Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 248
PETER BURGER
dráttarlaust og tilfiimingaþrungið tilkall til að teljast sögulega framsæk-
in. Frá þeim tíma hefur menningariðnaðurinn lagt grmrn að falskri upp-
hafningu þarlægðarinnar milli listar og lífs, um leið hafa þversagnirnar í
ætlunarverki framúrstefnunnar orðið sýnilegar.3'
Hér að neðan verður lýst í grófum dráttum hvernig sú ætlun að upp-
hefja listastofhunina birtist á þeim þremur sviðum sem idð notuðum að
framan til að varpa ljósi á einkenni sjálfstæðrar listar: á sviði notagildis,
framleiðslu og viðtaka. I þessu samhengi verður ekki rætt um ffamúr-
stefnuverk heldur birtingarmynd [þ. Manifestation] framúrstefhu. Dada-
ísk uppákoma ber ekki einkenni verks, engu að síður er hér um að ræða
sannferðuga birtingarmynd listrænnar framúrstefnu. Þar með er ekki átt
við að ffamúrstefnan hafi ekki framleitt nein verk eða sett tímabundnar
uppákomur í þeirra stað. Framúrstefnumenn uppræta ekki hugkví lista-
verksins, eins og túð munum sjá, en hún tekur gagngerum breytingum í
meðförum þeirra.
Af sviðunum þremur er erfiðast að gera grein fyrir því notagildi sem
birtingarmynd framúrstefnunnar hefur. I listaverki estetítismans er að-
greining listaverksins frá lífsháttum, sem einkennir stöðu listsköpunar
innan borgaralegs þjóðfélags, orðin að eðlislægu iimtaki verksins. Þar
með öðlast listaverkið tilgang í sjálfu sér, í fyllstu merkingu þeirra orða.
I estetítismanum verður þjóðfélagslegt áhrifaleysi listarinnar augljóst.
Gegn þessu áhrifaleysi tefla listamenn framúrstefnunnar ekki listsköpmi
sem gæti haft bein áhrif á núverandi þjóðfélag, heldur lögmálinu um
upphafningu listarinnar í lífsháttum. Slík hugsun útilokar affur á móti að
hægt sé að skilgreina notagildið. Þegar listin hefur verið færð út í lífs-
hættina á ný er ekki einu sinni hægt að benda lengur á skort á þjóðfélags-
legu notagildi, líkt og hægt er að gera í list estetítismans. Þegar list og
lífshættir mynda eina heild, þegar hátterni mannsins verður fagurfræði-
legt og listin verður að hátterni er ekki lengur hægt að koma auga á nota-
gildi listarinnar, einmitt vegna þess að aðgreining sviðanna tveggja (list-
ar og lífshátta), sem hugtakið notagildi grundvallast á, er fallin úr gildi.
Hvað viövíhir framleiðslunni, þá höfum við séð að hún er einstaklings-
bundin í tilviki hins sjálfstæða listaverks. Listamaðurinn ffamleiðir sem
einstaklingur og einstaklingseinkenni hans eru ekki tjáning einhvers,
37 Um vanda falskrar upphafningar á skilum listar og lífshátta, sjá Jiirgen Habermas,
Struktu.r'wandel der Öffentlichkeit. Untersuchungen zu einer Kategorie der hiirgerlichen
Gesellschaft, Neuwied, Berlín, 1968, §18, bls. 176 og áfram.
246