Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 52
I N N L E N T NATO-fundur í Reykjavík Afdrifaríkar ákvarðanir vegna afvopnunarviðræðna? ÞAÐ VERDA mikilvæg málefni tekin fyrir á vorfundi utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins sem haldinn verður í Reykja- vík 11. og 12. júni. Þetta er í annað sinn í sögu NATO sem ráðherrar bandalagsins funda hér á landi, í fyrra skiptið var NATO- fundur haldinn hér árið 1968 -á tímum stúdentaóeirða og háværra mótmæla gegn hernaði Bandaríkjanna í Víetnam og víg- búnaðarstefnu NATO. Samkvæmt fréttafrá- sögnum frá þessum tíma efndu andstæðing- ar NATO til mikilla mótmælaaðgerða á meðan á fundinum stóð og lögreglan hafði uppi mikinn viðbúnað. Nú má tæplega vænta mikils óróa í kringum fundinn hér í Reykjavík en umræðuefni ráðherranna verður þrungið spennu og óvissu; í augsýn er sögulegt samkomulag risaveldanna um útrýmingu allra meðaldrægra kjarnorku- flauga sem staðsettar eru í Evrópu og jafn- framt niðurskurð sovétmanna á skamm- drægum kjarnorkuflugskeytum til að auð- velda samkomulagið (Bandaríkin hafa eng- ar skammdrægar flaugar í Evrópu en NATO-ríkin í Evrópu hafa varað við yfir- burðum Sovétríkjanna á því sviði ef meðal- drægu flaugarnar hverfa úr Evrópu sem þau segja að séu í hlutföllunum níu á móti hverri einni skammdrægri flaug Vestur Evrópu- ríkja). NATO-ríkin í Evrópu og herstjórnir óttast að samkomulag stórveldanna muni stórlega veikja stöðu Vestur Evrópu gagnvart Sovétríkjunum, veikja stefnu Atl- antshafsbandalagsins í vígbúnaðarmálum og klippa á tengslin milli Bandaríkjanna og Vestur Evrópu innan NATO um samstöðu í vígbúnaði. Afvopnunarviðræður stórveldanna eru nú allar á þeim nótum sem slegnar voru á leiðtogafundinum í Höfða í haust. Gorbat- sjof sovétleiðtogi hefur undanfarið komið fram með hverja tillöguna á fætur annarri sem miða að því að greiða fyrir samkomu- lagi, nú síðast með niðurskurðartilboði á skammdrægum flaugum sem hann bauð Shultz í Moskvuför Bandaríska utanríkis- ráðherrans og svo þeim drögum að sam- komulagi um meðaldrægu flaugarnar sem samningamenn Sovétstjórnarinnar lögðu fram á viðræðufundunum í Genf í lok apríl. Innan NATO-ríkjanna í Evrópu er uppi ótti við að Bandaríkjamenn gangi til samkomu- lags við Sovétríkin án nauðsynlegs samráðs við bandamennina í NATO og að hagsmun- ir þeirra verði ekki teknir með í reikninginn því að þó skammdrægar flaugar sovétmanna verði með í samningunum hafi Varsjár- bandalagið eftir sem áður yfirburði hvað hefðbundinn herafla snertir og Evrópuríki NATO og Frakkland yrðu að auka styrk sinn á því sviði sem þýðir náttúrlega aukin ríkisútgjöld til hermála. Afvopnunarviðræðurnar leiða nú beinlín- is til þess að settar eru fram grundvallar- spurningar um meginstefnu NATO og vilja stjórnvalda til þess að útrýma kjarnorku- vopnum. Það krefst áhættu sem ekki eru allir reiðubúnir til að taka. Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands lýsti því gallhart yfir í Moskvuför sinni í byrjun apríl að heimur án kjarnorkuvopna yrði óstöðugri og hættu- legri en nokkru sinni fyrr á meðan þekking á smíði þeirra væri til staðar. Harðlínumenn í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í herstjórn NATO vilja engin skref sem leitt gætu í ljós nokkra minnstu veikleika í fælingarstefnu vesturveldanna. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu, Bernard Rogers kvað samkomulag Bandaríkjanna og Sovétríkjanna stórhættu- legt í viðtali við tímaritið Newsweek fyrir skemmstu. Fælingarstefna NATO byggist á sveigjanlegum viðbrögðum við árás Sovét- ríkjanna í vestur af hvaða stærðargráðu sem er. Bandaríkin hafa staðsett í Evrópu meðaldrægar svokallaðar Pershing II flaug- ar, sem eru strategískar, þ.e. ná til skot- marka í Sovétríkjunum, og stýriflaugar, samkvæmt ákvörðun NATO frá 1979 til mótvægis við SS —20 flaugar Sovétmanna. Þetta hefur verið kölluð framlengd fæling Bandaríkjanna í Evrópu sem þýðir einfald- lega að svæðisbundin átök í Evrópu gætu leitt af sér stigmögnun í allsherjarátök á milli risaveldanna —ógnun Sovétríkjanna gagnvart Vestur Evrópu væri um leið ógnun við Bandaríkin. Mögulegt samkomulag risaveldanna þýðir útrýming allra þessara flauga og hefur Gor- batsjof ennfremur fallið frá kröfum um að kjarnorkuvopn Breta og Frakka verði með í því samkomulagi. Samkvæmt fréttafrásögn- um af rás viðburða næstu mánuði er búist við að samningamenn risaveldanna í Genf muni ráðgast um tillögur beggja um Evrópu- flaugarnar, næsta skref sé svo samþykki Evrópuríkjanna í NATO á samkomu- lagsdrögunum í byrjun sumars, að því fengnu muni sérfræðingar útfæra samkomu- lagsatriðin og loks muni þeir Reagan og Gorbatsjof mætast á þriðja leiðtogafundin- um í Washington í haust og undirrita hið sögulega samkomulag um afvopnun - hið fyrsta í sögunni sem beinlínis leiðir af sér fækkun kjarnorkueldflauga. Pað er ekki ólíklegt að afstaða NATO komi í ljós í Reykjavík í júní og hafi jafnvel úrslitaáhrif á hvort afvopnunarsamkomulag nær fram að ganga. NATO-fundurinn í Reykjavík nú verður að umfangi ekkert í líkingu við leiðtoga- fundinn í fyrra að sögn Hjálmars W. Hann- essonar sendifulltrúa í utanríkisráðuneyt- inu. Þó stendur mikið til. Hjálmar segir að búist sé við að a.m.k. 200 fréttamönnum erlendis frá og verður Hagaskóli notaður sem fréttamiðstöð. Fundurinn sjálfur fer fram á Hótel Sögu og verða allar skrifstofur á þriðju hæð hótelsins rýmdar vegna þessa. Utanríkisráðherrar NATO landanna koma árlega saman til haustfundar í aðalstöðvum NATO í Brussel en vorfundir eru haldnir til skiptis í bandalagslöndunum. Ráðherra- fundurinn nú er talinn einn mikilvægasti vorfundur af þessu tagi um langa hríð vegna stöðu afvopnunarviðræðnanna og þar skýrist líklega hver raunveruleg afstaða að- ildarlandanna er til eiginlegrar fækkunar kjarnorkuvopna. ■ Eftir Ómar Friftriksson 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.