Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 56
HUBERT VAN DEN BERG
um að þeir sem tengdust þessari „framúrstefhu“ með beinum hætti hafi
þegar á öðrum og þriðja áratugnum litið á hana sem ákveðna heild þrátt
fyrir ýmiss konar missætti og ágreining (sem oft var ýjað að með ýmiss
konar illviljuðum athugasemdum), en sem heild engu að síður, þó án þess
að þeir töluðu um þessa heild sem „framúrstefnu“. Það er efdrtektarvert
að heitið „framúrstefna“ er ekki notað í yfirlitsriti um hina svokölluðu
„sögulegu framúrstefhu“, Die Kunstismen. Les Is??ies de Vait. The Is???s of
Art, sem ritstýrt var af Hans Arp og E1 Lissitsky og kom út árið 1925.
Heitið er eingöngu að finna í ritgerð sem birtist sem sjálfstæður einblöð-
ungur í endurprentun ritsins frá 1990.
I stuttu máli sagt: Annars vegar má sjá að framúrstefnan á fyrri hluta
tuttugustu aldar er ekki eingöngu hugmyndakerfi búið til af sagnaritur-
um heldur raunverulega sögulegt fyrirbæri og litið var á það sem slíkt af
þeim sem tengdust því. A hinn bóginn má veita því athygli að þessi sam-
setning sem við nú eigum vanda til að kalla „sögulega framúrstefhu“,
„klassíska framúrstefnu“ eða „fyrsm framúrstefhuna“, var almennt ekki
kölluð „framúrstefha" af þeim sem tengdust henni eða öðrum samtíma-
mönnum (fyrir utan augljósar undantekningar eins og rit van Doesburg
og de Torre sem oft er vitnað í nú til dags). Þess í stað töluðu flestir lista-
menn sem tengdust þessum stefnum og hreyfingum og gagnrýnendm'
sem vom þeim hliðhollir um „nýja list“, „unga list“, „nútímalega“ eða
„ofurnútímalega list“, um „listisma“, eða einfaldlega - sem eins konar
parspro toto - um fátúrisma, expressjónisma eða kúbisma. Þannig flokk-
aði Marinetti til dæmis framúrstefnuna í heild sinni undir samnefharann
„fútúrismi“ á meðan Herwarth Walden, ritstjóri framúrstefnutímaritsins
Der Sturm sem gefið var út í Berlín, og síðar þýski listsagnfræðingurinn
Richard Hamann, gerðu slíkt hið sama undir yfirskriftinni „expressjón-
ismi“, en yfirskriftin þjónaði einnig sem samheiti yfir framúrstefnuna á
Norðurlöndunum. A meðan ásetningur Marinettis og Waldens var
auðsýnilega sá að geta gert kröfu um að leiða framúrstefnuna í heild, þá
er nafhgiftin expressjónismi í tilviki Harmanns af eilítið öðrum toga.
Hann notar heitið „expressjónismi“ meira eða minna á sama hátt og það
var upphaflega notað á þýsku - einkum að því er snertir sjónlist - að
minnsta kosti fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Þá var Expressionismus á þýskri
tungu samnefhari )tfir framúrstefnuna í heild (sein andstæðu impressjón-
ismans), og náði einnig í þýsku yfir það sem í Frakklandi var kallað
fauvis?ne, cubisme, orphisme o.s.frv.
54