Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 257
HVER ER HRÆDDUR VIÐ NYFRAMURSTEFNUNA?
Carl Andre sækja til jaín ólíkra fyrirrennara eins og Marcels Duchamp
og Constantins Brancusi, Alexanders Rodtsjenko og Kurts Schwitters
snemma á sjöunda áratugnum, eða þegar Donald Judd stilhr upp fylk-
ingu af fyrirrennurum í stefiiuyfirlýsingu sinni frá árinu 1965, „Specific
Objects" („Ak\’eðmr hlutir“), svo minnir á Borges. Þversögnin er sú, að
á þessum mótum á efdrstríðsáratímabihnu einkennist metnaðarfull hst af
því að hin sögulega tilvísun er víkkuð út en dregið úr raunverulegu inn-
taki. Slík hst dregur einmitt oft fram ólíkar, jafnvel ósamrýmanlegar
fyrirmyndir, en ekki svo mjög í þeim tilgangi að endurskapa þær í hyster-
ískri stæhngu (eins og sjá mátti víða í hst níunda áratugarins) heldur að
vinna úr þeim og skapa víxlverkandi leið - að snúa einmitt takmörkun-
um þessara fyrirmynda upp í gagnrýna söguvitund, bæði um listasögu og
aðra sögu. Þarrnig býr skipulögð aðferð í hsta Judds yfir forvera sína, sér-
staklega þar sem hann virkar íjarstæðukenndastur, eins og þegar hann
setur hhð við hhð þá andstæðu póla sem Duchamp og málverk New
York-skólans standa fyrir. Judd leitast nefnilega ekki aðeins við að ná
fram nýrri leið úr þessurn pólum heldur að trompa þá í leiðinni - í þessu
tilfelh að stefha handan við „hlutlægnina“ (hvort sem um er að ræða út-
gáfu Duchamps í anda nafhhyggjunnar eða formalíska útgáfu New York
skólans) og í átt að „ákveðnum hlutum“.'
Þessar stefnur taka til þeirra tveggja afturhvarfa seint á sjötta áratugn-
um og snemma á sjöunda áratugnum sem gætu talist róttæk í þeim skiln-
ingi sem úthstaður var hér að ofan: aðföng í anda Duchamps og dada og
samofhir strúktúrar rússneska konstrúktívismans - þ.e. þrívíðar lágmynd-
ir Tatlins eða hangandi form Rodtsjenkos sem vísa bæði inn á við að efhi-
viðnum, forminu og formgerðinni og út á við að rými, ljósi og samhengi.
Þetta kallar strax á tvær spumingar. Af hverju verða þessi afturhvörf ein-
mitt á þessum tímapunkti? Og hvaða samband skapa þau á milli þess
augnabliks þegar eitthvað kemur ffam og þess augnabliks þegar eitthvað
Judd er ekki einn um slíka „trompun", sem ég ræði nánar í 2. kafla [The Retum ofthe
Real, bls. 35-69], allir mínimalistar og konseptlistamenn tókust á við þau „hvörf í
málverkinu“ sem verða hjá Frank Stella og fleirum (sjá Benjamin Buchloh, „Form-
ahsm and Historicity: Changing Concepts in American and European Art since
1945“ í Anne Rorimer, ritstj., Europe in the Seventies, Chicago: Art Institute of Chic-
ago, 1977, bls. 101). Þversagnakenndar samsetningar eiga heldur ekki aðeins við um
bandaríska og kanadíska hst, meistari þeirrar aðferðar gæti vel verið Marcel
Broodthaers, sem fetar í fótspor Mallarmés, Duchamps, Magrittes, Manzonis,
Georges Segal ...
255