Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 28
að fá á þetta svæði, mun koma afsjálfu sér.
Það er í höndum okkar íbúanna í hverfinu að
taka höndum saman og skapa okkar eigin
umhverfi. Við getum það.
Það sem þú getur gert i þessu máli er að
hringja ... og segja munnlega frá þinum
hugmyndum eða skrifa okkur.. . og við
munum koma þeim á framfæri við borgar-
yfirvöld.
Það sem borgaryfirvöld ætlast til af okkur,
er samstarf við íbúana í hverfinu, áður en við
getum ætlast til að yfirvöld geri eitthvað í
málinu verðum við að sýna fram á að við
höfum áhuga á okkar UMHVERFI.
Ofangreindu blaði var dreift í hvert hús og hvert
pósthólf í hverfinu. Með þessu móti reynir Sjálf-
stæðisflokkurinn að þrengja sér inn í líf fólksins í
borginni, gera flokksfélög sín að e.k. almennum
og „ópólitískum" hverfasamtökum, sem séu
nauðsynlegur tengiliður milli íbúanna og borgar-
yfirvalda. Þurfa ekki allir á Flokknum að halda?
n
Wbreytt valdakerfi?
Hér á undan lýsti ég stuttlega þeim breytingum
sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur
gengið í gegnum; hvernig flokkurinn sneri vörn í
sókn á kreppuárunum. Árið 1937 varðt.d. mjög
erfitt fyrir borgarbúa, mikil fátækt ríkti og atvinnu-
leysi. í borgarstjórnarkosningunum árið eftir bætti
Sjálfstæðisflokkurinn samt mjög stöðu sína, fékk
tæplega 55 prósent atkvæða og níu borgarfull-
trúa í stað átta áður.
Ein höfuöstoö valdakerfis Sjálfstæð-
isflokksins í borginni er enn „fyrir-
greiöslupólitík".
Albert Guðmundsson,
ráðherra, borgarfulltrúi og, að
eigin sögn,
fyrirgreiðslupólitíkus.
Ég staðnæmdist við kreppuárin vegna þess að
þá mynduðust meginþættir valdakerfis Sjálfstæð-
isflokksins í borginni. En spyrja má: Hefur þá
ekkert breyst undanfarna áratugi? Býr höfuð-
borgin enn við valdakerfi eins flokks, sem tengir
saman flokksskipulag, stjórnkerfi borgarinnar,
fyrirtækjaeigendur og forystufólk helstu fé-
lagasamtaka, svo sem verkalýðsfélaga og
íþróttafélaga?
Slíka mynd er vissulega hægt að draga upp.
Við skulum t.d. líta á væntanlegan framboðslista
Sjálfstæðisflokksins út frá þessu sjónarhorni:
1 .Davíð Oddsson, borgarstjóri.
2. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur.
3. Katrín Fjeldsted, læknir.
4. Páll Gíslason, læknir og forystumaður í skáta-
hreyfingunni.
Ö.VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson, lögfræðingurog
framámaður í Samtókum Áhugafólks
um Áfengisvandamál.
6. Hilmar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri
Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins; í
forystu fyrir múrara og Knattspyrnufé-
lagið Fram.
7. Árni Sigfússon, rekstrarráðgjafiogfulltrúi
ungca Sjálfstæðismanna.
8. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri, fyrrumfor-
maður Handknattleikssambands Is-
lands; hefur starfað í íþróttafélagi
Reykjavíkur og Knattspyrnufélaginu
Val.
9. Jóna Gróa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri;
formaður Verndar.
Að mínu mati ríkir vissulega í Reykjavík valda-
kerfi eins flokks. Engu að síður er nauðsynlegt að
greina á milli þessa kerfis og einræðis. Davíð
Oddsson, núverandi borgarstjóri, er einfaldlega
ekki einvaldur, þótt hann stýri hins vegar víðtæku
valdakerfi, sem ekki á sér hliðstæðu í landinu
(nema e.t.v. í Neskaupstað, þar sem einn flokkur
hefur einnig ráðið í áratugi).
Ein höfuðstoð valdakerfis Sjálfstæðisflokksins
er enn fyrirgreiðslupólitík. Tvo daga í viku eru
fastir viðtalstímar borgarstjóra, og í viku hverri
leita til hans a.m.k. 40-50 manns; á einu kjörtíma-
bili hafa því mörg þúsund manns komið á skrif-
stofu borgarstjóra með ýmis erindi.
Ekki er augljóst af hverju fólk leitar eftir slíkri
fyrirgreiðslu borgarstjórans. Atvinnuleysi er nær
ekkert og þar að auki eru störf hjá borginni al-
mennt ekki talin eftirsóknarverð lengur, einkum
vegna lágra launa. Framboð á lóðum hefurfarið
langt fram úreftirspurn. Sérstök stofnun, Félags-
málastofnun, hefur það verkefni að veita félags-
lega aðstoð af ýmsu tagi. Eftir hverju er þá allt
þetta fólk að sækjast?
Meginástæðan er í rauninni einföld. Borgar-
stjórinn er valdamikill. Hann getur opnaö fólki
aðgang að borgarkerfinu, látið hlutina hreyfast
fyrir fólk. Vafalaust er ekki orðið við öllum
beiðnum um fyrirgreiðslu; sumum er neitað en
um leið er útskýrt hvers vegna erindum er synjað;
öðrum er vísað til réttra aðila; oft er hægt að
verða við óskum manna án nokkurra fjárútláta
fyrir borgina, aðeins er beðið um að borgarstjór-
inn beiti þekkingu sinni og valdi í þágu þess ertil
hans leitar.
Borgarstjórinn rekur mjög umfangsmikla fyrir-
greiðslupólitík. Þess konar pólitík er yfirleitt ekki
hátt skrifuð í opinberri umræðu um íslensk
stjórnmál og er talin bera vott um pólitíska spill-
ingu í landinu. Engu að síður er óhætt að fullyrða,
að í „kunningjaþjóðfélagi" okkar íslendinga er
fyrirgreiðsla af ýmsu tagi útbreiddari en í ná-
grannalöndunum; hún fer hins vegar fram að
mestu á bak við tjöldin og er mikið feimnismál
fyrir nánast alla.
Fyrirgreiðslukerfið í Reykjavík á sér langa hefð,
eins og áður var lýst, en er einnig í nánum
tengslum við þá dýrkun, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur markvisst byggt upp í kringum persónu
borgarstjóra hverju sinni. Samkvæmt þessari
hugmynd snúast t.d. næstu borgarstjórnarkosn-
ingar ekki um val á milli mismunandi stjórnmála-
flokka, sem hafa ólíkar hugmyndir og stefnu í
borgarmálum. Þvert á móti:
28 ÞJÓÐLÍF