Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 167
HVAR EIGUM VIÐ HEIMA?
þ'V'í liggja að kerfi einveldisins hefði verið upprætt og nýju og markviss-
ara skipulagi komið á í staðinn, en hik Leníns við að leysa upp öryggis-
lögreglu keisaratímans og alræmdar fangabúðir herrnar í Síberíu eru gott
dæmi um snemmborin svik byltingarmanna við gefin loforð um órækt
frelsi undan hvers kyns kúgun fyrri tíðar.
Svipaða sögu er að segja af fútúrismanum ítalska, fyrstu framúrstefhu
hðinnar aldar sem fylgt var úr hlaði með glæsilegri yfirlýsingu í ffanska
dagblaðinu Le Figaro, 20. febrúar árið 1909. Hinum hressilega tón í yfir-
lýsingunni fylgja frá upphafi sérkennilegar og vægast sagt vafasamar
áherslur sem eiga sér sáralítinn nútímablæ, heldur vísa fremur til baka til
19. aldar, ef ekki langt aftur í aldir. Þannig virðist Marinetti undir sterk-
um áhrifum frá þeirri tegund krítískrar andagiftar sem ríkir í skrifum
Nietzsches og Strindbergs, en þeir tveir fylgdust af aðdáun hvor með
öðrum úr fjarlægð, meðan þeir voru og hétu, enda samferðamenn af kyn-
slóð sem fædd var rétt fyrir miðja 19. öld. Marinetti var hins vegar ekki
fæddur fyrr en 1876, og var því rúmum þrjátíu árum yngri en Nietzsche
- og tæpum þrjátíu árum yngri en Strindberg - eða heilli kynslóð á eftir
þeim í tíma talið. Það er of mikill munur til að menn með framúrstefnu-
legar hugmyndir á vörunum geti leyft sér að halda úti skoðunum í svip-
uðum anda æth þeir sér að standa í fararbroddi meiri háttar umbyltinga
á nýrri öld. En setjum nú svo að Marinetti hafi samt sem áður verið nægi-
lega framsækinn í lofgjörð sinni til hraðans og kappakstursbílsins þegar
hann sagði slíkt tæki fegurra en sjálfa Venusfrá Samóþrake, hvaða einkunn
fengi hann þá núna fyrir hrifningu sína á styrjöldum, þjóðrembu og
kvenfyrirlitningu?7
Hvað varðar þessi atriði þá er það ekki ætlunin að taka siðræna afstöðu
tdl slíkra mála eða velta lesendum upp úr ætlaðri brenglun skálds sem
taldi femínisma óalandi, styrjaldir sálarhreinsandi og friðarsinna til
ómenna sem varast ætti að veita full borgaraleg réttindi. Lesendum skal
látið efdr að mynda sér skoðun á Marinetti og öðrum fútúristum sem
fylktu sér undir merkjum hans. Hitt er órækt að þegar komið var ffam á
annan tug hðinnar aldar gat kvenfyrirlitning, stríðsæsing og þjóðernis-
dýrkun ekki lengur talist til framsækinna hugmynda. Fútúrismi Marin-
ettis gat því vart staðið undir nafni ef tekið er mið af stefnuyfirlýsingunni
sem fylgdi hreyfingunni úr hlaði. Ekki bætti úr skák að Marinetti átti eft-
Sbr. Filippo Tommaso Marinetti, „Stefnuyfirlýsing fútúrismans“, í Yfirlýsingar, Evr-
ópska framúrstefnan, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, bls. 101.
í65