Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 22

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 22
E R L E N T útrýmt að mestu og kommúnisminn er ríkis- hugsjón. Einnig þetta minnir á Yi-tímann, en þá var mjög þrengt að öllum trúar- brögðum öðrum en Konfúsíusarsið. Raunar er sumra mál að norðurríkið sé í raun konfúsíanskara en suðurríkið; embætt- ismenn og starfsmenn hins alráða flokks skipi hliðstæðan sess í ríkinu og aðallinn áður. Athyglisvert er raunar hve kommún- ismanum hefur orðið vel ágengt í löndum mótuðum af Konfúsíusarsið (Kóreu, Kína, Víetnam). Nú er svo að sjá að stefnt sé að því að gera N-Kóreu að erfðaeinvaldsdæmi, og er það auðvitað einnig í fullu samræmi við fornar hefðir. Hinn mikli árangur í efnahags-og atvinnu- málum hefur vitaskuld ýtt undir þjóðar- stoltið, bæði í norðri og suðri. í S-Kóreu er þetta sett í samband við vaxandi veldi Kyrrahafsríkja á þeim vettvangi og því hald- ið fram að þetta sanni yfirburði A-Asíu framyfir Vesturlönd. f því sambandi er því haldið fram að Konfúsíusarsiður, þar sem megináhersla er lögð á hollustu við fjöl- skyldu og leiðtoga eigin samfélags, sé giftu- drýgri en kristnin með sitt allsherjarbræðra- lag og alþjóðahyggju. í norðurríkinu er þjóðernishyggjunni samfara mikil leiðtoga- dýrkun. Undirgefni Kims við Rússa heyrir til löngu liðinni tíð og í deilum þeirra og Kínverja hefur hann í stórum dráttum farið bil beggja. f sumum norðurkóreönskum sagnfræðiritum er þess að litlu eða engu getið að Rússar ráku Japani úr norðurhluta landsins, og sama er að segja um stuðning Kínverja við N-Kóreu í Kóreustríðinu. Upp- haflega hefur fyrirmynd Kims að leiðtogadýrkuninni trúlega verið Stalíns- dýrkunin í Sovétríkjunum, en öðrum þræði am.k. hefur þessi dýrkun orðið pólitískt bragð til þess að leggja áherslu á algert sjálfstæði landsins gagnvart öllum utanað- komandi aðilum. Það kann að hafa veruleg sálræn áhrif á þjóð sem lengstum hefur verið undir aðra gefin. Með þessu gerir Kim mun á sér og Yi-konungunum, sem voru und- irmenn Kínakeisara, og S-Kóreu sem er all- háð Bandaríkjunum og Japan vegna náinna efnahagslegra tengsla og bandarískrar her- setu. Liður í þessum áróðri er að reynt er að upphefja Kim sem hugmyndafræðing á heimsmælikvarða og í því sambandi er talað um „kimilsúngisma" sem nýtt stig í þróunar- sögu marxismans. Fjandskapur ríkjanna. Ekki blæs byr- lega fyrir endursameiningunni, enda vill hvorugur aðilinn sameiningu nema með eigin skilyrðum. Fjandskapurinn milli ríkj- anna er orðinn rótgróinn og úr grasi vaxnar kynslóðir sem aldrei hafa þekkt sameinaða Kóreu. Ríkin hafa þróast sitt í hvora áttina hvað efnahagskerfi og ríkishugsjónir snertir. Þar að auki er ólíklegt að stórveldin kæri sig um sameiningu. Sameinuð Kórea gæti, vegna mikils efnahagsmáttar, orðið töluvert öflugri gagnvart grannríkjunum en landið er í sínu núverandi sundurskiptingarástandi, og erfitt er að reikna út hvaða stefnu slíkt ■ Ólympíuleikvangurinn í Seúl. ríki tæki í utanríkismálum. Þó herma kunn- ugir menn á þessum vettvangi að Kínverjar, sem leikur hugur á að komast í verslunar- sambönd við S-Kóreu, reyni nú í þeim til- gangi að draga úr óvináttunni milli kóre- önsku ríkjanna, en svæsinn andkommún- ismi S-Kóreu hefur hingað til komið í veg fyrir eðlileg viðskipti hennar við kommúnísk ríki yfirleitt. Þessi viðleitni Kínverja kann að hafa borið einhvern árangur, því að sagt er að N-Kóreumenn hafi upp á síðkastið orðið eitthvað mildari í orðum um landa sína í suðri. Fjandskapurinn milli N-Kóreu og Bandaríkjanna hefur orðið verslun fyrr- nefnda ríkisins við vestræna heiminn mjög til hindrunar, þannig að það er upp á Sovét- ríkin og Kína komið hvað tækniaðstoð og verslun snertir. Það ástand er Kim og hans mönnum, svo miklir sjálfstæðissinnar sem þeir vilja vera, þyrnir í augum. Á því ástandi gæti orðið breyting með batnandi sam- skiptum við suðurríkið. Minnkandi fjand- skapur og aukin samskipti milli kóreönsku ríkjanna í náinni framtíð eru því ekki óhugs- andi, þótt endursameining virðist langt undan. ■ Eftir Dag Þorleifsson ' ■ Frá mótmælum í S-Kóreu. ■ Málverk frá norórinu er á aó sýna fögnuó íbúa frelsaóra svæóa í suórinu yfir leiótoga sínum. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.