Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 12
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
leitur og á vissan hátt er villandi að tala um hann sem eina stefhú eða
hreyfingu, þó að svo sé yfirleitt gert til hægðarauka. Skáldin áttu sér enga
sameiginlega stefituskrá og innan raða þeirra voru bæði ólikir hópar og
einfarar. Sömuleiðis má greina mismunandi tímaskeið. En audtdtað eiga
hin svokölluðu expressjónísku skáld ýmislegt sameiginlegt. Þau yrkja á
þýsku - í andófi gegn eldri hefðum, skáldskapur þeirra er að mestu bund-
inn við annan áratug aldarinnar (expressjóníska áratuginn), og svipuð
yrkisefni og skáldskaparaðferðir koma fýrir hjá mörgum skáldum.
Ljóðið „Heimsendir“ eftir Berlínarskáldið Jakob van Hoddis (f. 1887)
birtist í tímariti þar í borg í ársbyrjun 1911 og hafði á svipstundu áhrif á
heila kynslóð ungra skálda. Ekki er auðvelt núorðið að skilja ixmþálgar
lýsingar samtímamanna á þeirri upphfun sem lestnr ljóðsins var. Til
dæmis ritar Johannes R. Becher skáldbróðir hans: „Það var eins og þessi
tvö erindi, þessar átta finur, gerðu okkur að nýjum mörrnum, lyftu okkur
upp úr sljóum borgaraheimi sem við fýrirlitum en Hssum ekki hvernig
við ættum að losna úr.“4 Ljóðið stendur síðan fremst í fyrsta og ffægasta
ljóðasafni expressjónismans sem Kurt Pinthus gaf út 1919,^ enda dæmi-
gert fyrir upphaf stefnunnar. Það sem skáldunum þótti svo nýstárlegt og
ffelsandi við ljóðið var, að því er ætla má, andófsandinn gegn borgaraleg-
um gildum og Hsvitandi misræmi efhis og forms, ffáhvarfið ffá kröfunni
um ,lífræna heild‘ fistaverks. Þess í stað er ljóðið nálægt því að vera það
sem kalla mætti ,uppröðun án tenginga1, línurnar standa tdirleitt stakar,
og þessi ljóðstíll - sem kallaður hefur verið raðstíll (þ. Reihungsstit) - sló
í gegn og setti mark sitt á mörg ljóð í upphafi áratugarins.6
Þetta leiðir hugann að nánum skjddleika ljóðlistar og mtmdlistar á
tímabilinu að því er varðar afstöðu skálda og listamanna til ,veruleikans‘.
Kúbisminn varð til í París 1908 í samvinnu þeirra Pablos Picasso og
Georges Braque; hann var í því fólginn að brjóta upp veruleikann og raða
honum saman á nýjan hátt. Afstraktið, hið óhlutbundna málverk, varð til
nánast samtímis á mismunandi stöðum skömmu fýrir fýrra stríð: hjá
Kandinskij í Miinchen, Mondrian í París og Malevitsj í Moskvu. Svip-
4 ívitnað hjá Vietta/Kemper, Expressionismiis, Stuttgart: Wlhelm Fink Verlag (UTB),
1990, bls. 30.
5 Menschbeitsdammerung ■ Ein Dokument des Expressionismus, [endurútg.] Hamburg:
Rowohlt Taschenbuch Verlag, 1959.
6 Fullt samhengi er þó í ljóðinu. Lokalína íyrra erindis hljóðar svo: und an den Kiisten
- liest man - steigt die Flut. Mælandi ljóðsins er sumsé að lesa fréttir af heimsendi.
io