Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 11

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 11
E R L E N T Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans: „Breytanleikinn reynist stærri stærö“ „MÉR LÍST NOKKUÐ vel á þessar breyt- ingar. Ég hef alltaf tekið þá afstöðu, eða kannski sérstöðu, að mæla breytingar í Sov- étríkjunum út frá því hvort gömlum kunn- ingjum þar eystra líði betur eða verr eftir þær. Og ég held, að þeim líði mun skár núna en áður,“ sagði Arni Bergmann, rit- stjóri Þjóðviljans, en hann dvaldi lengi í Moskvu á námsárum sínum og er einn af helstu fréttaskýrendum landsins á sviði Sov- étmála. „Það sem hreyfist fyrst eru menningar- og fjölmiðiamál," sagði Árni. „Og í þeim málum hefur greinilega heilmikið gerst að undanförnu. Hin opna umræða, glasnost, hefur skilað sér á mörgum sviðum. Það er einnig rætt um opnari kosningar, en enn er óljóst hvernig útfærslan verður, og sömu- leiðis í efnahagsmálum. Það er fyrst og fremst í umræðunni og fjölmiðlamálum sem hreytingar sjást enn sem komið er. Það sem er hvað merkilegast við þessar breytingar núna er það, að áður fyrr, hvort sem Krúsjoff var við völd eða Brésnjef, var gengið úr frá þeirri forsendu að allt væri í himnalagi - nema kannski eitthvað pínulítið sem myndi þá skjótt lagast. En undir stjórn Gorbatsjofs byrja menn á því að segja, að ástandið sé svo alvarlegt að ef ekkert verði að gert muni Sovétmenn dragast mjög aftur úr. Missa af lestinni. Margir menn, bæði til hægri og vinstri í stJórnmálum, höfðu komist að þeirri niður- stöðu að í Sovétríkjunum gæti ekkert breyst lengur. En þetta er dálítið uppörvandi varð- andi breytanleika heimsins. Breytanleikinn reynist stærri stærð en ráð var fyrir gert.“ nú að standa ábyrgir gerða sinna. Af verkun- um skulu menn verða dæmdir í Sovéti Gor- batsjofs, en ekki eingöngu af hollustu við kenninguna. Líklega á heldur ekki að vanmeta and- stöðu hins púritanska kommúnista og þá ekki síður þjóðernissinnans, sem til dæmis mislíkar tildur og vestrænt tískudaður Raisu Gorbatsjóvu og hennar líka. Hér virðist sagan endurtaka sig því ekki er þetta í fyrsta skipti sem rússneskir þjóðernis- sinnar sporna gegn vestrænum áhrifum. Frjáislyndisstefna nítjándu aldar náði t.d. aldrei að rjúfa bandalag rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar og þjóðernissinna. Hafa margir í fullri alvöru bent á ákveðna samsvörun milli kommúnistaflokksins á tutt- ugustu öldinni og kirkjunnar á öldinni sem leið í þessu gamalgróna bandalagi gegn utan- aðkomandi straumum. í þessu sambandi má nefna athyglisverða atburði, sem gerðust einmitt þá daga sem ég var í Moskvu. Um það bil eitt þúsund ungmenni, pönk- arar, rokkarar og aðrir sem kenna má við vestrænan poppkúltúr, efndu til fjöldafund- ar og gerðu síðan út sendinefnd til lögreglu þar sem beðið var um aðstoð gegn ofbeldi og yfirgangi Ijúbara, sem svo eru nefndir af því þeir koma flestir frá Ljúbertsúthverfinu í Moskvu. Ljúbarar hvorki reykja né drekka, þeir eru vel til fara, í hvítum skyrtum og með svört stutt bindi. Ljúbarar líta á það sem hlutverk sitt „að varðveita hreinleika sovéskrar æsku“, eins og þeir sjálfir orða það. Hið óhreina kemur að vestan, sítt hár, annarlegur klæðaburður og áhugi á poppmúsík. í hinu vinsæla og gagnrýna vikuriti, Ogonjok, Pjóðlífi þeirra Sovétmanna, greinir blaðamaðurinn Vladi- mir Jakovlev frá því er ljúbarar börðu hann til óbóta á götu í Moskvu. „Minn glæpur var að bera merki frá rokkhátíð í barminum,“ ■ Tímaritift Ogonjok: Gagnrýnið og vin- sælt, Þjóðlíf þeirra Sovétmanna. segir Jakolev, og bætir því við að árásar- mennirnir hefðu sagt hann vera „smánar- blett á hreinleika hins sovéska lífsmáta". Og í framhaldi af þessu er það einnig umhugsunarefni, að nú þegar lesendadálkar dagblaðanna eru opnaðir, fyllast þeir af aðfinnslubréfum og kvörtunum yfir því hve dekrað sé við útlendinga; erlendir ferða- menn séu látnir njóta sérstakra forréttinda umfram sovéska borgara og þykir fólki þetta greinilega með öllu óþolandi. Einnig örlar á gagnrýni í garð sovéskra ráðamanna að þessu leyti. Á glasnost grundvallast þær breytingar, sú umsköpun, sem Gorbatsjof hyggst reyna að hrinda fram í sovésku efnahagskerfi. Þar eru mörg ljón í veginum, ekki aðeins spilling heldur ekki síður áhugaleysi og doði. Fyrir tilstilli glasnost, hinnar opinskáu gagnrýni, er nú ætlast til þess að fjölmiðlamenn, lista- menn og aðrir hristi rækilega upp í mann- skapnum. Ef þetta tekst ekki má ætla að glasnost sé úr sögunni. Með öðrum orðum: framtíð opinnar umræðu er undir því komin hve vel tekst til efnahagslega. Þetta er sitt hvor hliðin á sama skildingnum. Flestum þeim sem ég hef rætt við ber saman um, að árangurinn komi ekki í ljós fyrr en að fá- einum árum liðnum. Einn erlendur fréttamaður skýrði þessa hugsun á eftirfarandi hátt: „Vandi Gorba- tsjofs er að fá á sitt band fólkið sem stendur undir framleiðslunni. Einu breytingarnar sem þetta fólk hefur orðið vart við eru þær, að vodkað hefur verið tekið frá því og það krafið um aukin afköst. Mikilvægasta prófið sem Gorbatsjof mun gangast undir verður þegar almenningur gerir samanburð á lífs- kjörum sínum nú og eftir nokkur ár.“ í Moskvu er fjöldi vestrænna fréttamanna og mynda þeir náið samfélag, sem einnig hefur mikil tengsl við erlenda sendimenn í borginni. Þetta fólk er yfirleitt látið búa í sérstöku húsnæði, sem fyrst og fremst er ætlað útlendingum. Þegar ég kom einu sinni í matvöruverslun þar sem eingöngu fóru fram viðskipti með erlendum gjaldeyri rann það upp fyrir mér hve margt verður til þess að þjappa þessu fólki saman. Þarna voru erlendir sendiráðsmenn og erlendir fréttarit- arar og virtust allir þekkja alla. Mín skoðun er sú, að þessi einangrun hafi orðið til þess að magna þá tilfinningu, að annars vegar værum við og hins vegar þeir — og þar á milli botnlaus gjá tortryggni. Á þessu virðist nú hafa orðið talsverð breyting, og kemur tvennt til. í fyrsta lagi ber þeim fréttamönnum sem ég ræddi við saman um að kerfið sé þeim nú allt miklu opnara varðandi upplýsingar en það var fyrir aðeins örfáum mánuðum og hafði einn fréttamaður á orði að ekki léki á því vafi að dregið hefði úr tortryggni erlendra frétta- manna gagnvart yfirlýsingum ráðamanna, þótt menn tækju að sjálfsögðu ekkert sem gefið. í öðru lagi eru menn nú farnir að skynja betur átökin innan sovéska valda- kerfisins, sem ekki virðist leggja eins mikið ofurkapp á það og áður að birtast umheimin- um sem einhuga heild. Þetta hefur aftur 11

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.