Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 29

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 29
I N N L E N T Frá Ankara til Húsavíkur Tvenn hjón sóttu kjörbörn til Tyrklands í mars ÞAU VORU ALSÆL hjónin frá Húsavík sem Þjóðlíf hitti að máli um seinustu mánaðamót þá nýkomin til landsins frá Tyrk- landi eftir strangt og erfitt þriggja vikna ferðalag en að sama skapi árangursríka för. Þetta voru þau Hermann Larsen og Kristrún Sigtryggsdóttir sem voru að ættleiða sitt annað barn frá Tyrklandi og Matthías Annisíus og Jane Annisíus sem verið hafa í eitt og hálft ár á biðlista félagsins íslensk ættleiðing og fengu nú sína æðstu ósk uppfyllta; tvíbura til ættleiðingar. Kristrún og Hermann fóru til Tyrklands árið 1981 og ættleiddu litla stúlku sem nú er að verða 7 ára gömul. „Við höfðum lengi hugleitt að reyna að fá annað kjörbarn því við töldum að það væri gott fyrir hana að eignast systkyni,“ segir Kristrún, „en þegar lokað var á tengilið íslenskrar ættleiðingar gerðum við tilraun til að endurvekja sambandið sem við höfðum fengið við Tyrkland. Það tókst mjög snögglega í febrúar og jafnframt bauðst öðrum hjónum að fara með og ættleiða annað barn þar. Jane og Mattías gripu þegar það tækifæri,“ segir hún. Það gekk á ýmsu í ferðinni en hver tilviljunin rak aðra og allt blessaðist í lokin. „Þegar við komum út kom í Ijós að við gátum ekki fengið það barn sem okkur hafði verið ráðstafað en í lokin fengum við þó annað barn og það einkennilega við það var, að sú stúlka var á sama barnaheimili og við fengum dóttir okkar á í Ankara í fyrri ferðinni 1981. Og hún bar meira að segja sama nafn, Serap, sem þýðir Sara á íslensku,“ segir Kristrún. Sara litla er talin vera eins árs gömul en enginn veit það þó með vissu því hún fannst yfirgefin á götu í desember og hefur ekki tekist að finna foreldra hennar. Henni var því komið fyrir á barnaheimili þar sem mikið er af yfirgefnum og ntunaðarlausum börnum allt upp í 12 ára aldur. Þar hefur hún fengið alla brýnustu umönnun en er máttlítil vegna þess að hún hefur lítið verið hreyfð úr rúminu sínu. „Hún er þó heilsuhraust og stælist ábyggilega og braggast öll með tíð og tíma,“ segir Kristrún. Jane og Matthías voru á biðlista hjá íslenskri ættleiðingu og vildu ættleiða tvö börn. Höfðu þau fengið leyfi til að sækja barn til Sri Lanka í apríl á síðasta ári þegar dómsmálaráðuneytið lokaði fyrir þá leið. Þau voru orðin mjög vondauf þegar þeim bauðst allt í einu að sækja eins og hálfsárs gamla stúlku til Tyrklands í gegnum tengilið þeirra Hermanns og Kristrúnar. Af einhverri ástæðu fengust forráðamenn stúlkunnar þó ekki til að gefa hana til ættleiðingar þegar til kom en þau Jane og Matthías þurftu þó ekki MAGNUS REYNIR JÓNSSON ■ Ánægöar fjölskyldur aö leiðarlokum: Kolbrún Sara ásamt móöur sinni Kristrúnu og Söru litlu, Jane, Marta, Matthías og Ómar. að snúa vonsvikin heim á leið því á síðustu stundu var þeim bent á tvíbura sem þau gátu fengið. Þetta voru tveggja ára strákur og stúlka, Memet og Melek, sem voru í heimahúsi hjá öldruðum afa sínum og ömmu en áttu enga aðra að sem gátu annast þau og því höfðu gömlu hjónin ákveðið að gefa þau umhyggjusömum for- eldrum til ættleiðingar. Og nú hafa Memet og Melek fengið íslensku nöfnin Ómar og Marta og virðast una hag sínum hið besta í nýjum heimkynnum á íslandi. Kolbrún Sara er líka yfir sig ánægð með litlu systir sína og nöfnu frá Ankara. Þrátt fyrir að þessi hjón hafi fengið góða úrlausn sinna mála er lítil von til að þarna hafi opnast ættleiðingartengsl fyrir fleiri hjón því mjög erfitt er að fá börn ættleidd í Tyrklandi. Að sögn Kristrúnar og Jane var tengiliður þeirra í Tyrklandi ákaflega varkár gegnvart útlendingum því hjón frá mörgum löndum reyna mikið til að fá börn ættleidd í Tyrklandi og sumir bjóða fram stórar fjárfúlgur til að fá börnin keypt. „En hann sagði okkur að hann veitti slíku fólki aldrei úrlausn. Var hins vegar mjög já- kvæður gagnvart íslendingum því reynslan af þeim væri mjög góð og því er ekki alveg útilokað að einhver hjón geti fengið börn frá Tyrklandi síðar meir en það verður þó aldrei í miklum mæli,“ segja þær. !st að komast inn í þau sambönd, eftirspurn- ,n er það mikil þar líka. Þar er t.d. mikið um jýttleiðingar frá Indlandi og sá möguleiki er * staðar að við komumst í samband við það and einnig, en eins og málið horfir nú er alls °v,st hvort okkur tekst að koma okkur upp samböndum — en við reynum það stöðugt,“ Segir Engilbert í samtali við ÞJÓÐLÍF. .Þegar hjón hafa haldið utan til að sækja er barn hefur ævinlega verið búið að ganga ra málum þannig að þau þurfa ekki að vera ovissu um hvort þau fá barnið þegar á angastað kemur. Oftast eru börnin þá und- e "mSjÓn a barnaheimili, og undir öllum t ! e8um kringumstæðum hafa þarlend jornvöld eftirlit með heimilinu og ráðstöf- un barnanna. Fréttir í stórblöðum erlendis nýverið um stórfellda misnotkun á börnum sem ættleidd hafa verið erlendis frá Sri Lanka síðustu mánuði, hefur þó haft það í för með sér að ætla má að enn meiri varkárni og eftirlits sé að vænta í þessum málum en áður. Aukin eftirspurn eftir ættleiðingum barna hefur vakið upp spurningar um fjölda barn- lausra hjóna hér á landi og hvort ófrjósemi færist í vöxt. Eins og fram kemur í viðtali við Jón Hilmar Alfreðsson,lækni, hér í blaðinu má örugglega ætla að a.m.k. tíu prósent hjóna og óvígðra para geti ekki átt börn. Rétt er að geta þess að aðeins hjón geta fengið leyfi til ættleiðingar skv. lögum, en spurningin er sú hvað sé til ráða fyrir þetta fólk ef ekki er kostur á ættleiðingu. Hversu stór er þessi hópur? Engilbert Valgarðsson segir að nær undantekningarlaust hafi þau hjón sem leita til íslenskrar œttleiðingar áður fengið úrskurð lækna um að þau geti ekki átt barn og oftast hafi þetta fólk einnig snúið sér til Félagsmálastofnunar til að reyna mögu- leikann á því að fá íslenskt barn ættleitt áður en farið er að huga að því að ættleiða er- lendis frá. Á mannfjöldaskrá Hagstofunnar eru nú skráð rúmlega 46 þúsund hjón hér á landi og samkvæmt upplýsingum Jóns Hilmars má þá ætla að óviljandi barnlaus hjón séu nálægt 5000 talsins. Geti læknisfræðilegar aðgerðir 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.