Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 27
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
sem samtímasagan er“.4 í þessari yfirlýsingu - og raunar allri grein Eli-
ots, sem minnir um margt á „manifestóin“, stefnuyfirlýsingarnar, sem
áberandi voru á þessum tíma - hafa menn gjarnan þóst sjá óbeina vísun
til hans eigin verka, ekki síst Eyðilandsins. Og skírskotunin til dadaismans
er athyglisverð í þessu sambandi. Kannski Eliot hafi talið líkur á að dada
hefði lánast að smokra sér inn í ljóðabálk hans og staðfesta þar með rót-
tækni hans og formbyltingu, ólguna sem til verður í brotasafni hans, hver
svo sem hin klassíska ætlun höfundarins kann að hafa verið eða löngun
til að byggja að nýju úr rústum sögunnar og samtímans. Og þó að það
„da da da“ sem sjá má í Eyðilandinu sé sótt í hindúísk lífsspekirit, tekið úr
orðunum „datta, dayadhvam, damyata“ (gefið, skiljið, stýrið), þá heyrir
lesandi, í fánýtisflæmi nútímans, samt dadaískan þrumugný:5
[...]
The jungle crouched, humped in silence.
Then spoke the thunder
DA
Datta: what have we given?
My friend, blood shaking my heart
The awfúl daring of a moment’s surrender
Which an age of prudence can never retract
By this, and this only, we have existed
Which is not to be found in our obituaries
Or in memories draped by the beneficent spider
4 T.S. Eliot, „Ulysses, Order, and Myth“, Selected Prose ofT.S. Eliot, ritstj. Frank Ker-
mode, New York: Harcourt Brace Jovanovich / Farrar, Strauss and Giroux, 1975,
bls. 177.
5 T.S. Eliot, The Complete Poems and Plays ofT.S. Eliot, London og Boston: Faber and
Faber, 1969, bls. 74. Sbr. The Waste Land / Eyðilandið, þýð. Sverrir Hólmarsson,
Reykavík: Iðunn, 1990, bls. 34-35 og 59.
[...]/ Skógur í hnipri skaut þögull upp kryppu. / Þá sagði þruman / DA / Datta: hvað
gáfum við? / Blóð brærir hjarta mitt, vinur / sú ógnardirfska að gefa sig allan tun
stund / sem endalaus hyggindi aldrei fá numið á brott / en íyrir þetta og þetta eitt
höfum við bfað / sem aldrei kemur fram í eftirmælum / né minningum þöktum af
græðandi köngurló / né undan innsigb er grannvaxinn lögmaður rýfur / í auðum
herbergjum okkar / DA / Dayadhvam: ég hef heyrt lykil / snúast í skrá og snúast einu
sinni / við hugsum um lyldl, hver í sinni prísund / með hugsun um lykil staðfestir
hver sína prísund / en við sólsetur lífgar loftkenndur kvittur/ brotinn Kóríólanus eitt
andartak / DA / Damyata: báturinn brást glaðvær / við hreyfingu handar sem kunni
á árar og segl / [...]
25