Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 68
HUBERT VAN DEN BERG
Hlutirnir þróuðust þó mun hrað-ar hjá Finni en í tilviki Jóns. Hann var
áratug vngri, fæddur árið 1892; og hann byrjaði einnig rúmum áratug
síðar, árið 1919, í skóla Viggos Brandt. Hið listræna andrúmsloft í Kaup-
mannahöfn við lok huri heimsstjTjaldarinnar var að nokkru leyti ólíkt
því sem það var á fyrsta áratug tuttugustu aldarimiar. Mildlvægustu áhrif
stríðsins í þessu samhengi voru þau að samskipti og samgöngur við
Frakkland höfðu ýmist alveg lagst af eða voru orðnar virkilega erfiðar
vegna landfræðilegrar legu Danmerkur fyrir norðan þýska keisaraveldið
(þess má geta að ástandið var svipað í Hollandi).
Eins og sjá má á KJingen, gegndi Frakkland ennþá mikilvægu hlutt'erki
og var sá staður sem rnenn horfðu til og miðuðu við, sérstaklega þeir sem
tóku afstöðu með bandamönnum í stríðinu. En jaínvel þótt Þýskaland
hafi Kka lokað landamærum við þau lönd sem voru hlutlaus eins og Dan-
mörku, Holland og Sviss, var samt auðveldara að ná sambandi þar á milh
og list, listaverkasalar og sýningar frá Þýskalandi komust áífam yfir
landamærin þótt það hafi verið með nokkrum erfiðleikum. Vegna þessa
og - því skyldi ekki gleyma - sem afleiðing af virkri samvinnu Hervvarths
Walden við þýsku leyniþjónustuna, en hann starfaði við upplýsingaöflun
fyrir hana í stríðinu, var framúrstefnulist, aðallega með þýsku ívafi,
reglulega til sýnis í Danmörku sem og hinum megin við Etnarsundið, í
Stdþjóð. Með öðrum orðum, öllum samskiptaleiðum til Parísar var beint
til Berlínar á stríðsárunum. Þetta breytti þó ekki miklu um þá list sem var
til sýnis, en Walden og Sturm-gaMeríið hans áttu þónokkuð gott safn af
frönskum fauvisma.
Aðrar afleiðingar stríðsástandsins og lokaðra landamæra voru þær að
umferð og samskiptaleiðir, a.rn.k. frá Skandinavíu, enduðu í Danmörku,
ef svo má að orði komast. Þetta varð til þess að Kaupmannahöfn öðlað-
ist sérstaka stöðu á stríðstímanum, og kom á vissan hátt í staðinn fyrir
Berlín og París sem miðpunktur norræns listalífs. Þannig var Kaup-
mannahöfh um tíma staður þar sem inun meira var urn að vera en ára-
tugina á undan. Og þetta kann að útskýra af hverju listsköpun Finns
Jónssonar þróaðist mun hraðar í átt að framúrstefhunni og hann gekk
inn í tengslanet framúrstefhunnar mun fyrr en Jón. Finnur gekk til liðs
við framúrstefiiuna - hér er önnur hliðstæða við Jón Stefánsson - á
óvirkan hátt. Arið 1920 færði hann sig úr skóla Viggos Brandt yfir í skóla
danska listmannsins Olaf Rude, sem hafði þegar snúið sér að kúbisma á
árunum á undan, en Rude tilheyrði einnig KZfygOT-hópnum. Af þessum
66