Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 17

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 17
E R L E N T Deilt um morð Rannsókn Palmemorðsins miðar ekkert RÚMT ÁR ER LIÐIÐ frá morðinu á Olof Palme og enn bendir ekkert til að lausn þess sé í sjónmáli. „Við erum aftur á horninu^á Sveavagen og Tunnelgatan", er álit þeirra er nú hafa tekið við stjórn rannsóknarinnar. Rúmu ári eftir morðið hefur lögreglan hvorki nokkrar raunverulegar sannanir sem hægt væri að nota við réttarhöld né nokkra vænlega slóð. Öll rannsókn og meðferð málsins hefur tekið á sig svip hins grátbros- lega. Fyrstu tímana eftir morðið urðu lög- reglunni á mörg mistök enda virðist svo sem hrein ringulreið hafi ríkt í höfuðstöðvum hennar eftir að ljóst varð að forsætisráð- herra landsins hafði verið skotinn. Þannig voru engir vegatálmar settir upp eða eftirlit aukið á flugvöllum eða við ferjur. Það voru einnig alvarleg mistök að tíu tímar liðu frá morðinu þar til stærra svæði en nokkrir fermetrar við morðstaðinn var afgirt. Þessa tíu tíma var stöðugur straumur fólks að morðstaðnum og vel er hugsanlegt að þá hafi sönnunargögn farið forgörðum. Daginn eftir morðið tók lögreglustjórinn í Stokkhólmi, Hans Holmér, við stjórn rann- sóknarinnar og í tæpt ár stjórnaði hann henni með festu. Hann útbjó sérstakt Palme-herbergi í lögreglustöðinni og safnaði öllum þráðum í eigin hendi. Fljótlega kom í •jós að Holmér og þeir ákærendur sein tengdust rannsókninni áttu erfitt með að vinna saman. Þegar litið er yfir starfsferil Holmérs og aðferðir hans við morð- rannsóknina vex fram mynd af manni sem fyrst og síðast vill sjá árangur af starfi sínu án tillits til þess hvernig þeim árangri er náð. Þannig var hann harðlega gagnrýndur er hann sem yfirmaður sænsku leynilögregl- unnar (Sápo) stóð að njósnum og skrásetn- 'ngu félaga í róttækum samtökum. Á sama hátt þótti hann sýna óþarfa hörku í viður- eign við hústaka í Stokkhólmi er hann var Þar lögreglustjóri. Hann hefur mikinn ahuga á eiturlyfjamálum og hefur á því sviði heitt sér fyrir auknum möguleikum lögregl- unni til handa, s.s. beitingu falinna hljóð- nema. Svo virðist sem orsök átakanna milli Holmérs og ákærendanna sé einmitt sú að Holrnér hafi viljað beita aðferðum sem ákærendurnir töldu stríða gegn réttarregl- Um- Sjálfur hefur Holmér sagt að það að beita venjulegum aðferðum við rannsókn niorðs á forsætisráðherra landsins væri álíka V|tlegt og að reyna að klífa Himalaya með þeim aðferðum og útbúnaði sem notaður V;eri við gönguferðir á Jótlandi. Vandséð er hvað hann á við með þessum °rðum, því þótt Olof Palme hafi verið for- Sietisráðherra er ekkert sem bendir til að ‘innað og meira hafi vakað fyrir morðingjan- um en það sem honum tókst. Valdarán eða annað álíka virðist ekki hafa verið hug- myndin. Og í því ljósi virðist líking Holmérs út í hött. Ákærendurnir hafa líka ljóslega tekið þann pól í hæðina að venjulegum réttarreglum yrði að fylgja og hugsanlegum sakborningum bæri sami réttur og almennt tíðkast. Hér virðist kjarni ágreiningsins. En gagnrýnin á Holmér hefur einnig náðtil almennari þátta rannsóknarinnar. Þannig telja ýmsir að hann hafi í alltof ríkum mæli bundið sig við ákveðna þætti málsins og á þann hátt gert rannsóknir annarra erfiðar. Ljóst virðist t.d. að allsendis er óvíst hvort þær byssukúlur sem fundist hafa í grennd við morðstaðinn hafi verið notaðar við morðið eða hvort vera þeirra þar á sér aðar skýringar (t.d. að þær hafi átt að afvegaleiða rannsóknina). Birting hinnar frægu teikningar af grunsamlegum manni hefur einnig þótt vafasöm, m.a. sökum þess að hún hafi e.t.v. dregið úr fólki með að segja ■ Olov Palme. ■ Rannsóknin beinist nú aftur að morð- staðnum. frá öðrum grunsamlegum mönnum. Teikningin hafi hvort eð er verið svo al- menn, að flestir kannist við einhvern sem líkist henni (sjálfum hefur mér alltaf fundist hún grunsamlega lík Kafka!). Síðast en ekki síst virðist Holmér mánuðum saman hafa verið fastur í sinni svokölluðu aðalslóð, þ.e. grunsemdum um að félagar í flokki Kúrda, PKK, hafi staðið á bak við morðið. Enn þann dag í dag segist Holmér vera 95% viss um að þar sé morðingjann að finna. Ákær- endurnir á hinn bóginn segjast ekkert geta fundið sem styðji þessar grunsemdir. Er með ólíkindum að menn með svipaða menntun og þjálfun að baki og með sömu gögn í hendi geti komist að svo gjörólíkri niðurstöðu. Vandséð er hvaða hag þeir Kúrdar ættu að hafa haft af morðinu og hefur engin líkleg skýring verið lögð fram. Miklu líklegri virðist sú hugmynd sem nokkuð hefur verið rædd að morðið hafi verið framið af „föð- urlandsvinum“, þ.e. manni eða mönnum sem hafi talið Palme hættulegan frelsi og sjálfstæði Svíþjóðar. Sannanlega hafa slíkar hugmyndir verið viðraðar og það allt frá nýnasistum í Nordiska Rikspartiet yfir fas- ísku ruglukollana í Evrópska Verkamanna- flokknum (EAF) og inn í ungliðasamtök hægriflokksins, Moderata Samlingspartiet. Alvarlegra er þó, að rökstuddur grunur er um að hópar innan lögreglunnar og leynilög- reglunnar hafi verið þessar skoðunar. Þar við má svo bæta að í blöðum og útvarpi hafa komið fram ásakanir, studdar traustum lík- um, að rannsóknarlið Holmérs hafi lítt eða ekki rannsakað vitnaframburð um sérkenni- lega hegðan lögeglumanna morðnóttina og jafnvel reynt að gera þau vitni grunsamleg. Er ekki að undra þótt óhugur grípi marga. í lok janúar var orðið ljóst að rannsókn málsins var komin í slíkan hnút, að á hann varð að höggva. Ríkisstjórnin greip þá inn í og stokkaði upp í forystusveitinni. Holmér vék sem einvaldur rannsóknarinnar og nefnd tók við. Hann sætti sig við þessa nýskipan í mánuð, en sagði síðan af sér bæði sem meðlimur rannsóknarnefndarinnar og sem lénslögreglustjóri. í harðorðu bréfi sem birtist í Expressen ásakaði hann nefndina um að vera ekki starfi sínu vaxin. Jafnframt fullyrti hann að ekkert raunverulegt rann- sóknarstarf ætti sér stað og hann gæti ekki á nokkurn hátt tekið ábyrgð á því sem væri að gerast. Og þannig er staðan í dag. Rannsóknin beinist aftur að sjálfu morðkvöldinu. Sem ég sit og skrifa þetta sé ég á auglýsingasíðum síðdegisblaðanna að lögreglan óskar eftir að komast í kynni við alla sem Iögðu bílum sínum í grennd við kvikmyndahúsið, sem Palmefjölskyldan var í þetta kvöld. Gler- augu sem fundust í gennd við morðstaðinn eru athuguð á ný. Sú sem skissaði myndina af þeim hinum grunsamlega manni er enn kölluð í yfirheyrslu. Þetta er líkt og að fær- ast ár aftur í tímann — allt er endurtekið. Ætli við verðum nokkru nær að ári? ■ Ingólfur V. Gíslason/Svíþjóö 17

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.