinu 2004-2008 höfðu sjúklingar marktækt hærra
APACHE II stig (p=0,003). Þetta bendir til þess að ástand sjúkling-
anna sé alvarlegra en í fyrri rannsókn en þrátt fyrir það er árangur
meðferðar betri. Pa02/Fi02 hlutfall er hins vegar marktækt hærra,
sem bendir til þess að annaðhvort sé ástand lungna almennt betra
eða að bætt öndunarvélameðferð sé að skila sér í betri loftskiptum
sjúklinga, sem hlýtur að teljast líklegri skýring. Ætla má að aukin
reynsla starfsfólks, betri öndunarvélameðferð og betri stuðnings-
meðferð almennt stuðli einnig að betri lifun sjúklinganna. Niður-
stöður rannsóknarinnar benda til þess að dánarhlutfall sjúklinga
með brátt andnauðarheilkenni á gjörgæsludeildum á Islandi sé
ekki hátt miðað við niðurstöður erlendra rannsókna sem hafa
sýnt um 30-50% dánarhlutfall.71617 Árangur meðferðar virðist því
vera nokkuð góður hér á landi og sambærilegur við niðurstöður
erlendra rannsókna.
Orsakir
Orsakir fyrir bráðu andnauðarheilkenni eru fjölmargar og voru á
þriðja tug samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Algengustu
orsakir reyndust vera lungnabólga, sýklasótt og ásvelging en stór-
ar aðgerðir og fjöláverkar voru líka algengar orsakir.
Líklegt er að þetta skýri mun á tíðni sjúkdómsins milli gjör-
gæsludeilda Landspítala. Fleiri greindust á gjörgæsludeild í Foss-
vogi en vegna sérhæfingar koma fleiri sjúklingar þar til meðferðar
446 LÆKNAblaðið 2013/99