Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 195
OTIMABÆRAR BOKMENNTIR
Hann hafnaði þó ekki framúrstefhuheitinu alfarið en sagði: „Fræðileg
staða mín [...] er að vera bakvörður ffamúrstefrmnnar.“37 Og ennffemur
sagði hann: „[...] að vera avant-garde [framvörður], það er að vita hvað er
dautt; að vera arriere-garde [bakvörður], það er að unna því enn.“38
I sama ljósi er Megas, rétt eins og Barthes, ekki ffamvörður eða avant-
garde heldur í besta falli „bakvörður“ framúrstefhunnar: hann fer ekki
bara fram heldur aftur eða kannski blínir hann í baksýnisspegiUnn á hraðri
för ffam á við, eins og Baudelaire. Skáldskapur Megasar í söngvummi og
prósanum er á einhvem hátt fom/nýr í sér og „sadískur“. Sama skal þá
gilda fýrir föðurfigúruna William S. Burroughs og þá sem slást í hópinn
hér að neðan. En prósi Megasar, og reyndar söngvarnir líka, er að þessu
leyti andborgaralegur, satírískur andófstexti. Við þetta má bæta að hann
er líka and-bókmenntalegur; stríðir gegn háleitum hugmyndum um
„fagurbókmenntir“. Megas skrifar sig einnig inn í skatólógíska hefð þar
sem fyrir em áðumefiidm: Burroughs, markgreifinn af Sade og fleiri.
Ahrif Burroughs á Megas, hugmyndafræðilega og beint í prósanum,
em augljós og skyldleiki Bjöms og Sveins við Nakinn málsverð er órækur.39
Meðal þeirra nöktu rétta sem Burroughs reiðir fram í skáldsögunni, sem
var bönnuð á sínum tíma, em misþyrmingar, nauðganir og hengingar
ungra karla og drengja með (sáð)látum. Þær senur em reyndar tilvísun í
skrif erkisadistans, markgreifans sjálfs, de Sade. Þar með er komin ómód-
37 Tilvitnunin er fengin hjá Compagnon, Les antimodemes, bls. 419 en staðhæfingu
Barthes er að finna í grein hans, „Réponses“ í Œuvres completes, ritstj. Eric Marty,
París: Editions du Seuil, 2002, 5. bindi, bók III, bls. 1038. „[...] ma propre propos-
itáon théorique [...] est d’étre á Parriére-garde de Pavant-garde“.
38 Compagnon, bls. 13 „[...] étre d’avant-garde, c’est savoir ce qui est mort ; d’étre
d’arriére-garde, c’est Paimer encore.“ Sjá „Réponses“, bls. 1038.
39 Beat-skáldin voru undir meðvituðum áhrifum frá sögulegri framúrstefhu, einkum
dada og súrreahstum, enda eru Beat-bókmenntir gjaman kenndar við avant-garde.
Lítið fór þó fyrir formlegum yfirlýsingum eða manifestóum. Beat-skáldin tóku eink-
um til sín afstöðu súrrealista og dadaista til listarinnar; að hstin ætti að sameinast líf-
inu og að allir gætu iðkað hana. Burroughs og vinur hans, málarinn Brion Gysin,
vísuðu í skyndiljóð dadaistans Tristans Tzara, sem hann dró upp úr hatti í miða-
formi, og bentu á að með khppitækninni, mt-up eða collage, gætu allir búið til ljóð á
staðnum: þ.e. með því að khppa í sundur blöð með textum og líma khppurnar sam-
an aftur en ekki á réttan stað og mynda þannig nýjan óútreiknanlegan texta. Bur-
roughs var líka yfirlýsingaglaður og mótaði líf sitt og hst með slagorðum. Hann tók
t.d. meðvitaða ákvörðun um að sökkva sér í spillingu („I will steep myself in vice“)
og snúa þannig baki við sínum borgaralega bakgrunni. Eitt af mottóum hans, sem
gæti verið slagorð ómódemismans í vissum skilningi, var: „Ekkert er satt, allt er
leyfilegt.“
W3