Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 6

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 6
BRÉF FRÁ LESENDUM Um tóbak Saga af samferðafólki og „kurteislegri" hegðan ÉG HEF FYLGST meö ÞJÓÐLÍFI frá upphafi og líkað vel. Ég fagna því sérstak- lega að þið hafið nú opnað lesendadálk, því ég held að skoðanaskipti milli útgefenda og lesenda séu báðum nauðsynleg. Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er grein í síðasta tölublaði, þar sem fjall- að er um sérstakt áhugamál mitt, nefnilega reykingar. í þessari grein var hæðst mjög að þessari lífsnautn minni og hún dregin niður á Íágt, ef ekki lægsta plan tilverunnar. Pessu vil ég eindregið mótmæla. Nú er ég ekki vanur að mótmæla neinu nema að baki liggi nokkur rök, og skulu þau nú tínd til hér á eftir. Tóbak hefur verið snar þáttur í mínu lífi frá því ég var sautján ára gamall. Ég hef prófað allar tegundir tóbaks; munntókbak, neftóbak, sígarettutóbak, vindla og pípu- tóbak. Allar þessar tegundir hafa sína kosti og galla, en kostirnir eru í mínum augum óyggjandi. Þetta er mín sannfæring — og ég vil fá að hafa hana í friði. Nú er hins vegar kominn upp sá hvimleiði siður að amast við tóbaksfólki hvar sem til þess sést og fer nú sá staður að vera vandfundinn þar sem ég fæ svalað nautn minni í friði, óhultur fyrir augngotum og jafnvel fussi annarra. Nú hef ég ekkert á móti því, að fólk sé varað við áhrifum tóbaks. Ég veit vel, þótt óforbetranlegur sé, að sum áhrif þess eru slæm og síst skyldi ég hvetja nokkurn til notkunar þess. Ékki frekar en ég held ýms- um öðrum nautnum mínum að öðrum, t.d. að leysa vind í einrúmi, bora í eyru mér í einrúmi eða lesa blöðin yfir matnum, einnig í einrúmi. Því það er einmitt málið; ég dunda við mína ósiði í einrúmi. Það er hins vegar meira en hægt er að segja um ýmsa samborgara mína. Fyrir nokkrum vikum var ég á heimleið erlendis frá. Mér var úthlutað sæti í flug- vélinni á afmörkuðu svæði reykingafólks, enda gæti ég þess ávallt vel að taka fullt tillit til annarra. í sætið við hlið mér settist búst- inn kvenmaður á unga aldri. Hún tók strax til við að raða í kringum sig pinklum og pokum af margvíslegu tagi, ýmist á gólfið við fætur sér, í sæti sitt eða í hólfin fyrir ofan sætin. Þegar sýnilegt var að plássið hrökk ekki til undir allan þennan farangur rótaði hún með tánni í pinklunum uns vænn biti þeirra hrökk yfir fætur mínar. Þegar stúlkan var orðin ánægð með tiltektirnar hlammaði hún sér niður og dró til sín tuðru eina mikla sem hún rótaði lengi í. Þaðan dró hún upp langa naglaþjöl og hóf að brýna og snyrta neglur sínar. Skófinni undan nöglunum kom hún snyrtilega fyrir á brún sætis síns. Þegar þessu öllu var lokið tóku við ræskingar og hósti ákafur með tilheyrandi snýtingum. Öllu þessu hvimleiða athæfi stúlkunnar fylgdi svo, svona eins og í kaupbæti við skort á mannasiðum, ilmvatnsfnykur svo megn, að jafnvel ilmurinn af vindlunum mínum megnaði ekki að stökkva honum á brott. Eg er orðinn svo sjóaður í misgóðri hegð- an samborgara minna, að ég lét mér fátt um finnast um athæfi stúlkukindarinnar. Gæti þó hafa fundið að skringilegu vaxtarlagi hennar, sem mér sýndist einna helst stafa af taumlausri sykurfíkn, en hún úðraði í sig úr tveimur pokum þessar tæpu þrjár klukku- stundir sem flugið tók. Gæti einnig hafa fundið að klæðaburði hennar, sem minnti einna helst á vansniðinn klæðskerafatnað á kettling sem stríðalinn kálfur hefði troðið sér í. Einnig að hári hennar sem glansaði af öðru en stífum þvottum. En þetta lét ég liggja milli hluta. Ég kippi mér ekki upp við hvað sem er lengur. Það sem fór hins vegar verulega í taugar mínar var það, að í ofanálag við allt þetta sýndi stúlkugerpið af sér greinilega van- þóknun á reykingum mínum. Snýtingar hennar og hósti voru t.d. partur af þessu. Augngoturnar sem ég fékk í hvert sinn sem ég dró að mér blessaðan reykinn hefðu get- að rotað hest. Boldangsrass hennar var á sífelldu iði eins og hún þyldi vart við. Kló- settferðir hennar voru ískyggilega margar og þeim ferðum fylgdu hvískur og pískur í allar áttir með ýmsum brettum. Stúlkan átti auðvitað rétt á hreinu and- rúmslofti. En hún kaus að setjast í reyksvæði og átti þá auðvitað að taka afleiðingunum- Og ekki var ég að amast við hennar hvim- leiðu hegðan, þótt full ástæða væri til sam- anber ofangreint. En svona getur nú lífið verið snúið. Þessi saga mín á alls ekki að þjóna þeim tilgangi að vera lofgjörð til reykinganna. Ég vildi aðeins benda á að reykingar eru síst verri löstur en ýmsir aðrir sem fólk keniur sér upp, sem þó er ekki amast við. Svo vil ég að lokum óska ÞJÓÐLÍFI alls góðs í fram- tíðinni. ■ Jón Bjarnason 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.