Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 14

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 14
E R L E N T hafíð tilraunir með kjarnorkusprengingar eftir nær tveggja ára hlé. Þetta hefði verið gert að kröfu hersins en þetta hefði knúið á um nýtt útspil. Varðandi sjálfa dagsetninguna heyrðust þær raddir að hugsanlega væri það ekki alger tilviljun að greint var frá þessu nýja frum- kvæði rétt í þann mund er íslenskur forsætis- ráðherra var að koma til landsins. Hér var bent á að tímasetningin á birtingu fréttarinn- ar hefði verið næsta óvenjuleg - á laugar- dagseftirmiðdegi — og einnig var vakin at- hygli á því hve mjög var hamrað á leiðtoga- fundinum í Reykjavík í yfirlýsingu Gorbat- sjofs: „hve litlu hefði munað í höfuðborg íslands að stigið yrði spor sem valdið hefði þáttaskilum í afvopnunarmálum." Samkvæmt þessari kenningu var Stein- grímur Hermannsson orðinn persónugerv- ingur Reykjavíkurandans, viljans til þess að ná samningum og sáttum í afvopnunar- málum. Enda fór það svo að fréttamenn fylgdust rækilega með heimsókn hins ís- lenska forsætisráðherra. Bæði lék fréttamönnum forvitni á að vita hvort eitthvað nýtt kæmi fram í viðræðum Steingríms við Gorbatsjof um stefnu hins síðarnefnda, og einnig gaf það fundinum aukið vægi að Steingrímur yrði fyrsti vest- ræni stjórnmálamaðurinn sem hitti Gorbat- sjof eftir hið nýja frumkvæði í afvopnunar- málum. Daginn sem Steingrímur ræddi við Gor- batsjof höfðu nokkrir erlendir fréttamenn samband við okkur Atla Rúnar Halldórs- son, fréttamann á útvarpinu, til þess að for- vitnast um það hvort Steingrímur hefði ein- hverjar bitastæðar fréttir að segja. Á frétta- mannafundi í fréttamiðstöð sovéska utanríkisráðuneytisins daginn eftir þótti þeim tugum fréttamanna sem fundinn sóttu það fréttnæmast sem fram kom um fyrirhug- aða rýmkun á ferðafrelsi, en Steingrímur kvaðst hafa verið fullvissaður um að frelsi Sovétmanna til ferðalaga yrði stórlega rýmk- að á næstu árum. Næstu daga sá ég þessi ummæli Steingríms birtast í ýmsum erlend- um fjölmiðlum. í Kaupmannahöfn nokkrum dögum síðar gerðist forsætisráðherra opinskárri og hafði þá orðrétt eftir þau ummæli Gorbatsjofs að þess væri skammt að bíða að þeir austan- menn byggju við meira ferðafrelsi en sjálfir Bandaríkjamenn. Einnig þessu var slegið upp. Á fréttamannafundinum í Moskvu kvað Steingrímur íslendinga vera friðelskandi þjóð, sem andvíg væri hernaðarbrölti. Kvaðst hann hafa stungið því að Gorbatsjof, að væri þess á annað borð óskað, þá væri það guðvelkomið af hálfu íslendinga að halda annan leiðtogafund í Reykjavík. Nor- rænn fréttamaður varpaði þá fram þeirri spurningu hvers vegna íslendingar byrjuðu ekki á því að losa sig við bandarískar her- stöðvar í eigin landi, „það er að segja ef ykkur á annað borð er alvara í því að tengja nafn Reykjavíkur afvopnun." Við þessa spurningu kom örlítið hik á landann. Það var þó aðeins andartak. f Sovétríkjunum sannfærðist ég endanlega um það hve geysilega landkynningu ísland öðlaðist við leiðtogafundinn. Ekki hitti ég þann mann sem ekki kunni að nefna Reykja- vík. Og í sjónvarpsliðinu sem starfaði með mér bar einn viðurnefnið „Reykjavík", enda kom á daginn að þar hafði hann verið í haust. Þær sjónvarpstökur sem beinlínis tengdust hinni opinberu heimsókn Steingríms Her- mannssonar annaðist sjónvarpstökulið, sem ég síðar frétti að væri eitt helsta úrvalslið sovéska sjónvarpsins. Þegar ég gekk til samninga um fyrirhugaðar myndatökur var mér sagt, að hér yrði allt gert fyrir starfs- mann íslenska sjónvarpsins. „fslenska sjón- varpið stóð sig með þvílíkum ágætum í haust, að eftir var tekið. Við fengum marg- víslega hjálp og aðstoð og slíku verður seint glevmt hér á bæ.“ í sovéska sjónvarpsliðinu fór fremstur myndatökumaðurinn Júrí, þreklega vaxinn og ákafamaður mikill. Júrí hafði viðurnefnið „Jarðýtan“. Ekkert verkefni óx Jarðýtunni í augum. Fyrir ekki svo ýkja löngu var hann sextíu daga og sextíu nætur á Norðurpólnum að mynda með sovéskum vísindamönnum. Og í nýafstöðnum ferðalögum Gorbatsjofs um landsbyggðina var Júrí jafnan með í för. Oftar en einu sinni meðan á heimsókn Steingríms stóð bar þeim ekki saman, blaða- fulltrúum Sovétstjórnarinnar og myndatöku- manninum Júrí um hvað væri framkvæman- legt. Einn í hópnum komst þá svo að orði, að sennilega hefðu báðir rétt fyrir sér, „því það sem venjulegu fólki er óyfirstíganlegt er Jarðýtunni sem að drekka vatn.“ Ég komst að raun um að þetta reyndist vera rétt. „Fylgdu fast á eftir mér og gerðu allt eins og ég,“ fyrirskipaði Júrí jafnan þeg- ar mikið lá við. Síðan var hlaupið á milli hersýningarflokkanna og ruðst framhjá varðmönnum sem í skelfingu viku undan er Jarðýtan æddi framhjá með augnaráði þess sem ekki verður stöðvaður. Júrí virtist hliðhollur Gorbatsjof og kvaðst hann raunar hafa spáð því fyrir mörgum árum, er hann var búsettur í Kákasushluta Suður-Rússlands þar sem Gorbatsjof var í forystu kommúnistaflokksins um árabil, að þessi maður ætti án nokkurs vafa eftir að komast í fremstu forystusveit Sovétríkjanna. Annars hafði hvorki Júrí né þessir sam- starfsmenn mínir hjá sjónvarpinu mörg orð um pólitík. Og ekki ræddum við sérstaklega í hvaða átt þeir vildu að stefnt yrði. En þegar ég óskaði eftir því að við færum og skoðuð- um veitingastað í einkaeigu, sem til stóð að opna daginn eftir — sá fyrsti sinnar tegundar í Moskvu — þá kvað Júrí uppúr, er við komum á vettvang: „Jæja, þá erum við komin í götu kapítal- istanna." „Og við hvað kennirðu þá aðrar götur hér í borg?“ „Sósíalisma. Þær eru allar sósíalískar eins og ég,“ sagði Jarðýtan og barði sér á brjóst sigri hrósandi. ■ Eftir Ögmund Jónasson Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor „Umfangsmesta tilraunin" „ÞÆR BREYTINGAR sem verið er að gera í Sovétríkjunum er umfangsmesta til- raun sem þar hefur farið fram í nokkra áratugi. Það er Ijóst að ráðamenn þar viður- kenna að margt hefur farið þar úr skorðum á undanförnum áratugum og að ef haldið hefði verið áfram á sömu braut hefðu Sov- étríkin dregist verulega aftur úr öðrum ríkj- um á sviði efnahagslegra framfara og tækni- breytinga og lífskjör ekki staðist sam- anburð við Vesturlönd. Sagan sýnir að breytingaþróun í Sovét- ríkjunum hefur verið stöðvuð bæði á þriðja áratugnum og eftir Krúsjoftímabilið og harðneskjutímabil fylgt í kjölfarið, svo það verður ekkert fullyrt um það hvort þessar breytingar sem nú standa yfir verða stöðv- aðar. Þó bendir ýmislegt til að svo verði ekki og kemur þá þrennt til. Langvarandi þreyta með gömlu forystuna frá Brésnjeftímanum og og sú staðreynd að með Gorbatsjof hefur ný kynslóð ráða- manna komið fram á sjónarsviðið. Gorbat- sjof beitir nýrri fjölmiðlatækni, sérstaklega sjónvarpinu, til að ná til almennings um öll Sovétríkin og byggir þannig upp almenn- ingsálit til stuðnings breytingunum, líkt og stjórnmálamaður á Vesturlöndum. Og í þriðja lagi gera nánustu samstarfsmenn hans sér grein fyrir því að tölvuvæðingin er forsenda þess að Sovétríkin geti orðið for- ysturíki á sviði efnahagsmála og því verði að tölvuvæða allt þjóðfélagið. Má geta sem dæmi að á skrifstofu Velikovs, sem er einn nánasti samstarfsmaður Gorbachev, hangir skilti sem vinur hans í Bandaríkjunum gaf honum og á er letrað „Computers for everybody". Hrindi Sovétmenn þeirri stefnu í framkvæmd er Ijóst að eöli tölvubyltingarinnar er þannig, að stjórnkerfi þar sem tölvur eru komnar í hendur hvers og eins hefur ekki tök á að snúa aftur til hinnar gömlu harðneskju." 14

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.