Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 235
SJALFSTÆÐI LISTARINNAR
drottnunaráru,15 hneigð til að höfða til fjöldans [...] og áherslu á upp-
fræðslu og skýr pólitísk skilaboð í stað fagurfræðilegs seiðmagns“.16
Þannig staðfestir Bredekamp óaívitandi það hefðbundna sjónarmið að
afstöðulist sé ekki „sönn“ list. Enn afdrifaríkari er þó sú staðreynd, að já-
kvætt \áðhorf Bredekamps til siðaboðskapar í listum leiðir til þess að
hann vanmetur mikilvægi þeirrar frelsunar sem býr í aðgreiningu hins
fagurfræðilega seiðmagns frá trúarlegu samhengi. Sé ætlunin að greina
þverstæðnr þess ferlis sem leiðir til sjálfstæðis listarinnar, er nauðsynlegt
gera hér greinarmun á uppruna og virkni. Það kann að vera að fyrstu
verkin sem buðu hið fagurfræðilega fram sem sérstakan hlut er viðtak-
andinn gæti notið hafi í uppruna sínum verið tengd drottnunaráru, en
þetta breytir engu um þá staðreynd að í framvindu sögunnar gerðu þau
ekki aðeins tiltekið afbrigði (fagurfræðilegs) unaðar mögulegt heldur
lögðu þau einnig sitt af mörkum við sköpun þess athafnasviðs sem við
köllum hst. Með öðrum orðum: gagnrýnin fræði geta ekld leyft sér að af-
neita hreinlega ákveðinni tdið hins þjóðfélagslega veruleika (sem sjálf-
stæði listarinnar er) og einblína síðan á ákveðnar tvenndir (drottnunar-
áru andspænis hst sem höfðar til fjöldans, fagurfræðilegt seiðmagn
andspænis uppfræðslu og skýrum pólitískum skilaboðum); shk fræði
verða að takast á við þá díalektík listarinnar sem Benjamin hefur dregið
saman í eina setningu: „Aldrei hefur verið til sú heimild um siðmenningu
sem ekki vottar jafhframt um vilhmennsku/11 Setningu Benjamins var
15 Hér og annars staðar í þessari þýðingu er orðalagið „listþrungin drottnunarára“ not-
að sem þýðing á orðasambandinu „kunsterfullte Herrschaftsaureatik“ í texta Brede-
kamps. Orðasambandið er að nokkru leyti dæmigert fyrir þá mælskubst sem einkenn-
ir mamska fagurfræði þessa tíma og Biirger gagnrýnir nokkuð í framhaldinu. Með
,4istþrunginni drottnunaráru“ er vísað til þeirrar marxísku gagnrýni á borgaralega
fagurfræði, sem leggur megináherslu á rætur listsköpunar í helgisiðum. I slíkri
gagnrýni er jafnan bent á hvemig upprunalegt, trúarlegt dýrkunargildi hstsköpunar
ummyndist í upphafha mynd hins sjálfstæða hstaverks í borgaralegri fagurfræði og
þjóni þannig sem hrein birtingarmynd og réttlæting ríkjandi valdaafstæðna. Sú um-
ræða sem hér um ræðir byggir í meginatriðum á kenningum Walters Benjamin um
áru listaverksins og frelstm þess úr viðjum helgisiðanná. (Sjá W. Benjamin, „Lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, þýð. Ami Oskarsson og Hjálmar Sveins-
son, Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar. Prjár ritgerðir, ritstj. Hjálmar Sveins-
son, Bjartur/ReykjatákurAkademían: Reykjavík, 2000, bls. 10-43. Þýð.)
16 Bredekamp, Autonomie und Askese, bls. 169.
1 Walter Benjamin, „Geschichtsphilosophische Thesen“, llluminationen. Ausgrœáhlte
Schrrften, 1. bindi, ritstj. Siegfried Unseld, Frankfurt am Main, 1971, tesa 7 (sjá „Um
söguhugtakdð", þýð. Guðsteinn Bjamason, Hugur 2005, bls. 30).
233