Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 184
GEIR SVANSSON
kallaðar póstmódernískar) séu franskir hefur notkun orðsins og hugtaks-
ins í Frakklandi verið mun minni en á enskum málsvæðum og víðar, svo
sem í Þýskalandi og á Norðurlönduin. „Póstmódernisnu“ hefur í Frakk-
landi fram á síðustu ár að mestu leyti verið óþarfur. Þeir fræðimenn sem
helst eru kenndir við póstmódernisma og eru sagðir „póstmódernistar“,
t.d. sjömenningarnir hér að ofan, hafa séð htla þörf fyrir að nota orð-
ið/hugtakið, nema helst Lyotard, en allir hafa þeir þvertekið fyrir að vera
„póstmódernistar“ - sem á ensku er hnjóðsyrði, einkmn þegar það er haft
um fræðimenn eða heimspekinga. Það er því ekki til neinn skóli póst-
módernista sem boðar eða byggir á heildstæðri hugmyndafræði með það
fyrir augum að „koma á“ póstmódernisma. En vissulega felur póst-
módernísk eða öllu heldur póststrúktúralísk afstaða, sem rúmar ólíka
fræðimenn og hugsuði, í sér gagnrýni, en einkum greiningu á (módern-
ískri) hugmyndafræði, vísindahyggju og ffamfaratrú.
Þrátt fyrir botnlausa umfjöllun undanfarna áratugi um díalektík eða
tvenndarátök módernisma og póstmódernisma, hefur enn ekki tekist að
leggja fram einhlítar skilgreiningar á hugtökunum, sérstaklega á það við
um hið síðarnefnda. Þrátt fyrir það veit núorðið nær hvert mannsbarn
svona nokkurn veginn um hvað málið snýst, en hefð er fyrir því að skýra
málið með tvenndarstiklum yfir hyldjúpan lækinn: frumleiki/endur-
vinnsla; stílhreinleiki/stílblöndun; form/frásögn; hlutlægni/huglægni;
dýpt/yfrrborð; o.s.frv. Það telst svo grundvallarmunur að í póstmódern-
isma hefur framfaratrú vikið fyrir íróníu. Skilgreiningarnar verða þó
aldrei hreinar og póst/módernismi (þ.e. póstmódernismi og módernismi)
skarast fram og aftur. Það skýrir ef til vill hvers vegna avant-garde hug-
takið er notað um hvort tveggja póst/módernisma.
Skilgreiningar í kringum póst/módernisma skila nú orðið harla lidu:
Við erum litiu bættari að vita að Thor Vilhjálmsson er módernisti en
Kristín Omarsdóttir póstmódernískur höfondur. Hvað er annars póst-
módernískur höfúndur? Er það Don Delillo eða Bragi Olafsson, en þeir
lýsa báðir póstmódernu ástandi (og væri hægt að kalla eins konar ný-
existensíalista, en „angistin“ orðin írónísk)? Eða, er það Kathy Acker sem
stundar ritstuld, endurvinnslu, klám (porno) og „léleg“ skrif? Eða íróníu-
og orðaleikjameistarinn Hallgrímur Helgason sem margir mundu kalla
erkitýpískan póstmódernista? 101 Reykjavík hefur verið líkt við Tómas
Jónsson, ?netsölubók, eftir Guðberg Bergsson. Sú fyrri gæti verið eins kon-
ar uppfærsla á þeirri síðari. Hvor um sig er eins konar tímamótabók í ís-