Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 35
INNLEND STJÓRNMÁL
Vargöld í Valhöll
Sagan að baki klofningnum í Sjálfstæðisflokknum
s<JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur
Verið langstærsti flokkur landsins um langa
hríð með um 40 prósent atkvæða í þingkosn-
lngum. Flokkurinn hefur með fáeinum und-
antekningum setið í ríkisstjórn allt frá stofn-
Un lýðveldisins. Raunar hefur engin ríkis-
^jórn án Sjálfstæðisflokksins setið heilt
Nörtímabil og í kjölfar slíkra vinstri stjórna
hefur flokkurinn hafist til forystu á ný sterk-
‘iri en á undan. Ólafur Thors varð forsætis-
ráðherra 1959 í kjölfar falls vinstri stjórnar
°g Geir Hallgrímsson 1974.
í Reykjavík hefur Sjálfstæðisflokkurinn
n‘er alliaf haft meirihluta í borgarstjórn;
hhssti hann reyndar 1978 en vann aftur 1982
fékk þá ríflega 50 prósent atkvæða og tólf
1nrgarfulltrúa af 21. Fyrr á árum var nokk-
Un algengt að annaðhvort Alþýðuflokkur
f°a Sjálfstæðisflokkur hefðu meirihluta í
‘•upstöðum landsins. Alls staðar utan
eykjavíkur hafa þessir eins flokks meiri-
U[ar tapast og ekki unnist strax aftur.
Velgengni Sjálfstæðisflokksins hefur ver-
^, með ólíkindum sé miðað við aðra sam-
a-'nlega flokka í nágrannalöndum okkar. Á
erðurlöndum eru stærstu flokkarnir jafn-
‘lrmannaflokkar; nokkur samheldni hefur
ríkt til vinstri en hægri öflin verið klofin í
ýmsa flokka og flokksbrot. Á íslandi hefur
ríkt klofningur — jafnvel hatrömm átök —
til vinstri en Sjálfstæðisflokknum hefur tek-
ist að forðast klofning, þrátt fyrir ýmsar
innanflokksdeilur. Nú síðast lánaðist
flokknum að standa af sér stjórnarmyndun
Gunnars Thoroddsen sem með atfylgi nokk-
urra annarra þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins — Alberts Guðmundssonar, Pálma Jóns-
sonar í Norðurlandi vestra, Friðjóns Pórðar-
sonar á Vesturlandi og Eggerts Haukdal á
Suðurlandi — gekk til stjórnarsamstarfs við
Framsóknarflokk og Alþýðubandalag en
meirihluti Sjálfstæðisflokks var í harðri
stjórnarandstöðu. Flokkurinn klofnaði ekki
þrátt fyrir þetta — og mér er til efs að
nokkur stjórnmálaflokkur, innanlands eða
utan, gæti hafa sýnt af sér aðra eins aðlögun-
arhæfni og þanþol og Sjálfstæðisflokkurinn
gerði þá.
Fyrir rúmum mánuði síðan virtist Sjálf-
stæðisflokkurinn vera í mjög sterkri stöðu.
Um miðjan marsmánuð birtust skoðana-
kannanir sem sýndu samhljóða niðurstöðu:
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26-27 þingmenn
og til þess að hægt væri að mynda stjórn án
hans yrðu allir flokkar — Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag, Framsókn og Kvennalisti
— að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn gat
einfaldlega valið sér samstarfsflokk: annað-
hvort Alþýðuflokk eða Framsóknarflokk.
Aðrir möguleikar voru varla fyrir hendi.
Þá gerðust mikil tíðindi. Þann 26. mars
klofnaði flokkurinn í herðar niður. í stað
samheldni til hægri og óeiningar til vinstri er
nú komin sundrung til vinstri og hægri.
Hvernig gat þetta eiginlega gerst?
Sveigjanleg stefna. Frá upphafi var
Sjálfstæðisflokkurinn „íslenskastur" allra
flokka — í þeim skilningi að hann átti sér
engar beinar erlendar fyrirmyndir. Á
Norðurlöndum urðu til bændaflokkar, eins
og Framsókn; jafnaðarmannaflokkar, eins
og Alþýðuflokkurinn; kommúnistaflokkar,
eins og Kommúnistaflokkur íslands. Sjálf-
stæðisflokkurinn tvinnaði hins vegar saman
35