Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 258
HAL FOSTER
kemur fram á ný? Er tíminn eftir stríð aðeins órárk endurtekning á tím-
anum fyrir stríð eða bregst nýframúrstéfnan við sögulegu framúrstefnunni
efdr leiðum sem við höfum ekki getað skilið fýrr en í dag?
Fyrst mun ég svara stuttlega spurningunni sem varðar söguna; síðan
mun ég skoða ffæðilegu spurninguna sem snýst um tíma og ffásögn
framúrstefnunnar. Umfjöllun mín um afturhvarf til aðfanga dadaismans
og formgerða konstrúktívismans mun ekki koma á óvart. Þrátt fýrir ólíka
fagurfræði og pólitík þá fylgir báðum þessum aðferðum að dregin er í efa
hin borgaralega forsenda sjálfstæðrar listar og hins túlkandi listamanns,
sú fyrri með því að taka hversdagslegum hlutum opnum örmum án þess
að skeyta um fagurffæði, sú síðari með því að nota efnivið úr iðnaði og
umbreyta hlutverki listamannsins (einkum á iðnframleiðslutímabilinu,
þegar listamaðurinn tók þátt í áróðursherferðum og vann í samstarfi við
verksmiðjur).8 Dada og konstrúktívismi gáfu norður-amerískmn og
vestur-evrópskum listamönnum seint á sjötta áratugnum og snemma á
þeim sjöunda kost á tveimur sögulegum leiðum, sem voru ólíkar því
móderníska líkani sem ríkjandi var á þessum tíma, þ.e. formhyggjunni
sem hverfðist um miðilinn sjálfan, sem átti rætur í skrifum Rogers Fry og
Clives Bell um síð-impressjónismann og því sem fylgdi í kjölfarið, en
Clement Greenberg og Michael Fried mótuðu hana enn frekar með
New York-skólanum og því sem fýlgdi í kjölfar hans. Þetta líkan byggir
einkum á því að móderníska málverkið sé í eðli sínu sjálfstætt, skuld-
bundið hugsjóninni um „merkingarbært form“ (Bell) og „hreina sjón-
rænu“ (Greenberg). Fistamenn sem ekki voru sáttir við þetta drógust því
að þeim tveimur stefnum þar sem leitast var við að komast undan þessu
meinta sjálfstæði: að skilgreina listastofnunina út frá þekkingarfræðilegri
körrnun á fagurfræðilegum hugkvíum hennar og/eða eyðileggja þær í
anarkískri árás á formlegar venjur þeirra, eins og dada gerði, eða um-
breyta þeim á efnishyggjulegum forsendum byltingarsamfélagsins, eins
og rússnesku konstrúktívistarnir gerðu - í öllu falli að endurstaðsetja list-
ina, ekki aðeins í samhengi við hversdagslegt rými og tíma heldur einnig
samfélagshætti. (Sú staðreynd að hinn ríkjandi móderníski listháttur lét
þessar aðferðir sig engu skipta, gerði þetta að sjálfsögðu enn meira heill-
8 Báðum þessum skýringum þarf að taka með fyrirvara. Ekki eru öll aðföng hvers-
dagslegir hlutir og þó ég sé ekki hlynntur fagurfræðilegum túlkunum á aðföngum,
þá bera þau ekki öll vitni um fagurfræðilegt skeytingarleysi. Hvað varðar konstnákt-
ívismann þá mættu iðnaðarhugsjónir stefnunnar ýmsum hindrunum, til dæmis hvað
varðar efnivið, þjálfun, samstarf við verksmiðjur og menningarpólitík.
25Ó