Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 21

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 21
ERLEN T vopnaða árás norður á bóginn og ekki átt síður en hinir hlut að illindunum á landa- mærum. Stalín mun hafa gefið Kim sam- þykki til innrásarinnar, sennilega vegna þess að honum hefur skilist á ummælum banda- rískra ráðamanna að þeim stæði nokkuð á sama um Kóreu. Sú afstaða hefði raunar verið í samræmi við tiltölulega mikið kæru- leysi engilsaxnesku stórveldanna um Kóreu allt frá „opnun“ landsins í lok 19. aldar. Þrátt fyrir gífurlega eyðileggingu sem stríðið olli, urðu bæði kóreönsku ríkin furðufljótt vettvangur mikilla „efnahags- undra“. Miklu um það olli að vegna skipt- ingarinnar varð landið keppnisvettvangur austurs og vesturs, þar sem hvor aðilinn um sig reyndi að sýna fram á yfirburði síns efnahagskerfis. Attu kóreönsku ríkin bæði því tiltölulega auðvelt með að fá lán og viðskiptafyrirgreiðslu, hvort um sig hjá sín- um vinum. En konfúsíanskur hugsunarhátt- ur landsmanna sem felur í sér mikla áherslu á vinnusemi og hollustu við eigið samfélag átti hér áreiðanlega verulegan hlut að máli. Ákvörðunin um að halda næstu Ólympíu- leika í Seúl er merki þeirrar virðingar er Kórea nýtur vegna framfaranna þar í efna- hags- og atvinnumálum, en fyrrgreind keppni veldur þar og trúlega einhverju um. Konfúsíanskur kommúnismi. í hvor- ugu ríkinu getur stjórnarfarið taiist til fyrir- myndar frá vestrænum sjónarhóli séð. í stríðslokin var reynsla Kóreumanna af lýðr- æði alls engin. í S-Kóreu var ráð fyrir því gert, í orði kveðnu a.m.k., að landið yrði lýðræðisríki að vestrænni fyrirmynd, en Shingman Rhee og aðrir sem Bandaríkja- menn settu þar til valda höfðu dvalist í útlegð árum saman og voru í engum tengsl- um við landsfólkið. Þegar þeim mistókst að fá það til fylgis við sig var fljótt gripið til ofbeldiskenndra stjórnaraðferða. „Efna- hagsundrinu" hafa verið samfara mikil sam- skipti við Vesturlönd, og þaðan hafa flætt inn í landið vestrænar hugmyndir um lýðr- æði og tjáningarfrelsi, sem áreiðanlega hafa ýtt mjög undir andstöðuna, sem mest gætir meðal stúdenta og menntamanna. Frá N-Kóreu hefur miklu minna heyrst af stjórnarandstöðu, meðfram kannski vegna þess að ríkið er mjög lokað fyrir umheimin- um svo að minnir á tíð Yi-konunganna fyrr- um. Líka gæti þetta stafað af því að þeir sem minnstan þokka höfðu á stjórn Kims, höfðu flestir flúið suður, en flóttinn þangað norðan úr landi var mikill fyrst eftir heims- styrjöldina og á stríðsárunum 1950-‘53. Einnig er á það að líta að landsmenn hafa aldrei öðru kynnst en harðstjórn langt aftur í tímann. Stjórn Kims kann mörgum að virðast viðkunnanleg í samanburði við stjórn Japana. Trúariðkun mun hafa verið ■ Konfúsíusarsi&ur er mjög útbreiddur í báftum Kóreuríkjum, jafnvel meira í norftrinu en su&rinu. Megináherslan er lögft á hollustu vift fjölskyldu og leift- foga - sta&reynd sem Kim í nor&ri nýtir sér til fullnustu. 1939-40 biðu skæruliðar þeir sem hér um ræðir hrakfarir miklar fyrir Japönum og flúðu þá Kim-Il-Sung hinn nýi og fleiri kóre- anskir skæruliðar yfir landamærin til Sovét- ríkjanna. Kim kvað síðan hafa dvalist í sov- ésku Mið-Asíu við heræfingar, tekið þátt í bardögum á Stalíngrad-vígstöðvunum í jan- úar 1943 og getið sér þar gott orð og verið gerður að majór í sovéska hernum. Þegar svo Rússar hernámu norðurhluta Kóreu í stríðslokin, var Kim í för með þeim og varð tneð þeirra stuðningi æðsti maður í því kom- múníska ríki sem fljótlega var stofnað á sovéska hernámssvæðinu. Bandaríkjamenn vildu fyrst og fremst hafa Japan út af fyrir sig að unnum sigri, en töldu hyggilegast að ná einhverri fótfestu í Kóreu yfirráðum sínum í Japan til trygging- ar- Þetta leiddi til sundurskiptingar landsins, °g kóreanskir sjálfstæðissinnar, svo sundr- aðir sem þeir voru, urðu þar engin hindrun í Vegi. Fjandskapur risaveldanna leiddi til Þess að þau efldu til valda, hvort á sínum Parti, þá aðila sem ólíklegastir voru til vin- áttu við hitt risaveldið og skjólstæðinga þess. Sú spenna sem þannig kom til leiddi til Kóreustríðsins 1950-53. Hófst sá ófriður með mikilli og greinilega vel undirbúinni sókn norðlendinga, en að vísu má vera að þeim hafi verið hægt um hönd að verða sér uti Urn átyllu til þess tiltækis, því ráðamenn sunnanmanna höfðu haft í hótunum um 21

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.