Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 86
BENEDIKT HJARTARSON
Eimreiðarinnar bendir réttilega á að „Unglingurinn í skóginum“ hafi
verið fremur íhaldssöm tilraun samanborið rdð það sem nú tíðkist í Etn-
ópu: „hvað er sú Laxnesska á við sumar tízkustefnur nútímans í bók-
menntum og listum?“n Sveinn ver útgáfu kvæðisins f}TÍr þeirri gagnrýni
sem það mætti, en fordæmir um leið öfga ismanna og fagnar þ\Tí að
„tízkustefhur“ eins og „futurismus“, „expressíonismus“ og „dadaismus“
hafi „ekki enn náð neinum verulegum tökum á íslenzkri hst eða skáld-
skap“, því „vafalaust verð[i] íslenzk list svo best þegin, að hún lendi ekki
út í öfga „ismanna““.12 Dæmi um harðari gagnrýni á \dnnu með fagur-
fræði ismanna má finna í skrifum Alexanders Jóhannessonar í upphafi
þriðja áratugarins. Hann tengir fútúrisma Þórbergs \úð sálsýki og van-
skapnað13 ogverkjóns Stefánssonar við öfga „expressionista“, er hafi lát-
ið hrífast af „myndagerð menningarsnauðra þjóða og teikningum
barna“.14 Nærtækt virðist að skýra sfik viðbrögð með skírskotun til al-
þekktrar tímaskekkju íslenskrar bókmennta- og listasögu, þeirrar við-
teknu skoðunar að nýir fagurfræðilegir smaumar hafi jafnan borist hing-
að til lands um það leyti sem tími þeirra var að líða undir lok á
meginlandi Evrópu. Mætti þá halda því fram að sú symbólíska og síð-
rómantíska fagurfræði sem kynnt var hér á landi á öðium og þriðja ára-
tugnum undir formerkjum framúrstefhu hafi þrátt fyrir allt falið í sér
ögrandi nýjungar hér á landi. Þetta viðhorf er varasamt þegar fjallað er
um þriðja áratuginn, þegar tengsl við evrópskt menningarlíf eflast til
mtma og nýjar hugmyndir taka að berast mun skjótar hingað til lands.
Hér er einnig hætta á að ffæðimaðurinn gangi inn í mælskulist þeirra
höfunda og listamanna sem ættu að vera viðfangsefni rannsóknar hans. I
texta um Kjarval frá árinu 1950, fyrsta textanum þar sem orðinu fi-amúr-
stefna virðist bregða fyrir, kemst Laxness svo að orði, að þótt frumk\'öðl-
ar íslenskrar myndlistar (Þórarinn Þorláksson og Asgrímur Jónsson) hafi
„mentast af skandínavískri skólastefnu“ hafi list þeirra engu að síður ver-
ið „geysileg frammúrstefna fyrir okkur“.15
11 Sveinn Sigurðsson, „Við þjóðveginn“, Eimreiöin, 3/1925, bls. 193-201, hér bls. 195.
12 Sama rit, bls. 196.
13 Alexander Jóhannesson, „Nýjar listastefhur (Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins 9.
maí 1920)“, Óðinn, 1920, bls. 41M6.
14 Alexander Jóhannesson, „Um málaralist nútímans“, Eimreiiin, 1922, bls. 14—24, hér
bls. 21-22.
15 Halldór Kiljan Laxness, „Kjarval“, Jóhannes Sveinsson Kjarval, Reykjavík: Helgafell,
1950, bls. 5-28, hér bls. 11.
84