Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 136
SASCHA BRU
nú sýna með því að ræða stuttlega nokkur viðfangsefni sem koma íti'ek-
að fyrir í hvorum hluta fyrir sig, þá hefur mikið starf þegar verið unnið á
þessu sviði. Það getur þó verið að rannsókna á framúrstefnunni í fram-
tíðinni, þeirra bóka sem enn hafa eklá verið skrifaðar ef svo má segja, bíði
áskorun sem felist í því að sameina þessa t\'o hluta. Eins og við munum
sjá þá mætti svara þessari áskorun með því að rannsaka eim frekar inn-
byrðis tengsl á milli nútímalýðræðis og ffamúrstefnu.
Pólitík
Fræðimenn á sviði framúrstefhu hafa lýst hinu áþreifanlega, stofnana-
bundna sviði „pólitíkur“ á mismtmandi hátt. Eins og margir hafa bent á,
með skírskotun til Max Webers, þá eru bæði hið pólitíska svið og svið
fagurfræðinnar afurðir nútímavæðingar samfélagsins þar sem þróunin
hefur stefht að því að aðgreina áhrifasvæði samfélagsins á borð við lög-
gjöf og hagkerfi, en einnig stjórnmál og list. Burger, Habermas og Bour-
dieu hafa, hver á sinn hátt, ýjað að því að hið listræna svið hafi öðlast auk-
ið sjálfstæði eða sjálfsforræði í samfélagi nútímans. En eins og hefur
komið sífellt skýrar í ljós, bæði í félagsfræðilegum rannsóknum sem og
rannsóknum á framúrstefnunni, þá breytti þetta aukna sjálfstæði ekki
neinu um hið órjúfanlega samband milli listar og samfélags. Þar að auki
bindur menningin saman bæði pólitík og list. Eins og Charles Taylor og
fleiri hafa bent á, er aldrei hægt að greina pólitík, fremur en armað, frá
menningunni.23 Pólitíkin tekur einnig þátt í táknrænum, gagnkvæmum
skiptum á hugmyndum, tilfinningum og almennum viðbrögðum. Það
sem mótar þetta táknræna, menningarlega flæði eru aftur á móti nokkur
félagsfræðileg ferli sem mætti kalla tæknilega, efhahagslega og pólitíska
nútímavæðingu eða lýðræðisvæðingu, eins og frarn kemur í bók Ray-
monds Williams, The Long Revolution (1961).
Það er til dæmis sjálfsagðara en segja þarf, að tæknilegar ffamfarir í nú-
tímafjölmiðlun, í kvikmyndum, útgáfu, dagblöðum og tímaritum o.s.fnt,
höfðu áhrif á bæði módernísku ffamúrstefiiuna og þá sem tóku þátt í póli-
tík á þeim tíma. Eitt atriði, svo dæmi sé tekið, sem tengist tæknilegri nú-
tímavæðingu og stingur ítrekað upp kollinum í greiningu á tengslum
ffamúrstefhu og pólitíkur, er hin óslitna, ef ekki eilífa, barátta milli mynd-
23 Charles Taylor, „Tvo Theories of Modernity", Tbe Intemational Scope Review, 3:5
(2001).
134