Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 116
BENEDIKT HJARTARSON
ans. Bjargræði íslenskrar menn-
ingar telur Guðmundur aftur á
móti fólgið í afturhvarfi til þjóð-
legrar listar er spretti af tengslum
listamannsins Gð íslenska náttúru
og menningararfleifð: „Hver,
sem hefir komið á Kjöl og skilur
Eddurnar, hlýtur að finna eigin-
legt eðli íslenzkrar listar og sjálf-
an sig um leið. - Hfið norræna
eðli - eingöngu í því liggur fram-
tíð okkar.“124 Guðmundur tengir
„hið norræna eðli“ með beinum
hætti tdð germanska menningu
og heldur því ffam að endurreisn
íslenskrar listar geti aðeins falist í
upphafhingu germanskrar heims-
sýnar: „ef Cézanne [svo] og
Matisse verða dýrðlingar á Is-
landi, þá er þjóðleg list útilokuð
[...] því eins og áður er sagt, eru
Rómanar og Germanir andstæðir
pólar“.125 Hér koma ekki aðeins
fram þjóðernisviðhorf sem svipar
til skrifa Emils Thoroddsens og Björns Björnssonar um verk Finns Jóns-
sonar nokkrum árum fyrr. I textanum er jafhframt gripið upp andstæðu-
par Germanans og Rómanans, sem er leiðarminni í skrifum þýsku þjóð-
ernishreyfingarinnar frá og með síðari hluta 19. aldar, þar sem hinn
germanski (villi)maður er tengdur upprunaleika, æskuþrótti og h'kams-
styrk en hinn lífsþreytti Rómani rökhugsun og hnignun.126 Þannig er
umræðan um isinana sett í vítt menningarsögulegt samhengi, þar sem
framtíð norrænnar og germanskrar menningar er í húfi.
I grein ffá árinu 1933 fjallar Guðmundur nánar um jöðrun listarinnar
Kurt Schwitters, „Samsetning“, 1923.
Eifitt er að rekja á hvaða sýningu í Berlín
Guðmundur kann að hafa séð „dadaískt“
verk úr tannbursta, nöglurn. ogpappa-
rimlum árið 1925. Ekki erþó ólíklegt að
verkiðsem hann lýsir byggi á skynhr'fum
hans afeinni af Merz-samsetningum
Kurts Schwitters, þar sem oft ægir saman
nytjamunum, spýtnahraki, nöglum o.fl.
124 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, „Listir og þjóðir“, bls. 276.
125 Sama rit, bls. 276.
126 Sjá: Klaus von See, Barbar, Geiuiane, Arier. Die Suche nach der Identitdt der Deutscben,
Heidelberg: Universitátsverlag C. Winter, 1994, hér einkum bls. 9-29.