Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 134
SASCHA BRU
Pólitíkin og hið pólitíska
Snúum okkur eitt augnablik frá bókunum okkar og göngum úr skugga
um hvort ef tdl vill sé til önnur leið til að skrásetja safnið okkar. Eins og
hin ófullkomna en vonandi hjálplega formgerðarflokkun dregur fram, þá
getur „pólitík“ merkt ýmislegt í rannsóknum á framúrstefiiunni. I mörg-
um rannsóknum sem beina sjónum að fyrsta og öðrum flokki, er að finna
mjög vítt sjónarhorn á „pólitík“ þar sem litið er á fagurffæðilegar tilraun-
ir almennt (formlegar, efnislegar og táknsögulegar) sem pólitískar. Þetta
sjónarhorn gæti ekki verið ólíkara sjónarhorni þeirra túlkunarffæðinga
og sögusinna sem taka þriðja flokkimi til athugunar, og annan flokkinn
endrum og eins, og affnarka sjónsvið sitt við ætlun höfundar eða lista-
marms. Því hér er „pólitík“ skilgreind fremur þröngt: framúrstefhan var
pólitísk í þeim tilfellum þegar hún tók sér stöðu með hugmyndaffæði
(flokkspólitík eða andófspólitík) sem þegar var tdl innan hins pólitíska
sviðs eða þegar hún hafði afskipti af þessu svæði, eins og raunin var með
ítalska fútúrismann.
Ef við göngum út frá þeim greinarmun sem pólitíski heimspeking'ur-
inn Claude Lefort gerir á „póhtík“ [la politique\ og „hinu pólitíska“ [le
politique], þá getum við dregið upp skýrari mynd af þessum tveimur sjón-
arhornum. Að matd Leforts vísar „pólitík“ tdl þeirra áþreifanlegu, stofn-
anabundnu mynda sem pólitísk samtök eða félög í ákveðnu samfélagi
taka á sig (stjórnmálaflokkar og andófshópar, réttarfarsstofhanir, o.s.ffv.).
Hvað varðar módernísku framúrstefhuna erum við þá fyrst og fremst að
fjalla um stofhanir sem tengjast annaðhvort (eldri þingræðislegu)
lýðræðisríkjunum eða alræðisstjórnum.20 Þegar túlkunarfræðingar nefna
að ákveðinn framúrstefhumaður hafi verið ópólitískur þá eru þeir í raun-
inni að vísa tdl þess sem Lefort kallar „pólitík“, því þá er litið svo á að rit-
höfundur eða verk hans segi annað hvort ekkert um það sem gerðist inn-
an hinnar pólitísku stofnunar eða sýni því ekki áhuga. Með því að gefa út
áróðurskver, fagurfræðilega og pólitíska bæklinga og stefnuyfirlýsingar
(þriðji flokkurinn), vísa þeir með óbeinum hætti á pólitískar stefnur í
verkum sínum (annar flokkurinn), reyna að ná sambandi \dð róttæka
pólitíska hópa í því augnamiði að leggja lóð á vogarskálarnar \dð pólitísk-
ar ákvarðanir og láta jafhvel í Ijós ósk eftir að taka þátt í ákvarðana-
20 Claude Lefort, Deirtocracy and Political Tbeory, þýðandi David Macey, Minneapolis:
University ofMinnesota Press, 1988, bls. 9-20.