Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 13

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 13
E R L E N T er orðinn gamall og þreyttur. Jafnvel þótt hann vildi, ætti hann erfitt uppdráttar gagnvart þeim hörðu húsbændum sem þar ráða ríkjum." „En hvað með Gorbatsjov, mætir hann ekki andstöðu innan sovéska hersins og kerf- isms?“ „Jú, það gerir hann eflaust, en hjá okkur er andstaðan annars eðlis. Hér eru það ekki peningahagsmunir sem ráða heldur byggir gagnrýnin innan hersins á íhaldsemi og tor- > tryggni gagnvart Bandaríkjamönnum. En Gorbatsjof er ungur og baráttuglaður og hefur nægan kraft til þess að sannfæra menn og vinna bug á andstöðunni. í því er styrkur hans fólginn. Og í þessu liggur munurinn á stöðu hans og Reagans." Á Vesturlöndum hafa verið settar fram ýmsar kenningar um hvað valdi því að Sov- étmenn leggi nú slíkt ofurkapp á að ná samn- ingum í afvopnunarmálum. Því hefur verið haldið fram í þessu sam- bandi að sovéskt efnahagslíf fái hreinlega ekki risið undir aukinni vígtólaframleiðslu og vilji menn á annað borð auka lífsgæði landsmanna, þá sé ekki um annað að ræða en beina fjármagninu og kröftunum í annað en til vígtólanna, og þá fyrst og fremst í framleiðslu neysluvarnings af ýmsu tagi. Hitt er áreiðanlega rétt metið að vopna- 'ðnaðurinn á Vesturlöndum mun reyna eftir megni að sporna gegn niðurskurði á vígbún- aði. Og þar er hugsað fram í tímann. Það er að sjálfsögðu engin tilviljun að evrópskum fyrirtækjum er nú hverju á fætur öðru veitt verkefni, sem tengjast geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna. Með þessu er hreinlega heypt hollusta í Evrópu við þessi áform. Fram til þessa hefur vestrænn hergagna- 'ðnaður jafnan haft hina ákjósanlegustu áróðursstöðu og það væri hægt að leiða að bví rök að það væri honum hagsmunamál að halda ímynd Sovétríkjanna sem allra dekk- stri. Jafnvel þótt það sé óumdeilanleg stað- reynd, að flestar þær nýjungar sem fram hafa komið í vígbúnaðartækni á síðustu ára- tugum hafi komið að vestan, hafa þeir aðilar sem á þetta hafa bent jafnharðan verið sak- aðir um þjónkun við Sovétríkin, auk þess sem þeim hefur verið núið því um nasir að þeir hlytu þá jafnframt að vera fylgjandi öllu því sem viðgengst á sovéskum geðveikrahæl- um og undir sovéskri valdstjórn yfirleitt. Það eru engar ýkjur að þessum áróðurs- brögðum hefur óspart verið beitt og að því er virðist með bærilegum árangri. Laugardagseftirmiðdaginn 28. febrúar birtir Tass-fréttastofan fréttir af nýju frum- kvæði Gorbatsjofs í avopnunarmálum, þar sem hann öllum til mikillar furðu hverfur frá þeirri grundvallarkröfu að tengja allar hugs- anlegar tilslakanir Sovétmanna því að Bandaríkjamenn falli frá geimvarnaáætlun- inni. Sovétmenn buðust nú til þess að fjar- lægja allar meðaldrægar flaugar frá Evrópu og Asíuflaugarnar einnig, að eitt hundrað undanskildum. Nú hófust miklar vangaveltur í frétta- mannanýlendunni. Hvers vegna þessar til- lögur — og af hverju núna? Einn heimildarmaður minn sovéskur sagði að á nýafstöðnu friðarþingi í Moskvu, sem þeir sóttu meðal annarra Sakharov, Gorbatsjof og Ólafur Ragnar Grímsson, hefði Sakharov reifað ákveðnar tillögur án þess þó að þær hefðu verið birtar. Þessi heimildarmaður minn taldi, að afvopnunar- tillögur Gorbatsjofs væru mjög í anda Sak- harovs og væri þetta til marks um hve ákveð- inn Gorbatsjof væri í að ná árangri í afvopn- unarmálum og hve reiðubúinn hann væri til þess að hlusta á róttækar raddir um þessi efni. En hvers vegna núna? Hér voru ýmsar getgátur uppi. Ymsir töldu að Sovétforystan vildi notfæra sér veikleika Bandaríkja- stjórnar út af írangate-hneykslinu. Aðrir bentu á að fyrr í vikunni hefðu Sovétmenn Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss hf.: „Hyggjast leyfa erlenda fjárfestingu" „ÉG HEF aðeins tvisvar komið til Sovét- ríkjanna, í desember s.l. og svo aftur í febrúar vegna sölusamninga, svo að ég hef ekki beinan samanburð við fyrri tíma, en þarna var maður með mér sem hefur marg- sinnis komið til Sovétríkjanna og að hans mati hefur öll þjónusta og t.d. matvöruúr- val stórbatnað. Það kom mér á óvart að þetta var að mörgu leyti nokkuð gott. I febrúarferðinni voru þarna einnig á ferð með okkur fulltrúar sjávarútvegsins og lag- metisins. Svo virtist sem þær breytingar sem Gorbatsjof boðar nú hafi þegar verið gerðar að einhverju leyti hjá þeim aðilum sem þessir fulltrúar okkar áttu samskipti við. Áherslan virðist lögð á að auka úrval matvæla en endurskipulagningin er ekki komin eins langt á ýmsum öðrum sviðum. Þó heyrðum við það hjá okkar viðsemjend- um að vænta mætti breytinga þegar á þessu ári sem ganga út á að auka vöruúrval sem almenningur á kost á. Breytingarnar í Sovétríkjunum hófust með mannaskiptum í efsta lagi stjórn- kerfisins en það reynist áreiðanlega erfið- ara að gera breytingar í neðri lögum kerfis- ins þar sem eru þúsundir starfsmanna á móti hverjum einum valdhafa í efstu valda- þrepunum. Endurbætur og aukið frjálsræði virðist þó blasa við á ýmsum sviðum og get ég nefnt sem dæmi að Sovétmenn hafa lýst yfir áhuga á að auka samstarf við erlend fyrirtæki og leyfa jafnvel erlenda fjárfest- ingu í Sovétríkjunum. Við höfum aðeins kynnt okkur þetta en höfum þó ekki enn fengið í hendur þær reglur sem um þetta eiga að gilda. Þetta er auðvitað alger kú- vending frá því ástandi sem áður ríkti og yfirleitt finnst manni svífa þarna andi breyt- inga og endurskipulagningar yfir vötnum þessa dagana sem er á allan hátt mjög jákvæður." 13

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.