Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2013, Page 31

Læknablaðið - 15.10.2013, Page 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR en ég fékk stöðu þar sem deildarlæknir á æða- og brjóstholsskurðdeild Svæðis- sjúkrahússins. Þarna var ég í rúmt ár og hafði nóg að gera í æða- og lungnaaðgerð- um. Þarna var yfirlæknir Sam Nordström, mjög hæfur og skemmtilegur maður, og með honum tékkinn Jan Malina, fyrr- verandi Evrópumeistari í kúluvarpi og frábær skurðlæknir, auk vinar míns Carlos Ortega, fyrrverandi krókódílaveiðimanns frá Bólivíu, sem hafði komið til Svíþjóðar eftir valdaránið í Chile. Carlos hafði unnið á Kúbu með Rússanum sem fyrstur þróaði heftibyssurnar í skurðlækningum. Þetta var mjög öflugur hópur sem gaman var að vinna með, mjög mikil vinna en frábær skóli fyrir ungan mann. Þá var það sem Hörður Alfreðsson, sem þá var aðstoðar- læknir á brjósthols- og hjartaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, benti mér á lausa stöðu aðstoðarlæknis á deild- inni, sem ég sótti um og fékk, enda taldi ég að með þv£ fengi ég góða viðbót við kunnáttu mína. Þetta reyndist mjög farsæl ákvörðun og í Uppsölum bjuggum við fjöl- skyldan í góðu yfirlæti í sjö ár, þar til við fluttum heim 1985. Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum er eitt þriggja stærstu sjúkra- húsa Svíþjóðar. Yfirlæknir var á þeim tíma sem ég kom þangað Lennart Johansson, frábær skurðlæknir og mjög sterkur pers- ónuleiki. Hann hafði starfað sem aðstoðar- læknir með Craaford í Stokkhólmi á sínum námstíma þegar Craaford var að þróa sína „Það má auðvitað velta þvífyrir sér hversu rökrétt það er að miða slarfs- hæfni manna við eitthvert sérstakt aldursár, ekki síst efskortur er á reyndu fólki í viðkomandi grein," scgir Þórarinn Arnórsson hjarta- skurðlæknir sem lét afstörfum í vor. fyrstu hjarta- og lungnavél og gerði sína fyrstu aðgerð rétt á eftir Gibbon, sem varð fyrstur til. I Uppsölum var með honum sterkur kjarni af mjög hæfum mönnum og deildin stóð framarlega á alþjóðavísu. Á þessum árum var mikil framþróun í öllum tækjabúnaði og aðgerðatækni og starfsem- in öll að komast af frumherjastiginu yfir á það stöðuga ástand sem er í dag og mjög gaman að hafa tekið þátt í þeim tíma. Það var mikil vinna, aðgerðir alla vinnudaga og ég fékk því góða þjálfun og reynslu. Framan af var ég í aðstoðarlæknisstarfi en seinni hluta tímans gegndi ég stöðu aðstoðaryfirlæknis um rúmlega eins árs skeið og leysti einnig af tímabundið sem yfirlæknir. Sérfræðiviðurkenningu í brjósthols- og hjartaskurðlækningum fékk ég í Svíþjóð 1982. Fyrri hluta tímans í Upp- sölum sá ég fljótlega um allflestar lungna- aðgerðirnar, en seinni hluta starfstímans fékkst ég nær eingöngu við hjartaaðgerðir og þegar ég kom heim til íslands var ég búinn að gera um 500 hjartaaðgerðir og enn fleiri lungnaaðgerðir. Þetta var mikil vinna og góður skóli." Upphaf hjartaaðgerða á íslandi „Það hafði legið í loftinu um allangt skeið að hefja hjartaskurðlækningar á íslandi. Sú saga hefur verið rakin annars staðar en það voru mjög skiptar skoðanir um hvort ætti að hefja slíka starfsemi hér heima. Þórður Harðarson lýsir framgangi þess- ara mála ágætlega í grein í Læknablaðinu í september á þessu ári og má ef til vill bæta við að ég og Hörður áttum viðtal við Matthías Bjarnason, þá heilbrigðis- ráðherra, á árinu 1985 eða árinu áður en LÆKNAblaðið 2013/99 463

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.