Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 112
BENEDIKT HJARTARSON
afstaða kemur m.a. skýrt fram í yfirlýsingu í öðru hefti tímaritsins: „Hin
„nýja list“ sækir ffam sem öflug breiðfýlking: Frakkar, Rússar, Þjóðverj-
ar, Norðurlandabúar, Pólverjar, Spánverjar, listamenn allra landa era í
sókn. Listin stendur fýrir framan hlið nýs og auðugs lands, þ.e. hún er
við það að endurheimta hið týnda land.“10, Með sýningum á verkum Jóns
og umfjöllun um verk hans á síðum tímaritsins höfðu þau verið felld inn
í þá alþjóðlegu „breiðfýlkingu“ sem tímaritið var talið tilhejtra.108
Tengsl framúrstefhu, alþjóðahyggju og stórborgarmenningar koma
berlega fram í gagnrýni annarra íslenskra menntamanna á þriðja ára-
tugnum. I grein Magnúsar A. Arnasonar frá 1921, fullyrðir höfundurinn
að öfgahyggja ismanna sé afleiðing þess „hvað byltingar og bretmngar-
löngun er alríkjandi í heiminum“, hér birtist „afttfiivarfs- eða fram-
stefna“ sem „enginn óbrjálaður maður get[i] ráðið í“.109 Gagnrýni á tor-
tímingardýrkun framúrstefnunnar kemur einnig frarn í skrifum
Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, þar sem leitast er við að leggja
grann að hefðgróinni íslenskri listsköpun sem mótvægi við öfga og al-
þjóðahyggju framúrstefnunnar.110 Skrif Guðmundar era forvitnileg fýrir
þær sakir, að hér má greina beinni áhrif frá andframúrstefnulegum við-
horfum þýskrar menningarumræðu tímabilsins en í skrifum annarra ís-
lenskra menntamanna. Harkaleg gagnrýni Guðmundar á fagurfræði ism-
anna verður ekki skýrð eingöngu með viðbrögðum listamannsins frammi
fýrir framsækinni listsköpun er hljóti að hafa verið „ffamandi fýrir Is-
107 „Kunstnernes Efteraarsudstilling“, Klingen, 2/1917, án blaðsíðutals. Hér er stuðst
við ljósprentaða útgáfu tímaritsins: http://base.kb.dk/manus_pub/cv/manus/Man-
usIntro.xsql?nnoc=manus_pub&p_ManusId=14&p_Lang=main, sótt 14. september
2006.
108 Um skrif um verk Jóns í Klingen, sjá: Otto Gelsted, ,Jon Stefansson“, Klingen,
6/1918, án blaðsíðutals. Líta má á grein Jóns ffá árinu 1935 sem síðbúið svar við
gagntýni Alexanders. Jón nefnir grein Alexanders hvergi í textanum, en lýsing hans
á þeim mönnum sem „finnast þessar nýju stefnu óskiljanlegar og gera gys að þeim
og telja þá menn hálf-geggjaða, sem við þær fást“ („Nokkur orð um m)mdlist“, bls.
84) felur í sér augljósa skírskotun til skrifa Alexanders fi'á upphafi þriðja áratugarins
og þeirrar orðræðuhefðar sem þau eru sprottin úr.
109 Magnús Á. Árnason, „Um listir alment", bls. 70-71.
110 I inngangi að grein eftir Guðmund frá árinu 1926 vegsamar Magnús Jónsson Guð-
mund sem einn ötulasta gagnrýnanda framúrstefnulistar hér á landi og lýsir honum
sem „afar fjölhæfum listamanni" er „hefir siglt heilu fleyi fram hjá öllum öfgastefn-
um nútímans í list sinni [...] eins og einhver gömul menning haldi honurn frá þess-
konar útúrdúrum" (Guðmundur Einarsson ffá Miðdal, „Ferðasaga uni Suðurlönd“,
Iðunn, 1926, bls. 6-25, hér bls. 7).
no