Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 35
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
oftar má sp}Tja hvort módemismi virki sem hugtak í fjölþjóðlegu sam-
hengi - og þegar ég segi „virki“ á ég ekki við hvort hann „fonkeri“ sjálf-
krafa, heldur hef ég í huga það verk, það menningarstarf, sem unnið er í
og með hugtakinu. Eins og þegar hefor verið nefiit eru stór hugtök oft
svæði þar sem umræða og átök eiga sér stað. Þannig getur það gerst að
einn fræðimaður telur Thomas Mann erkimódemista, annar áhtur hann
eiga heima í gagnstæðum flokki og í huga þess þriðja er hann landamæra-
höfundur og sú staða hans vekur annars konar spumingar um fagurfræði
módemismans. En þegar einblínt er á „hstræna heild“ og „dýpt“, „víð-
tækari merkingarmynstur“, „miðlægni“ höfunda, hvemig misgengi sé
yfirstigið og hvemig gómaður sé hinn óhamdi andi - þá tel ég of langt
gengið í að hemja og beinlínis temja módemismann, og stugga brott
óþægindum og ögrunum og stórum spumingum. Lukács fæst við sumar
þeirra í áðumefiidri bók, hvort sem okkur Kka svör hans eða ekki. Sum-
ar, að hluta til þær sömu, ber á góma í lokakafla Mimesis, hins mikla rits
Erichs Auerbach um framsetningu raunveruleikans í evrópskri bók-
menntasögu. Fyrir honum er To the Lighthouse efdr Yirginiu Woolf ekki
verk sem safnast eða þéttist í „Hstræna heild“, heldur sér hann í verkinu
vott um menningarsundrun. I sögu Woolf sem og í Ulysses og fleiii skáld-
sögum, sem einkennast af margbreytilegri vitundarspeglun, er oft eitt-
hvað „raglingslegt eða hulið“, eitthvað sem er „fjandsamlegt þeim vera-
leika sem þær birta“.13
Raunar er athyghsvert að í tilgreindum bókum skyggnast bæði Lukács
og Auerbach í módemismann frá sjónarhófl sem mótaður er af síðari
heimsstyrjöldinni. Þriðja verkið sem leitar á hugann í því sambandi er
Doktor Faustus eftir Thomas Mann (1947), sem er skáldsaga en jafnframt
verk sem felur í sér könnun á módemisma í stjómmála- og menningar-
sögu Evrópu og spyr óþægilegra spuminga um samfélagstengsl, menn-
ingarrými og heimssýn í módemískri hstsköpun. Hér má jaíhframt
benda á að þótt mörg þekktustu verk módemismans séu samin snemma
á síðustu öld eða á milhstríðsáranum - og mörg talin fela í sér viðbrögð
við siðmenningarhruni fi'rri heimsstyrjaldar - þá verður verulegur
kippur í viðtökum hans eftir síðari heimsstyrjöldina og þá fyrst fá sumir
höfundar mikla athygh, t.d. Franz Kafka. Þetta sögulega sjónarhom kann
að hafa áhrif á mat okkar á módemismanum og þegar þetta er haft í huga
13 Erich Auerbach, Mimesis. Dargestellte Wirklichkeit in der abendldndischen Literatur,
Bem: A. Francke AG. Verlag, 1946, bls. 492.
33