Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 31
I N N L E N T
10 prósent hjóna
óviljandi barnlaus
Jón Hilmar Alfreðsson
kvensjúkdómalæknir
AUKINN FJÖLDI ættleiðinga hin síðari ár og vaxandi eftirsókn
eftir ættleiðingum erlendra barna vekur upp spurningar um fjölda
barnlausra hjóna og para hér á landi. Hver er tíðni ófrjósemi?
Færist ófrjósemi í aukana? Er hægt að ráða bót á barnleysi eftir
öðrum leiðum en með ættleiðingu, - leiðum læknavísindanna?
Á kvennadeild Landspítalans starfar Jón Hilmar Alfreðsson,
sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Jón hefur haft
yfirumsjón með tæknifrjóvgunum sem gerðar hafa verið á kvenna-
deildinni allt frá árinu 1980. Nú munu milli 50 og 60 íslensk börn
vera getin með þessum tæknilegu aðferðum, tæknifrjóvguninni, en
fleiri ráð eru til. PJÓÐLÍF leitaði til Jóns Hilmars um frekari
upplýsingar.
„Það er enginn vafi á því að óviljandi barnleysi er mörgum mikið
vandamál. Vandamál vegna barnleysis koma yfirleitt ekki upp fyrr
en eftir nokkurra ára sambúð, vígða eða óvígða, en þegar fólk gerir
sér það ljóst að það getur af einhverjum ástæðum ekki átt barn
verður það því oftast mikið áfall og það vill allt gera sem tiltækilegt
er til að ráða bót á barnleysinu," segir Jón.
Reynir fólk þá œttleiðingarleiðina áður en það leitar til læknis?
„Nei, oftar er það á hinn veginn, að fólk leitar sér læknishjálpar
en ef hún gengur ekki þá verður ættleiðing síðasta úrræðið.“
Hversu algengt er að fólk geti ekki átt barn?
„Það er í reynd engin leið að fá nákvæmar upplýsingar um það en
reynt hefur verið að meta þetta eftir ýmsum leiðum. í ná-
grannalöndunum er talið að um tíu til 15 prósent hjóna séu óvilj-
andi barnlaus en hér á landi eru það sennilega um eða yfir tíu
Prósent. Þetta er auðvitað mikill fjöldi þegar tíunda hvert par getur
ekki átt barn og virðist heldur færast í aukana. Helsta ástæðan felst
líklega í því að fólk fer seinna af stað með barneignir en áður. Unga
fólkið í dag vill mennta sig og ná starfsframa áður en barneignir
hefjast og notar því getnaðarvarnir. Það telur sig öruggt fyrir
getnaði og leyfir sér meira frjálsræði í kynlífi. Þetta hefur aftur á
móti í för með sér aukna hættu á að eitthvað gerist með árunum sem
veldur því að barneignir takast ekki þegar loks á að eignast börn.
Kynsjúkdómar eru hluti af orsökinni og hafa aukist á seinni árum.
Niðurstaðan af þessu verður svo sú að viljandi barnlaus hjón geta
°rðið óviljandi barnlaus af þessum ástæðum. En með þeim úr-
ræðum sem nú eru tiltæk ætti að vera hægt að hjálpa nær helmingn-
nrn af þessu fólki.“
Jón segir að einkum sé um fernskonar úrræði að ræða: í fyrsta
lagi tæknifrjóvgun sem er orðin mjög algeng, þá smásjárskurðlœkn-
'tigar á lokuðum eða of þröngum eggjaleiðurum, í þriðja lagi
[yfjagjöf til að framkalla egglos og loks glasabörn. „Það má segja að
'nð höfum kost á öllum þessum úrræðum hér á landi — að glasa-
oörnunum undanskildum,“ segir hann.
Fegar karlinn er ófrjór hefur þurft að framkvæma tæknifrjóvgun
nteð sæði óþekktra sæðisgjafa sem oftast hefur komið frá sæðis-
’nnka í Danmörku. Þessu gat fylgt sú hætta að smitsjúkdóinar
^ærust með sæðinu, að sögn Jóns, s.s. kynsjúkdómar, lifrarbólgu-
virus og nú síðast eyðniveiran. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að
yrirbyggja þessa hættu og er talið að það hafi tekist svo að
nrnsækjendur um tæknifrjóvgun í dag þurfa ekki að hafa áhyggjur
þessu.
»Byrjað var að framkvæma tæknifrjóvganir hér árið 1980 og voru
■ Jón Hilmar Alfreðsson, kvensjúkdómalæknir: Fernsiconar úr-
ræði eru til handa barnlausum hjónum. Tæknifrjóvganir, en þær
eru orðnar þó nokkuð margar hér á landi, smásjárskurðlækningar
á lokuðum eða of þröngum eggjaleiðurum, lyfjagjafir til að fram-
kalla egglos og glasabörn, en síðasttalda leiðin er ekki farin hér á
landi. Jón Hilmar kemur hér fram með þá athyglisverðu hugmynd
að reynt verði að hafa áhrlf á þær konur sem ætla að gangast
undir fóstureyðingu í þá átt að ganga heldur með barnið og gefa
barnlausum hjónum.
gerðar milli tíu og 15 aðgerðir á ári allt til 1986 er þær féllu niður á
meðan verið var að koma betri reglu á þessi mál og gera varúðar-
ráðstafanir,“ segir Jón. „Nú er þetta hins vegar að komast í gang
aftur og gengur vel enda skilar þessi aðferð yfirleitt góðum árangri.
Fólk hefur verið ánægt því þetta er tiltölulega einföld aðgerð og
henni fylgja ekki nein vandamál.14
Pessi úirrœði gagnast þó ekki öllum og eftir stendur stór hópur
fólks sem sér ekki önnur ráð en ættleiðingu til að ráða bót á barnleysi
sínu. Hefurðu orðið var við vanda vegna þessa nú þegar
dómsmálaráðuneytið hefur takmarkað ættleiðingar barna erlendis
frá?
„Já, ég hef fundið það. Læknar hafa kynnst ættleiðingum er-
lendra barna hér vegna þess að öll ættleidd börn þarf að koma með
til læknisrannsóknar við komuna til landsins og við gefum út
vottorð um heilbrigði þeirra. Þetta hefur helst verið í verkahring
barnalækna en ég hef þó orðið var við að þegar ættleiðingar hafa
svo til stöðvast nú er ljóst að margt fólk á í verulegum vandræðum
því það er mjög lítið um að hægt sé að fá ungbörn ættleidd hér
innanlands. Hérgeta því fóstureyðingar komið inn í myndina vegna
þess að nú eru gerðar yfir 700 fóstureyðingar á ári og það er
íhugunarefni hvort ekki væri hægt að koma málum þannig fyrir að
einhverjar konur sem sækja um fóstureyðingu af félagslegum ástæð-
um vildu ganga með barnið og fæða það fyrir ættleiðendur. Ég hef
töluvert velt þessu máli fyrir mér og finnst full ástæða til að reynt
verði að hafa áhrif þarna á.“
Svo er það farið að tíðkast víða erlendis að konur taka það
beinlínis að sér að ganga með barn fyrir konur sem árangurslaust
hafa reynt að vcrða þungaðar...
„Já, þessa svokölluðu „surrogate“ eða staðgengilsmeðgöngu, þar
sem konur ákveða að verða ófrískar í fjáröflunarskyni, þekkjum við
m.a. frá Bandaríkjunum en Bretar hafa bannað þetta og það er ekki
hrifning yfir þessu, enda tíðkast þetta ekki hér, enn sem komið er
a.rn.k."
31