Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 40

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Það er óhætt að borða fitu ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Hildur Tómasdóttir svæfingalæknir hefur um árabil barist við aukakílóin, en það var ekki fyrr en hún breytti algerlega um stefnu í mataræði að varanlegur ár- angur náðist. Hildur hefur ekki látið þar við sitja heldur fylgst glöggt með um- ræðu erlendis og kynnt sér rannsóknir á þessu sviði til að hafa haldbær gögn í höndunum og haldið fyrirlestra um kosti lágkolvetnamataræðis fyrir offeita. „Undanfarin 30-40 ár hefur geisað offituf- araldur í veröldinni með þeim afleiðingum að allt að 75% alls heilbrigðiskostnaðar í heiminum má í dag rekja beint eða óbeint til hins svokallaða „efnaskiptaheilkennis" (Metabolic Syndromé). Þetta eru oft kallaðir lífsstílssjúkdómarnir - eða vestræna veikin - en það eru hjarta- og æðasjúkdómar, búkfita, háþrýstingur, blóðfituröskun, sykursýki II og talið er að heilabilun, ýmis krabbamein, non-alkóhól fitulifur og jafn- vel blöðrusjúkdómur á eggjastokkum tilheyri þessu heilkenni líka. Þessir sjúk- dómar eru lífsstílstengdir, áður taldir stafa af of mikilli fituneyslu og hreyfingarleysi. Gífurleg aukning þessara sjúkdóma er nú af mörgum talin eiga sér rætur í rangri næringar- og lýðheilsuráðgjöf á heimsvísu síðustu þrjá áratugina, sem er nokkuð nýtt sjónarhorn," segir Hildur í upphafi. Hún er hreinskilin um hvers vegna hún hafi kynnt sér áhrif matar og hinna ýmsu fæðuflokka á mannslíkamann. „Ég hef barist við aukakílóin frá því á unglings- árum og átt í óheilbrigðu sambandi við mat. Þrátt fyrir alls kyns fitusnauða matar- kúra og mikla ástund líkamsræktar af ýmsu tagi, þá hef ég alltaf rokkað upp og niður í líkamsþyngd og fitnað jafnharðan og ég hef lokið við eitthvert átakið. Það var í rauninni ekki fyrr en fyrir 19 mánuðum síðan sem ég breytti algerlega um stefnu og fór að horfa á mitt vandamál sem fíkn, eftir að ég kynntist 12-spora samtökum sem fást við stjórn á matarfíkn. Þá loksins fór ég að sjá einhvern árangur. Aðferð þeirra byggist meðal annars á því að taka burt allan sykur og sterkju úr mataræðinu og borða þrjár máltíðir á dag vigtaðar og mældar samkvæmt fyrirfram ákveðnu magni af hverjum fæðuflokki, próteinum, grænmeti, ávöxtum og fitu. Þetta hefur skilað sér í því að ég léttist um 30 kíló á innan við ári og hef getað haldið þyngd- inni óbreyttri síðastliðið ár og líður mikið betur, bæði andlega og líkamlega." Tekist á um hver væri versti skaðvaldurinn Hildur segir að sér hafi brugðið nokkuð þegar hún fór að skoða samsetningu þessa lágkolvetnamataræðis, því samhliða því að taka út kolvetni í formi sykurs og sterkju, þá er hlutfall fitu mun hærra en í hinum hefðbundnu fituskertu matarkúrum og þvert á núverandi ráðleggingar lýðheilsu- stöðvar Landlæknisembættisins. Minnug þess að matarkúrar eins og Atkins-kúrinn áttu að vera lífshættulegir vegna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, fór hún að at- huga hvað til væri af nýrri rannsóknum á lágkolvetnafæði sem varla var farið að nefna á nafn hérlendis á þessum tíma nema kannski af Axel F. Sigurðssyni og Kristjáni Gunnarsyni á bloggsíðum þeirra, og varð hún þá margs vísari. „Það kom í Ijós að lágkolvetnamataræði, svo sem LCHF Low Carb High Fat eins og það kallast í Svíþjóð, GI (Glycemic Index), Miðjarðarhafsfæði, og steinaldarfæði (eða paleo), hafa verið að fá uppreisn æru í ljósi nýrra rannsókna og yfirferða á gömlum rannsóknum. Fitan, sérstaklega mettaða fitan, hefur undanfarna þrjá áratugi verið talin rót alls ills í mataræði okkar, hún hækkar heildarkólesterólið og var þar með talin valda hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta mataræði sem ég hef fylgt rekur upphaf sitt aftur fyrir daga fituhræðsl- unnar, sem hófst í byrjun 8. áratugarins, og byggir á rannsóknum sem voru í rauninni settar til hliðar á þeim tíma og hefur ýmislegt verið skrifað um ástæður þess. Það yrði of langt mál að fara út í það en stjórnvöld í Bandaríkjunum sáu sér pólitískan hag í því á 8. áratugnum að leggja fram lýðheilsumarkmið sem byggðu á ráðleggingum um að draga úr fitu í mat- vælum. Þetta hefur síðan breiðst út um alla heimsbyggðina með þeim afleiðingum að samhliða þessum breytingum í mat- aræði hefur offita aukist gífurlega. Þetta er meðal annars rakið skemmtilega í bók sænska heimilislæknisins Andreas Eenfelt, Matrevolutionen. En hann er einn aðaltals- maður LCHF í Svíþjóð og heldur úti mjög vinsælli bloggsíðu." Hildur segir að á fyrri hluta síðustu aldar hafi sannarlega verið læknar og vís- indamenn sem töldu að „vestræna veikin" væri eitthvað sem vestrænar matarvenjur hefðu stuðlað að, og vildu kenna um því sem síðast hefði komið inn í mataræðið, svo sem unnum sykri og hvítu hveiti. „Þeir töldu að værum erfðafræðilega þróuð í milljónir ára til að borða kjöt, fisk, egg, ber og rætur en hefðum aðeins borðað korn- meti frá upphafi akuryrkju fyrir 4000-9000 árum síðan. Síðustu 150 árin hefur sykur bæst við fæðið eftir að nútímaframleiðsla á honum hófst. A svipuðum tíma fóru menn að vinna hveitið og aðrar sterkjur, taka 472 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.