Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 272
HAL FOSTER
sem hann sýnir fram á er að málverkið er bundið hefð\ það að hann gat
afmarkað það við gmnnliti á aðskildum flötum í listrænu og pólitísku
samhengi með tilteknum leyfum þess og kröfum - það er sá eiginleiki
þess sem skiptir sköpum. Og íþessufelst engin afdráttarlaus yfirlýsing um
listastofiiunina. Það er augljóslega ekki hægt að aðskilja hefðir og stofnun
en þær eru heldur ekki hið sama. Annars vegar stýrir listastofnunin ekki
fagurfræðilegri hefð að öllu leyti (það væri of mikil nauðhyggja); á hinn
bóginn er listastofnunin ekki mynduð af þessari hefð að öllu leyti (það
væri urn of í anda formalisma). Með öðrum orðum: listastofnunin ramm-
ar ef til vill inn hinar fagurfræðilegu hefðir en hún myndar þær ekki. Þessi
leiðbeinandi greinarmunur getur ef til vdll hjálpað okkur að greina
áherslur sögulegu framúrstefhunnar og nýframúrstehiunnar. Ef sögulega
ffamúrstefhan leggur áherslu á hefðina, þá leggur nýffamúrstefhan
áherslu á stofnunina.
Setja má fram skyld rök um Duchamp, þegar hann merkti hlandskál
með dulnefhi árið 1917. Með einlitaverkum Rodtsjenkos eru grmid-
vallarþættir ákveðins miðils skilgreindir innan frá, en aðföng Duchamps
tjá framsetningarskilyrði listaverksins utan ffá, með Ifamandi hlut. Ahrif-
in eru samt sem áður þau að svipta hulunni af venjubundnum mörkum
listarinnar á ákveðnum tíma og stað - hér er enn á ný um að ræða grund-
vallareiginleika (augljóslega eru aðstæður dada í New York árið 1917 og
sovéska konstrúktívismans árið 1921 gagnólíkar). Og í þessu tilfelli felm'
þetta ekki heldur í sér neina sérstaka skilgreiningu á listastofnmhnni, að
frátöldum hneykslisröddunum sem risu upp á staðnum vegna þessa ótdð-
urkvæmilega hlutar. Raunar afhjúpaði hin fræga höfhun Society of Inde-
pendent Artists á Goshrunninum fremur orðræðumörk þessarar stofnun-
ar en verkið í sjálfu sér.28 Hvað sem öðru líður þá er verk Duchamps, eins
ond Time: A Paradigm Repetition of the Neo-Avant-Garde“, October 37 (sumar
1986), bls. 43-45.
28 En er hægt að greina þetta verk ffá höfhuninni á því? Það má einnig halda því ffam
að stefna Society-sýningarinnar - að raða öllum sem þar komu ffam í staffófsröð -
hafi brotið fleiri mörk en Gosbrunnurinn (þrátt fyrir þá staðreynd að höfnun þess
beindist í öfuga átt við þessa stefnu). I öllu falli setur Gosbrunnurinn fram spurning-
una um hið ósýningarhæfa: það er ekki sýnt, síðan glatast það, síðar er gert annað
eintak, og það kemst að lokum á afturvirkan hátt inn í orðræðu nútímalistarinnar
sem grundvallarverk. Minnisvarði um III. alþjóðasambandið er ólíkt dærni um verk
sem verður að blæti sem hylur eigin fjarveru, ferli sem ég velti fyrir mér hér á eftir
út ffá hugtakinu áfall. Hið ósýningarhæfa er sitt eigið ffamúrstefhuviðmið, sín eig-
in hefð, allt frá Salon des Refusés að Secession-hreyfingunum og áffam. Greina þarf
270