Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 141
OLESNAR BÆKUR
skjTirænu formi, samruna fagurfræði og pólitíkur. Paul de Man, Jacques
Ranciére og einkum Joseph Chytry hafa rakið þetta verkefni eins og það
þróaðist á tuttugustu öld. I þeirri vinnu stöldruðu þeir stundum við póli-
tískan metnað eins og hann birtist í módemísku framúrstefiiunni. I stað
þess að hún væri kennd við „andóf‘ eða niðurrif, þá vom einkenni
módemísku framúrstefhunnar talin fullkomlega í samræmi við þýsku
hughyggjuna og við hugmyndir upplýsingarinnar um Bildung og frelsun.
Mikið starf er óunrdð á þessu sviði rannsókna. Það eina sem ég er í
rauninni að benda á með þessu er, að við ættum að snúa okkur aftur að
sjálfum verkum framúrstefiumnar, hvort sem þau vom ópólitísk eða íjöll-
uðu um póhtík á óbeinan eða beinan hátt. Við ættum að reyna að skil-
greina hvers konar samfélagshugmyndir vora mótaðar í framúrstefnunni
sjálfri, hvaða valkostir vom dregnir upp í stað lýðræðis, sem og í stað
þegnréttar, flokka og ríkja. Það skiptir ekki máh hversu barnalegt það er,
skelfilegt eða hreinlega leiðinlegt. Eg geri mér grein fýrir því að þetta er
hægara sagt en gert. Eftír að Walter Benjamin settí fram greiningu sína á
textum Emsts Jiinger árið 1930 og í kjölfar sígildrar ritgerðar hans um
„listaverkið á tímum þöldaframleiðslu sinnar“ frá árinu 1935, hafa ýmsir
bent á margháttaða „fagurgervingu stjórnmálanna“ í orðræðu stjóm-
málanna sjálfra. Þetta sýnir að það má einnig finna merki um fagurfræði-
lega sýn á póhtík í hinni póhtísku orðræðu sjálfri. Mörg dæmi mætti nefna
en þekkt er þegar utanríkisráðherra Ítalíu, Ciano, líkti sprengjunum sem
Eþíópubúar flýðu undan árið 1936 við blóm að springa út. „Beaux gestes
libertaires“ eða þannig. Ef til vill rekumst við hér á aðra ástæðu fyrir því
hvers vegna okkur finnst oft óþægilegt að skoða ofan í kjölinn hvers kon-
ar samfélög eða þjóðfélög framúrstefnuhópar vora málsvarar fyrir: oft em
viðhorf þeirra hreint og beint hrollvekjandi. En við gætum þurft að
horfast í augu við þessar martraðir, því aðeins þannig getum við skilið sér-
kenni módemísku framúrstefnunnar í þeirri löngu fagurfræðihefð sem
hér hefur verið úthstuð, sem og tengsl hennar við nútímalýðræði, sem
enn em lítt þekkt. Því ef rómantíkeramir í Jena-hópnum vom í reynd
hrsta framúrstefnuhreyfingin í Evrópu sem kalla má sjálfsmeðvitaða, þá
getum við aðeins ítrekað enn og aftur þá staðreynd að framúrstefnan
verður ekki til fyrr en efrir ffönsku stjórnarbyltinguna.
í II codice di perela (1911), einni af fáum skáldsögum fútúrismans sem enn
er lesin í ítölskum framhaldsskólum, lýsir fútúristinn Aldo Palazzeschi
139