Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 28

Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 28
að fá á þetta svæði, mun koma afsjálfu sér. Það er í höndum okkar íbúanna í hverfinu að taka höndum saman og skapa okkar eigin umhverfi. Við getum það. Það sem þú getur gert i þessu máli er að hringja ... og segja munnlega frá þinum hugmyndum eða skrifa okkur.. . og við munum koma þeim á framfæri við borgar- yfirvöld. Það sem borgaryfirvöld ætlast til af okkur, er samstarf við íbúana í hverfinu, áður en við getum ætlast til að yfirvöld geri eitthvað í málinu verðum við að sýna fram á að við höfum áhuga á okkar UMHVERFI. Ofangreindu blaði var dreift í hvert hús og hvert pósthólf í hverfinu. Með þessu móti reynir Sjálf- stæðisflokkurinn að þrengja sér inn í líf fólksins í borginni, gera flokksfélög sín að e.k. almennum og „ópólitískum" hverfasamtökum, sem séu nauðsynlegur tengiliður milli íbúanna og borgar- yfirvalda. Þurfa ekki allir á Flokknum að halda? n Wbreytt valdakerfi? Hér á undan lýsti ég stuttlega þeim breytingum sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur gengið í gegnum; hvernig flokkurinn sneri vörn í sókn á kreppuárunum. Árið 1937 varðt.d. mjög erfitt fyrir borgarbúa, mikil fátækt ríkti og atvinnu- leysi. í borgarstjórnarkosningunum árið eftir bætti Sjálfstæðisflokkurinn samt mjög stöðu sína, fékk tæplega 55 prósent atkvæða og níu borgarfull- trúa í stað átta áður. Ein höfuöstoö valdakerfis Sjálfstæð- isflokksins í borginni er enn „fyrir- greiöslupólitík". Albert Guðmundsson, ráðherra, borgarfulltrúi og, að eigin sögn, fyrirgreiðslupólitíkus. Ég staðnæmdist við kreppuárin vegna þess að þá mynduðust meginþættir valdakerfis Sjálfstæð- isflokksins í borginni. En spyrja má: Hefur þá ekkert breyst undanfarna áratugi? Býr höfuð- borgin enn við valdakerfi eins flokks, sem tengir saman flokksskipulag, stjórnkerfi borgarinnar, fyrirtækjaeigendur og forystufólk helstu fé- lagasamtaka, svo sem verkalýðsfélaga og íþróttafélaga? Slíka mynd er vissulega hægt að draga upp. Við skulum t.d. líta á væntanlegan framboðslista Sjálfstæðisflokksins út frá þessu sjónarhorni: 1 .Davíð Oddsson, borgarstjóri. 2. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. 3. Katrín Fjeldsted, læknir. 4. Páll Gíslason, læknir og forystumaður í skáta- hreyfingunni. Ö.VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson, lögfræðingurog framámaður í Samtókum Áhugafólks um Áfengisvandamál. 6. Hilmar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins; í forystu fyrir múrara og Knattspyrnufé- lagið Fram. 7. Árni Sigfússon, rekstrarráðgjafiogfulltrúi ungca Sjálfstæðismanna. 8. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri, fyrrumfor- maður Handknattleikssambands Is- lands; hefur starfað í íþróttafélagi Reykjavíkur og Knattspyrnufélaginu Val. 9. Jóna Gróa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri; formaður Verndar. Að mínu mati ríkir vissulega í Reykjavík valda- kerfi eins flokks. Engu að síður er nauðsynlegt að greina á milli þessa kerfis og einræðis. Davíð Oddsson, núverandi borgarstjóri, er einfaldlega ekki einvaldur, þótt hann stýri hins vegar víðtæku valdakerfi, sem ekki á sér hliðstæðu í landinu (nema e.t.v. í Neskaupstað, þar sem einn flokkur hefur einnig ráðið í áratugi). Ein höfuðstoð valdakerfis Sjálfstæðisflokksins er enn fyrirgreiðslupólitík. Tvo daga í viku eru fastir viðtalstímar borgarstjóra, og í viku hverri leita til hans a.m.k. 40-50 manns; á einu kjörtíma- bili hafa því mörg þúsund manns komið á skrif- stofu borgarstjóra með ýmis erindi. Ekki er augljóst af hverju fólk leitar eftir slíkri fyrirgreiðslu borgarstjórans. Atvinnuleysi er nær ekkert og þar að auki eru störf hjá borginni al- mennt ekki talin eftirsóknarverð lengur, einkum vegna lágra launa. Framboð á lóðum hefurfarið langt fram úreftirspurn. Sérstök stofnun, Félags- málastofnun, hefur það verkefni að veita félags- lega aðstoð af ýmsu tagi. Eftir hverju er þá allt þetta fólk að sækjast? Meginástæðan er í rauninni einföld. Borgar- stjórinn er valdamikill. Hann getur opnaö fólki aðgang að borgarkerfinu, látið hlutina hreyfast fyrir fólk. Vafalaust er ekki orðið við öllum beiðnum um fyrirgreiðslu; sumum er neitað en um leið er útskýrt hvers vegna erindum er synjað; öðrum er vísað til réttra aðila; oft er hægt að verða við óskum manna án nokkurra fjárútláta fyrir borgina, aðeins er beðið um að borgarstjór- inn beiti þekkingu sinni og valdi í þágu þess ertil hans leitar. Borgarstjórinn rekur mjög umfangsmikla fyrir- greiðslupólitík. Þess konar pólitík er yfirleitt ekki hátt skrifuð í opinberri umræðu um íslensk stjórnmál og er talin bera vott um pólitíska spill- ingu í landinu. Engu að síður er óhætt að fullyrða, að í „kunningjaþjóðfélagi" okkar íslendinga er fyrirgreiðsla af ýmsu tagi útbreiddari en í ná- grannalöndunum; hún fer hins vegar fram að mestu á bak við tjöldin og er mikið feimnismál fyrir nánast alla. Fyrirgreiðslukerfið í Reykjavík á sér langa hefð, eins og áður var lýst, en er einnig í nánum tengslum við þá dýrkun, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur markvisst byggt upp í kringum persónu borgarstjóra hverju sinni. Samkvæmt þessari hugmynd snúast t.d. næstu borgarstjórnarkosn- ingar ekki um val á milli mismunandi stjórnmála- flokka, sem hafa ólíkar hugmyndir og stefnu í borgarmálum. Þvert á móti: 28 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.