Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Þessar umræður vöktu mikla athygli
þar og voru dagblaðafréttir en virtust ekki
komast neitt sérstaklega í hámæli hér á
landi. Kannski er hluti af ástæðunni að
lágkolvetnafæði er orðið töluvert útbreitt í
Svíþjóð og Noregi og má rekja upphaf þess
til þess er sænski heimilislæknirinn Ann-
ika Dahlqvist var kærð til heilbrigðiseftir-
litsins fyrir átta árum og flæmd úr starfi
sínu, fyrir að ráðleggja of feitum skjólstæð-
ingum sínum og sykursýkissjúklingum
lágkolvetnamataræði. Var þess krafist að
lækningaleyfið yrði tekið af henni. Þetta
varð töluvert blaðamál og heilbrigðiseftir-
litið dró ákvörðun sína til baka eftir að
hafa farið yfir þær rannsóknir og gögn
sem þá lágu fyrir og 2008 fékk Dahlqvist
uppreisn æru, enda var þá talið að óhætt
væri að mæla með lágkolvetnfæði fyrir
offeita og sykursjúka.
í nýjustu leiðbeiningum frá sænska
heilbrigðiseftirlitinu um næringarráð til
sykursjúkra tegund II er nú boðið uppá
fjórar gerðir mataræðis þar sem þrjú eru
lágkolvetna en einungis eitt er samkvæmt
hinu gamla fituskerta."
Hildur segir að þarna megi sjá upphaf
opinberrar stefnubreytingar í næringar-
ráðgjöf, sennilega að miklu leyti vegna
vinnu lækna eins og Anniku Dahlqvist og
Andreas Eenfelds. Mér skilst að Svíþjóð
sé nánast eina landið í heiminum þar
sem hægir á offituógninni í hlutfalli við
aukningu á smjörsölu „Ég vildi gjarnan sjá
sambærilegar breytingar í lýðheilsuráðgjöf
hér á íslandi. Það er fleiri möguleikar en
lágfitufæði, lyf og hjáveituaðgerðir enda er
ástand þjóðarinnar verulega slæmt, offita
hvergi meiri en hér á Norðurlöndunum
og við höldum áfram að þyngjast. Þeirri
þróun verður að snúa við. Ég tel einnig
brýnt að litið verði á hluta offituvandans
sem fíknsjúkdóm og meðhöndla hann
sem slíkan þar sem það á við, því töluvert
af rannsóknarniðurstöðum styður það
að um taugaefnafræðilegar breytingar í
heila sé að ræða. Ég vil hvetja þá kollega
sem annast sjúklinga með offituvandamál
og áunna sykursýki að hugleiða hvort
einhverjir gætu fallið undir að vera með
matarfíkn og gætu nýtt sér hjálp til dæmis
MFM, Matarfíknimiðstöðvarinnar, sem
Esther Helga Guðmundsdóttir hefur starf-
rækt frá árinu 2006 með góðum árangri,
eða 12 spora samtaka sem eru tvö starf-
andi hér á landi í anda AA-samtakanna,
OA og GSA.
Þess má einnig geta þess að í apríl
síðastliðnum voru stofnuð regnhlífarsam-
tökin Matarheill sem munu starfa í svip-
uðum anda og SAA. Samtökin sameina
þá sem vilja vinna að forvörnum, fræðslu
og meðferð og einnig fólk sem glímir við
matarfíkn, átröskun eða offitu."
Hildur vill benda fólki sem vill kynna
sér þessi mál nánar á vefsíðurnar:
• kostdoktorn.se
• dietdoktor.com
• drhexeberg.no
• garytaubes.com
• docsopinion.com
• mataraedi.is
• foodaddictioninstitute.org
• authoritynutrition.com
• matarfikn.is
• oa.is
• gsa.is
• matarheill.is
Einnig bendir hún á mjög góðan fyrir-
lestur á netinu eftir Robert H. Lustig sem
nefnist Sugar, The Bitter Truth og sjónvarps-
þættina Skinny on Obesity, sem finna má á
Youtube.
Helse Forde HF yter spesialisthelsetenester til dei 108 500 innbyggjarane i Sogn og Fjordane.
Foretaket er i stadig utvikling for á gjere tilbodet best mogeleg innanfor dei rammene
styresmaktene set og brukarane forventar. Helse Forde har sjukehus og psykiatriske institusjonar
i seks kommunar og ansvar for ambulanseteneste. Tal pá tilsette er omlag 2500, og budsjettet er
pá 2,4 milliardar kroner. Foretaket er organisert i 4 klinikkar. Det er det statlege Helse Vest RHF
som eig Helse Forde. Helse Forde skal sá langt som rád avspegle mangfaldet i befolkninga. Det er
difor eit personalpolitisk mál á oppná ein balansert alders- og kjonnssamansetnad, og á rekruttere
kvalifiserte personar med innvandrarbakgrunn.
MEDISINSK KLINIKK / HUD POLIKLINIKK sökjer:
Legespesialist, Dermatologi
Heimelsnr. 6227, nr.id.: 13625.
Helse Forde har ledig fast stilling som legespesialist i dermatologi. Dette
er ein spennande sjanse i et framtidsretta helseforetak. Hudavdelinga,
Helse Forde driv poliklinisk virksomhet, har sitt hovudsete ved Forde
Sentralsjukehus, Forde og har underavdelingar i Eid, Floro, Lærdal og
Sogndal.
Kontaktperson: Avdelingssjef 0ystein Vatne (+47) 57839367
Referansenummer: 1872850505
Saknadsfrist: 22.10.2013
For á lese meir og á sokje pá stillinga: www.helse-forde.no
• • • Helse Forde
LÆKNAblaðið 2013/99 475