Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 49
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
mikið fagurfræðilegt og sögulegt listgildi. Þegar þær makalausu fregnir
bárust um Goshnnn R. Mutts síðastliðinn vetur að maður á áttræðisaldri
hefði verið handtekinn á Pompidou-safninu í París „eftir að hafa ráðist á
klósettskálina með hamar að vopni“ og að skálin hefði verið send í við-
gerð, hvarflaði fyrst að manni að þarna hefði verið roskinn en sívökull
framúrstefnumaður á ferð að fremja gjöming og skapa nýtt framúr-
stefnuverk með skemmdarverki, helgimyndarbroti.34
I verkum Kafka eru ýmis dæmi um sviðsetningar sem freistandi er að
túlka sem framúrstefnugjöminga og jafhframt sem íhuganir um tengsl
listar og annarra þátta mannlegrar tilvistar, allt frá hversdagslífi tdl æðstu
valdastofhana, en jafhframt bregður húmor Kafka hér á leik. I Réttar-
höldunum gegnir myndlistin umtalsverðu hlutverki á þessum nótum, eins
og fram kemur þegar sakborningurinn K. virðir fyrir sér portrettmyndir
af dómurum og svo enn frekar þegar hann hittir listmálarann Titorelli
sem er nátengdur hinum undarlega dómstóli og útskýrir fyrir K. hvern-
ig haxm geti snúið sér í málatilbúnaði en selur honum líka þrjú málverk
sem öll virðast þó nákvæmlega eins; sama heiðalandslagið. YAmeríku lær-
ir Karl Rossmann á píanó en lendir fullsnemma í því að halda „tónleika“
og leikur þar lítið lag sem átti að spila hægt en „hann böðlaðist gegnum
það í harkalegasta marstakti“. F.kki virðist þó miklu merkilegri tónlist
berast frá hinni miklu söngkonu, Brúneldu, sem Karl kynnist síðar, því
hún öskrar „tímunum saman. Nágrannarnir bönnuðu henni að syngja,
en enginn getur bannað henni að öskra“.35 Eiginlega verður hér að strika
yfir orðið hst þótt það fyrirbæri sé til meðferðar hjá Kafka. Miklu ítar-
legri útfærslu á samspili fagurfræði og andfagurfræði tónlistar má raunar
lesa í tveimur af styttri sögum Kafka, „Söngvarinn Jósefína eða Músa-
þjóðin“ og „Rannsóknir hunds“.
í sögum Kafka er fet alls ekki laus við kímni en hún er samt ekkt mild
eða þægileg. Þótt helgidómi hennar sé svipt burt er hún eftir sem áður
ákallandi; hún er fyrirbæri sem snertir mörk menmngar og jafnvel
mennsku og þar með líkamann; hún er tengd annarleikanum órjúfandi
böndum og kannski líka skortinum, eins og glöggt má sjá í söguruu
„Hungurlistamaður“. Þar fjallar Kafka um tengsl hstar, líkama, lífs-
tilgangs og viðtakenda: ef taka á mark á afrekum htmgurlistamannsins
verður einhver að fylgjast með því að hann leggi sér ekkert tdl munns.
34 Sbr. Morgunblaðið, 7. janúar 2006 (bls. 28).
35 Franz Kafka, Ameríka, bls. 70 og 180.
47