Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 94
BENEDKT HJARTARSON
leið sem Keimur fylkingum í sömu „hersveirinni“ og foll}Tðir að „avant-
garde“ sé „nú til dags orðið að sameiginlegu tngorði bæði á sviði þjóð-
félags og fagurfræði1'.40 Textinn sýnir að hugmyndin um sameiginlegan
vettvang róttækrar pólitíkur og róttækrar fagurfræði í sköpun nýrrar
menningar setur enn mark sitt á skrif framúrsteíhumanna á þessum tíma,
en finna má hliðstæðar lýsingar t.a.m. í textuni Marinettis41 og Tatlins.42
Loks vekur athygli að skilgreining van Doesburgs á hugtakinu „avant-
garde“ byggir á texta Ginos Severini, „La Peinture d’Avant-garde“, frá
árinu 1917.43 I þeim texta, sem og greiniruú „S}Tnbolisme plastique et
symbolisme littéraire“, leggur Severini drög að sögu framúrstefnumál-
verksins, sem ætlað er að varpa ljósi á uppruna „framúrstefnunnar'1.44
Hann notar hugtakið avant-garde þó ekki aðeins sem safnheiti }dir nýju
ismana, heldur birtist mynd hinnar listrænu framvarðarsveitar auk þess í
umfjöllun hans um fjórðu víddina, en það hugtak er einnig rætt í skrifum
van Doesburgs sem lýsir dada sem „punkti er liggur handan við mannleg
hugtök rúms og tíma“ og „kemur róti á hið kyrrstæða sjónarhorn og þá
fjarvíddarsýn sem halda okkur föngnum í þrívíðum ranghugimmdum
okkar“.451 skrifum van Doesburgs tengist hugm}tndin mn fjórðu víddina
síður rúmfræðilegum hugmyndum, líkt og í texta Severinis, en herskárri
mælskulist framúrstefnunnar um sköpun nýs lífsrýmis og dulspekileguin
hugmyndum samtímans. Líkt og Linda D. Henderson hefur sýnt ffam á,
gegndi hugmyndin um „fjórðu víddina" mikilvægu hlutxærki í orðræðu
sögulegu framúrstefnunnar, en viðtökur hennar byggðu jafnan á
alþýðlegum textum þar sem fjórða víddin var tengd útópískum, bylting-
40 van den Berg, Avantgarde und Atiarchismus, bls. 46.
41 Sjá: Benedikt Hjartarson, „Inngangur", Yfniýsingar, bls. 47-59.
42 Sjá: Vladimir Tatlin, „The Initiative Inditidual in the Creativity of the Collective“,
þýð. ekki getið, Art in Theory 1900-1990, ritstj. Charles Harrison og Paul Wood,
Oxford, Cambridge: Blackvrell, 1998, bls. 309.
43 Greinin kom upphaflega út í Mercure de France árið 1917 en var síðan endurútgefin
í tímaritinu De Stijl. Sjá: Hubert van den Berg, „Kortlægning af gamle spor af det
nye. Bidrag til en historisk topografi over det 20. árhundredes europæiske avant-
garde(r)“, þýð. Claus Bratt Ostergaard og Tania 0rum, En tradition af oprud.
Avantgardem.es tradition og politik, ritstj. Tania 0rum, Marianne Ping Huang og
Charlotte Engberg, Hellerup: Spring, 2005, bls. 19-43, hér bls. 27.
44 Sjá: Linda Dalrymple Henderson, The Fourth Dimension andNon-Euclidian Geometry
in ModemArt, Princeton, Newjersey: Princeton University Press, 1983, bls. 303.
45 Theo van Doesburg, „Was ist Dada“ [1923], þýsk þýð. Bemd Schnitzer, Dada. Eine
Literarische Dokumentation, Reinbek bei Hamburg: Rowolhlt Verlag, 2. útg. 1984,
bls. 45-50, hér bls. 49.
92