Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 265
HVER ER HRÆDDUR VTÐ NYFRAMURSTEFNUNA?
og sérstæði sem Benjamin tortryggði. Biirger er gagnrýninn á framúr-
stefnuna að öðru leyti, en í þessu heldur hann sig enn innan gildiskerfis
hennar.
Þótt skipan hans sem miðast við hetjulega fortíð andstætt gallaðri nú-
tíð sé einföld þá er hún ekki stöðug. Stundum er erfitt að greina á milli
þess sem tókst vel og eignað er sögulegu framúrstefnunni og þess sem
tókst illa og kennt er nýframúrstefnunni. Til dæmis heldur Búrger því
fram að sögulega framúrstefhan sýni ffam á að listrænn „stfll“ sé söguleg
venja og lítur á sögulega venju sem hagnýta „aðferð“ (18-19). Þessi tví-
benti leikur er grundvallaratriði í gagnrýni sögulegu framúrstefnunnar á
að fistin sé á einhvem hátt fýrir utan söguna og án markmiðs. En svo gæti
virst að þessi færsla frá stíl til aðferðar, frá „sögulegri runu af tæknileg-
um aðferðum“ tdl þess sem er „algerlega ósambærilegt og er til samtím-
is“ ffá eftirsögulegu sjónarhorni (bls. 63), ýti hstinni inn í heim tilviljun-
ar. Ef svo er, hvernig er þá þessi tilviljunarkennd sem ætluð er sögulegu
framúrstefnunni ffábragðin meintum fáránleika nýframúrstefhunnar,
„birtingarmynd sem er óvitræn og leyfir að henni sé gefin hvaða merk-
ing sem er“ (bls. 61)?18 Vissulega er munur þar á en það er aðeins stigs-
munur, ekki eðlis-, sem bendir til flæðis á milli þessara tveggja framúr-
stefna sem Búrger viðurkennir ekki að öðru leyti.
Ætlun mín er ekki að setja út á þennan texta tuttugu árum eftir útgáfu
hans; hvað sem öðru líður er kenning hans of mikilvæg og áhrif hennar
of mikil til að hægt sé að vísa henni vafhingalaust á bug. Eg vil frekar
endurbæta þar sem ég get, nota tvímælin í textanum sjálfum til að gera
hann margþættari. Einkum vil ég ýja að skiptum gegnum tíðina milli sögu-
legu framúrstefnunnar og nýframúrstefnunnar, flóknum venslum væntinga og
endurbyggingar. Frásögn Búrgers sem byggir á beinni orsök og afleið-
ingu, hrösun sem skilur á milli fyrir og eftir, hetjulegu upphafi og farsa-
kenndri endurtekningu, dugir ekki lengur til. Mörg okkar hafa þessa
sögu eftir án þess að velta henni svo mjög fyrir okkur - en slíkt felur í sér
mikið yfirlæti gagnvart sjálfum möguleika samtímalistarinnar.
Stundum kemst Búrger nálægt slíkri margþættingu, en á endanum
hverfur hann frá henni. Þetta kemur skýrast fram í umfjöllun hans um
18 Þetta á skylt við ásökun Greenbergs, sem er mikill andstæðingur framúrstefnu, sér
í lagi mínimalismans. Sjá grein hans „Recentness of Sculpture“ (1967), í Gregory
Battcock, ritstj,, Minimal Art, New York: Dutton, 1968. Sjá einnig 2. kafla \The Ret-
um ofthe Real, bls. 35-69].
263