Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 105
AF ÚRKYNJUN, BRAUTRYÐJENDUM, VANSKAPNAÐI, VITUM OG SJÁENDUM
höfðum rímur einar til skemtunar [...] fáum nú hinar nýjustu
erlendar uppgötvanir með fyrsta pósti, ekki aðeins „móð“ og
„pakka“ frá París, heldur líka Futurisma, Expressionisma, Sur-
reahsma næstum því undir eins og búið er að skapa þá.76
Litið er á ismana sem róttæka birtingarmynd þeirrar nútímamenningar
sem hefur „flestu rótað um, sem áður var bjargfast í íslenskum jarðvegi'V'
Einar víkur þó hvergi í textanum að verkum þeirra íslensku rithöfunda og
hstamanna sem höfðu leitast við að veita fagurffæði ismanna inn í íslenska
menningarumræðu.78 Grein hans virðist fyrst og fremst ætlað að þjóna
sem ákall til íslenskra listamanna og rithöfunda mn að stuðla að sköpun
ffamsækinnar íslenskrar menningar með hhðsjón af starfsemi evrópsku
ismanna. Efér er þó mikilvægt að hafa hugfast að texti Einars er skrifaður
inn í ákveðið samhengi. Allt ffá því Alexander Jóhannesson hafði slegið
tóninn fyrir gagnrýna umfjöllun um hinar „nýju hstastefruu“ og tengt
fútúrisma Þórbergs við úrkynjun evrópskrar nútímalistar árið 1920 hafði
borið á gagnrýninni umræðu um ismana og ári áður en grein Einars birt-
ist höfðu sprottið upp deilur bæði um „Unglinginn í skóginum“ og
sýningu Finns Jónssonar. Texti Einars er skrifaður inn í merkingarhlaðið
samhengi, hann er innlegg í umræðu þessa tíma um íslenska ffamúrstefnu
og felur þannig í sér málsvöm fyrir tilraunakenndum verkum íslenskra
hstamanna og rithöftmda. Einar virðist þó fyrst og fremst líta á einstakar
tilraunir t.a.m. Laxness, Þórbergs, Jóns Stefánssonar og Finns Jónssonar
semfyrirheit um öfluga og byltingarsinnaða íslenska ffamúrstefiiu.
Einar segir ríkjandi hugmyndir um „þjóðlega menningu“79 stefha að
því að viðhalda úreltri þjóðfélagsgerð og „horfhum hugsunarhætti“, sem
stillt sé upp andspænis úrkynjaðri erlendri menningu.80 A þessum for-
76 Einar Olgeirsson, „Erlendir menningarstraumar og íslendingar“, Réttur, 1926, bls.
9-24, hér bls. 9.
77 Sama rit, bls. 10.
'8 Einar víkur raunar nánar að slíkum tengslum sex árum síðar, þegar hann fullyrðir að
í textum Halldórs Stefánssonar ,,renn[i] saman stflfegurð Islendingasagnanna við
eimlestarhraða Expressionismans" („Skáld á leið til sósíahsmans", Réttur, 2/1932,
bls. 95-116, hér bls. 102).
;9 Texti Einars er ekki einstakt dæmi um gagnrýni á ríkjandi hugmyndir um „þjóðlega
menningu“ á þessu tímabili. Sjá nánar: Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islending-
ur. Þjóðemi, kyngervi og vald á Islandi 1900-1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004,
bls. 131-139.
80 Einar Olgeirsson, „Erlendir menningarstraumar og íslendingar“, bls. 11.
io3