Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 43

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 43
KOSNINGAÚRSLITIN Kosningaúrslitin staöfesta hrun flokkakerfisins ÞAÐ ER HVORKI hægt aö tala um hægri né vinstri sveiflu í kosningunum sögulegu 25. apríl. Kosningaúrslitin verða heldur ekki túlkuð afdráttarlaust með eða á móti stjórn- arstefnu síðasta kjörtímabils. Kjósendur gáfu á engan hátt til kynna hvaða stjórnar- forystu þeir vildu næstu árin. Fylgissveiflur áttu sér fyrst og fremst stað frá gömlu flokk- unum til nýrra framboða, klofningsfram- boða og flokka sem komið hafa með nýjar úherslur inn í íslenska pólitík. Borgaraflokkurinn fær stærstan hluta af fylgistapi Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- bandalagið virðist tapa mest til Kvennalista, Framsókn missir mest sitt fylgi til sérfram- Boðs Stefáns Valgeirssonar á Norðurlandi eystra en endurheimtir að stórum hluta fylgi sérframboðsins í Norðurlandi vestra 1983. Kjósendur virðast ekki hafa tekið sig upp og flutt sig langleiðir, fram og til baka, í ís- lenska flokkakerfinu í neinum inæli ntiðað v'ð þxr geysilegu fylgissveiflur sem áttu sér stað í kosningunum 1978. Vinsælir stjórn- oiálaforingjar laða til sín mikið fylgi: Albert f>uðmundsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson á Austurlandi, Jón Baldvin Hannibalsson að ógleymdum Stef- áni Valgeirssyni á Norðurlandi eystra — í aðaldráttum sýnast kjósendur þó ekki hafa hætt sér langt frá „sínum heimaslóðum" í flokkakerfinu en andstæðu pólarnir í ís- 'enskri pólitík, Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag, fá báðir rækilega ráðningu í þessum kosningum og þarf að leita allt aftur til ársins 1953 til að finna dæmi þar sem þessir tveir flokkar verða samtímis fyrir al- varlegu tapi í kosningum. Þrátt fyrir að engar afgerandi fylgissveifl- ur hafi gengið yfir í kosningunum staðfesta þær rnikil tímamót sem eiga sér stað í ís- lenska flokkakerfinu um þessar mundir. Fjórflokkakerfið er hrunið. Sigur Kvenna- listans braut regluna um að ný framboð ættu sér aðeins lífslíkur að einhverju marki í eitt kjörtímabil. Yfir flokkakerfið er að ganga sama þróun og í flestum vestrænum þing- ræðisríkjum á síðustu árum: Hér sitja nú sex flokkar á þingi eða jafn margir og á norska Stórþinginu, í Finnlandi eru nú alls níu flokkar á þingi, á danska þinginu einnig níu flokkar, í Belgíu, Hollandi, Sviss, á Ítalíu, í Frakklandi, ísrael og Japan hafa alls staðar setið a.m.k. fimm til tíu flokkar á þingi og í Bretlandi, Vestur Þýskalandi og fleiri ríkj- um þar sem tveir stórir vinstri og hægri flokkar hafa stjórnað til skiptis er flokka- fjölgunin áberandi á síðustu tímum. Hér gerðust þau sögulegu tíðindi að hinn stóri „óhagganlegi" Sjálfstæðisflokkur féll niður í rúm 27 prósent fylgi, þau kaflaskil gerðust í hálfrar aldar framhaldssögu ýfinga og deilna milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags (og forvera þess) að jafnaðarmenn eru nú fyrst sterkari á Alþingi. Þeir sóttu á í kosningun- um, einir gömlu fjórflokkanna, en sú fylgis- aukning var langtum minni en að var síefnt frá því að Jón Baldvin hóf sóknarbaráttuna miklu haustið 1984 - fengu nú 15.2% og eru á svipuðu róli og flokkurinn var á allt frá stríðslokum fram til 1971, en fengu mun minna fylgi en í kosningunum 1978 og 1979. Kosningaúrslitin sýna nú þá niðurstöðu að minni ntunur er á styrkleika þingflokk- anna en nokkru sinni fyrr. Bent er á að þýðingarmest fyrir framhaldið sé þó að þrátt fyrir fjölgun flokka þá hefur bilið á milli þeirra minnkað. Málefnalega séð er enginn flokkur útilokaður frá samstarfi við ein- hvern annan, tortryggni og persónubundin spenna torveldar helst yfirstandandi stjórn- armyndunarþreifingar og óvissa meðal for- ystumanna Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks um hvaða leikir séu vænlegastir í stöðunni eftir kosningatapið. Tveggja flokka meirihlutastjórn er útilokuð, engin þriggja flokka meirihlutastjórn verður mynduð án Sjálfstæðisflokks og engin fjög- urra flokka meirihlutastjórn án Framsókn- arflokks. Þetta eru þau höfuðeinkenni sem ráðin verða af þeim þáttaskilum sem mörkuð hafa verið í þingkosningunum vorið 1987 AUGLÝSINGAFRAMBOÐ. Enginn flokkur auglýsti jafn rækilega í sjónvarpi og Framsóknarflokicurinn. Samkvæmt heim- 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.