Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 181
OTIMABÆRAR BOKMENNTIR
bókmenntum og sem Megas byggir í rauninni á, t.d. Söngvar Maldorors
eftir Lautréamont greifa og Naked Lunch eftir Burroughs.
Auk þess að kanna þennan meinta skyldleika ætla ég að skoða „hug-
myndafræðilega“ stöðu í höfundarverki Megasar og einkum í prósanum,
Birni og Sveini en Ifka í öðrum textum, birtum og óbirtum. Til grundvall-
ar þeirri könnun eða greiningu er hugtakið avant-garde eða framúrstefna
og hugtökm módemismi og póstmódemismi. Þannig háttar til að hugtak-
ið „framúrstefna“, eins og það er notað, dugar ekki til að greina á milh
þessara tveggja -isma. Því mætti í senn spyrja: er Megas framúrstefnuhöf-
undur og þar með módemískur? Eða er hann framúrstefnuhöfúndur, sem
vinnur gegn módemískri fagurfræði, og þar með póstmódemískur höf-
undur? I þessar tvær kvíar, módemíska eða póstmódemíska, hefur verið
hálfgerður plagsiður að skilgreina bókmenntir og hstir undanfama áratugi,
jafnvel þótt flokkunin segi (núorðið) ekki mikið. I þeim tilgangi að komast
undan þeirri díalektík og andstæðuhugstm verða gerðar atlögur að khsj-
unni og réttmæti þess að kenna Megas við annað tveggja. Ekki vegna þess
að hann sé ekki nógu róttækur og nýstárlegur heldur vegna textatengsla og
annarra þátta í skrifúm hans sem reynt verður að varpa ljósi á. Skoðaðar
verða nýlegar bókmenntafræðilegar hugmyndir um eins konar þriðja hð
sem rýfúr póst/módemismatvenndina - eins konar and-módemisma eða
ómódemisma. Um leið gefst tækifæri til að velta fyrir sér ffamúrstefúu-
hugtakinu og tengslum þess við póst/módemisma - og ómódemisma.
***
Það er haft fyrir satt að bókmenntir og hstir séu lífvænleg fyrirbæri að-
eins vegna reglubundins hefðarrofs þegar nýjar stefnur eða hreyfmgar
brjóta gegn ríkjandi fagurfræði og listgildum (og jafúvel Hfsgildum);
rómantík, raunsæi, symbólismi, súrrealismi, nýja skáldsagan, sitúasjón-
ismi, o.s.frv. Hugtakið avant-garde er gjarnan notað sem merkimiði á rót-
tækar hreyfingar af þessu tagi en líka um „ffumlega“ einstaklinga og
helgimyndabrjóta (e. iconoclast). Orðið avant-garde, sem er fengið að láni
úr hemaðarfræðum, merkir uppmnalega „ffamvörður“ eða það að vera í
fyhángarbrjósti framrásandi hers.6 Hugtakið tilheyrir því, eftir orðanna
6 Um nánari skýringu á hugtakinu, m.a. um listræna og pólitíska merkingu þess og
túrlýsingar (manifestó) ffamúrstefnuhreyfinga, sjá Evrópska framiírstefnan - Yfir-
lýsingar, ritstj. Benedikt Hjartarson, Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, t.d. bls.
9-20 í „Inngangi“.
179