Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 189
OTIMABÆRAR BOKMENNTIR
Amódemismi: Annaðhvort-eða / bæði-og?
Timothy S. Murphy gerir tilraun til að brjóta upp tvenndarhyggju
póst/módernismans í rarmsóknarriti sínu um bandaríska rithöfundinn
Mhlham S. Burroughs. Murphy notar í þessum tilgangi hugtakið amodem
til að skilgreina stöðu Burroughs sem hefur hvort tveggja verið kenndur
við módemisma og póstmódernisma.19 Hann leggur til þriðja liðinn til að
komast hjá póst/módernismadíalektíkinni og til að brjóta upp annað-
hvort/eða kvöðina, en í henni á skipbrot módernismans að hafa í för með
sér tómleika póstmódernismans. Murphy bendir á að Kta megi á orðið
sem misleitinn þriðja lið, rétt eins og orðið „amoral“ (eitthvað sem ekki
verður metið á siðferðilegan mælikvarða: án siðferðis(skyns)) er í tengsl-
um við „moral“ (siðferðilegur, siðrænn) og „immoral“ (ósiðlegur, siðlaus).
Amódemismi, rétt eins og póstmódemismi, gengst við strandi módern-
ismans, einkum hvað varðar díalektíska framþróunar- og frelsishyggju, án
þess að verða fyrir vikið neikvæði hðurinn í tvenndinni. Amódernismirm
er því, eins og ómódemisminn, ekld annaðhvort-eða heldur bæði-og.
Hægt væri að þýða amodemism með orðinu „ómódernismi“ en í bili
ætla ég að greina á milli hugtakanna og nota orðið „amódernismi“ sem
beina þýðingu hins fýrrnefhda. Hugtökin em skyld en amódernismi er
útópískara hugtak en hæfir ómódernismanum, í þeirri merkingu sem
Murphy ljær því, auk þess sem hann ætlar amódernismanum mun ítar-
legra og pólitískara hlutverk en ómódernisminn er reiðubúinn að taka á
sig á þessu stigi. Þrátt fýrir neikvætt forskeyd er ýmislegt „jákvætt“ við
amódernismann og honum er greinilega stefnt gegn íróníu og meintu
kæruleysi póstmódernismans:
Amódemískar bókmenntir, ef við samþykkjum í bih þá djörfu
staðhæfingu að [amódemismi] sé til, spretta upp úr loforði Elli-
19 Sjá skilgreiningu á „amodemism“ í Timothy S. Murphy, Wising up the Marks: The
Amodem William Burroughs, Berkeley og Los Angeles: University of Califomia
Press, 1997, bls. 16—45. Hugmyndin um eins konar and-svar við módemisma og
síðar póst/módemisma er ekki ný af nálinni en Ihab Hassan skilgreindi anti- eða
and-módemískar bókmenntir upp úr 1960 eða nokkru áður en póstmódernismi
komst í hámæli. Hassan vildi með því rýma til fýrir and-húmanískum, and-módem-
ískum bókmenntmn, sem gangast við framsetningarvanda sínum er rekja má aftur
til Nietszches. Síðar tókst Hassan einnig á við póstmódemisma. Vert er að hafa í
huga að margir leggja enn áherslu á and-ófið í forskeytinu „póst-“ við módemisma;
Bruno Latour talar um non-mode7-nism og Antonio Negri um anti-modemity. Sjá t.d.
Timothy S. Mttrphy, sama, bls. 2.
187