Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 224
GAUTI KRISTMANNSSON
öllu heldur) er stillt upp andspænis ekki minni mönnum en Eggerti
Olafssyni, Jónasi Hallgrímssyni og Guðmundi Finnbogasyni, sem reynd-
ar voru nú allir duglegir að flytja inn erlendar hugmyndir.39 Þetta er auð-
vitað hið fínasta kompaní, en frekar haldlítið sem röksemd við upphaf 21.
aldar að mínum dómi.
Athyglisverðara í þessu samhengi er þó að líta á niðurstöður tdðhorfs-
könnunar til erlendra máláhrifa sem gerð var í tengslum Hð þessa rann-
sókn, sem Kristján vísar til, og voru henni gerð góð skil í M.A.-ritgerð
Hönnu Óladóttur, Pizza eða flatbaka. Viðhorf 24 Islendinga til erlendra
máláhrifa í íslensku. Sú könnun sneri að 24 Islendingum og voru tekin við
þá svokölluð „djúpviðtöl" til þess að fara í saumana á viðhorfum viðmæl-
enda til hreintungustefnu og til nýyrða. Vissulega voru viðmælendur, rétt
eins og almenningur í skoðanakönnuninni, nokkuð jákvæðir gagnvart
hreinmngustefhu eins og fram kemur í ritgerð Hörmu, en þegar þeir
voru spurðir nánar út í hugtakið kom annað í ljós.40 Þá var allt í einu
meirihluti orðinn andvígur hreintungustefnu (11 af 19) og skilgreindi
hana með mjög neikvæðum hætti.41
Sömu sögu er að segja af hryggjarstykki íslenskrar málstefnu; þótt
mikill meirihluti sé fylgjandi nýyrðasmíði þá virðist það breytast við nán-
ari athugun. Svo vitnað sé til samantektar Hönnu um þennan þátt rann-
sóknar hennar: „Almenn niðurstaða þessa kafla er að viðmælendurnir séu
fylgjandi því að búin séu til nýyrði. En svo er að sjá sem notkun þeirra sé
ekki alveg sjálfsögð, a.m.k. eru ekki allir jafnharðir á að það eigi að nota
þau.“42 Þetta er athyglisverður munur; almennt er þetta ágætt, en þegar
kemur að því að nota orðin þá kemur annað hljóð í strokkinn og virðist
þetta vera í ágætu samræmi við skoðanir „tölvufólksins“ hér að ffaman.
Viðhorfin til aðlögunar á erlendum orðum eru langt ffá því að vera nei-
kvæð þegar nánar er að gáð eins og Hanna segir í samantekt sinni:
Nýyrðaleiðin er ekki eina leiðin sem til greina kemur því að
viðmælendurnir eru almennt mjög jákvæðir gagnvart því að
laga erlend orð að íslensku. Miklum meirihluta finnst þessar
tvær leiðir jafhgjaldgengar sem kemur nokkuð á óvart miðað
39 Sama rit, bls. 128.
40 Hanna Oladóttir, Pizza eða flathaka. Viðborf24 lslendinga til erlendra máláhrifa, ritg.
til M.A.-prófs, Háskóla íslands, 2005, bls. 128-137.
41 Sama rit, bls. 134.
42 Sama rit, bls. 170.
222