Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 37
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
an vébanda þjóðlegrar bókmenntasögu, en eins má móta módernismann
á þennan hátt í alþjóðlegu samhengi. Þá verður evrópskur módernismi
framtak úrvalshóps; í honum eru kannski Yeats, Joyce, Eliot, Woolf,
Strindberg, Musil, Kafka, Proust, Rilke, Pirandello - og svo bætist
Faulkner við ef við færum okkur til Norður-Ameríku. Ef átökin standa
fyrst og fremst um afmörkun hefðarveldisins, þá má hnika til í hópnum
með nýjum höfundum; um alllanga hríð hefur verið lögð áhersla á að
fjölga konum: Marianne Moore, Gertrude Stein ... á Norðurlöndum er-
um við svo heppin að eiga (meira að segja fremur snemma á 20. öld)
Edith Södergran ... og þannig mætti áfram halda.16
Þessari aðferð við að móta, rökvæða og réttlæta módernismann höfðu
þeir Bradbury og McFarlane raunar lýst vel fyrir 3 0 árum í greininni sem
vitnað var til hér í upphafi:
Nú tóku hin miklu afburðaverk alls þessa framtaks að rísa upp
úr í mikilvægi sínu; og ný tóku að birtast, sprottin úr umtals-
verðum jarðvegi framúrstefhuumræðu og athafhasemi. Eíér
mátti oft sjá hvernig hinn móderníski aflvaki reis upp yfir þá
viðleitni sem hafði ýtt og þröngvað fram nýjum háttum, nýjum
væntingum. Og verk eins og Ulysses, Eyðilandið eða Dúínó-
tregaljóðin eru gjömingar nútímalegs ímyndunarafls sem aldrei
verða útskýrðir út frá nokkurri hreyfingu.17
Hér er að birtast nokkuð skýr tvenndarmynd: annars vegar hreyfingin,
hópeflið, tilraunastarfsemin, leitandi og ómarkviss deigla framúrstefh-
unnar, hins vegar mótun módernísks hefðarveldis sem hefur sig upp yfir
andófsstöðu sína og endurreisir heimsmyndina á fagurfræðilegu plani
þar sem hið einstaka hstaverk trónir í hásæti ásamt með skapara sínum.
16 Mörgum hafa þótt karlmenn fyrirferðarmiklir í módemískum hefðarveldum, en
hlutur kvenna í þeirri sögu hefur verið réttur í ýmsum ritum síðustu áratugina. Sjá
t.d. Shari Benstock, Wbnien ofthe Left Bank: Paris, 1900-1940, Austin: University of
Texas Press, 1986; Bonne Kime Scott, ritstj., The Gender of Modernism: A Critical
Anthology, Bloomington og Indianapolis: Indiana University Press, 1990; Marianne
DeKoven, Rich and Strange: Gender, History, Modemism, Princeton: Princeton Uni-
versity Press, 1991; Margaret DicUe og Thomas Travisano, ritstj., Gendered
Modemisms: American Women Poets and Their Readers, Philadelphia: University of
Pennsylvania Press, 1996; Vivian Liska, Die Modeme, ein Weib, Tiibingen: Francke,
2000.
17 Malcolm Bradbury og James McFarlane: ,JV[ovements, Magazines and Manifestos",
bls. 204-205.
35