Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 84
BENEDIKT HJARTARSON
Stefánssonar og þýska expressjónismanum.4 5 Þorsteinn Þorsteinsson hef-
ur aftur á móti sýnt fram á að ljóð Jóhanns, „Söknuður“, fellur t.a.rn. að
mörgu leyti mun betur að klassískri elegíuhefð, enda frábrugðið róttæk-
um tiiraunum í expressjónískri ljóðagerð í mikilvægum atriðumd Svipað
mynstur má greina þegar litið er til íslenskrar myndlistar, þar sem fræði-
menn hafa bent á líkindi t.a.m. með verkum Asmundar Sveinssonar,
Gunnlaugs Schevings, Þorvalds Skúlasonar og Jóhannesar Kjamils og
kúbískri, futúrískri og expressjónískri fagurfræði.6 7 Almennt má þtn benda
á ákveðnar stílrænar, formrænar og frásagnartæknilegar samsvaranir tdð
fagurfræði framúrsteinunnar í verkurn umræddra höfunda og lista-
manna. Við nánari skoðun reynast „áhrif' framúrstefnunnar þó hvíla á
yfirborðinu, þar sem tilraunir framúrstefnunnar eru innlimaðar í hefð-
bundnari frásagnargerð og framsemingarhætti.
I tilvikum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness, einu rithöfund-
anna sem sldlgreina verk sín með beinni skírskotun til etnópsku ismanna
á öðrum og þriðja áratugnum, má greina samsvaranir við þetta mynstur.
Sé lýsing Halldórs á „expressjónískri“ skáldskaparfræði frá árinu 1925'
skoðuð í samhengi evrópskrar bókmenntasögu kemur í ljós að hún skír-
4 Sjá nánar: Örn Ólafsson, „Halldór Stefánsson og expressjónisminn“, Skímir, vor
1989, bls. 146-180; Eysteinn Þorvaldsson, „I framandi landi. Skáldskapur og við-
horf Jóhanns Jónssonar“, Sktrnir, vor 1991, bls. 47-74; Ingi Bogi Bogason, „Til að
mála yfir litleysi daganna. Söknuður - urn ljóðið, skáldið og expressjónisma“, Skírn-
ir, vor 1991, bls. 11—45. Einnig hefur verið bent á framúrstefhueinkenni á öðrum ís-
lenskum prósaverkum, s.s. Vikivaka Gunnars Gunnarssonar, Vefaranum mikla frá
Kasmír og Bréfi til Láru - sjá nánar: Benedikt Hjartarson. „Inngangur", Yfirlýsingar.
Evrópska fi-amúrstefiian, íslenskar þýðingar og skýringar eftir Aka G. Karlsson, Arna
Bergmann og Benedikt Hjartarson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001,
bls. 9-86, hér bls. 69-70.
5 Þorsteinn Þorsteinsson, „Hvar? - ó hvar? Um „Söknuð“ Jóhanns Jónssonar og sam-
hengi í bókmenntum“, Skírnir, vor 2002, bls. 133-161.
6 Itarlegustu greininguna á formrænum áhrifum framúrstefnulistar er að finna í um-
fjöllun Kristínar G. Guðnadóttur um Kjarval. Hún bendir á að Kjarval kemst fýrst
í tæri við verk fútúrista á Sturm-sýnmgu í Kaupmannahöfn þegar árið 1912 og
kynnir sér verk kúbista og fútúrista nánar á sýningum í sörnu borg á árunum 1918
til 1919. Kristín bendir jafnframt á að til er ódagsett handrit eftir listamanninn, þar
sem hann hefur ritað sérstaklega niður athugasemdir sínar um fútúrismann, en Ieiða
má líkur að því að þær séu skrifaðar á árunum 1918 til 1919 (Kristín G. Guðna-
dóttir, „Lífsferill Kjarvals", Kjarval, ritstj. Einar Matthíasson o.fl., Reykjathk: Nes-
útgáfan, 2005, bls. 10M-98, hér bls. 99-118).
7 Halldór Kiljan Laxness, „Unglingurinn í skóginum", Eimreiðin, 1925, bls. 70-72,
hér bls. 70.