Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 54

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 54
I N N L E N T Skagabændur í hafnargerð SAMDRÁTTUR sá sem átt hefur sér stað í landbúnaði að undanförnu hefur komið illa við fámenn og afskipt sveitarfélög úti á landi. Sem kunnugt er hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að mæta þessum vanda og þá helst bryddað upp á nýjum búgrein- um. í Skefilsstaðahreppi á Skaga norður, hafa bændur beitt sér að eflingu útgerðar, sem þar stendur raunar á gömlum merg. Fram til þessa hefur slæm aðkoma af sjó og aðstöðu- leysi í landi sniðið sjávarútvegi á Skaga þröngan stakk svo einungis hefur verið kom- ið við litlum bátum. Til að bæta úr þessu hafa ellefu einstaklingar á átta bæjum í hreppnum tekið sig saman um hafnargerð í svokallaðri Selvík. Að sögn heimildarmanns fréttaritara, Ásgríms Ásgrímssonar á Mal- landi, eru hafnarskilyrði þar nokkuð góð frá náttúrunnar hendi en batna til muna með tilkomu 75 metra langs grjótgarðs sem verið er að ljúka við um þessar mundir. Hér er um töluvert mannvirki að ræða en alls munu fara um átta þúsund rúmmetrar af efni í sjálfan garðinn auk þess sem leggja þurfti hálfs kílómeters langan veg niður að víkinni og gera athafnasvæði í landi sem er um 15 hundruð fermetrar. Það er Bragi Þór Haraldsson, bygging- artæknifræðingur á Sauðárkróki, sem teiknaði mannvirkin en Króksverk sér um framkvæmdina. Kostnaðaráætlun nemur tveimur og hálfri milljón króna. ■ Ingi Vilhelm Jónasson/Sau&árkróki HAFÐU ÖRYGGIÐ í FYRIRRÚMI Ertu aö selja íbúöarhúsnæöi? Gakktu þá úr skugga um aö kaupandinn hafi skriflegt lánsloforö Húsnæöisstofnunar í höndum áður en þú gengur frá sölusamningnum. Þaö er vissara. £% Húsnæðisstofnun ríkisins Stór áform í fiskeldi á Suðurlandi Orkustofnun veitir 8,8 milljónum í undirbúningsrannsóknir FISKELDI ER ört vaxandi atvinnugrein á Suðurlandi og þar eru fjölmargar fiskeldis- stöðvar annað hvort komnar í notkun eða á byggingarstigi. Víða í landshlutanum eru hagstæð skilyrði til fiskeldis og hafa einstök sveitarfélög látið kanna fyrir sig hvar þau eru ákjósanlegust. Loks áætlar Orkustofnun að veita 8,8 milljónum króna til undirbún- ingsrannsókna fyrir fiskeldi í kjördæminu. Segja má að í Ölfusinu séu flestar fisk- eldisstöðvarnar staðsettar og eru þær þegar orðnar talsverður þáttur í atvinnulífi íbúa þar. í uppsveitum Árnessýslu er einnig kom- in mikil hreyfing á hlutina og til dæmis er nú að rísa í Grímsnesinu ein stærsta seyðaeldis- stöð landsins á vegum fyrirtækisins Fjalla- lax. Hér er um tugmilljóna króna fram- kvæmd að ræða og eiga íslenskir aðilar 51 prósent í fyrirtækinu en Norðmenn 49 prósent. f Biskupstungum lét sveitarfélagið kanna fyrir sig þá möguleika sem þar eru til staðar í fiskeldi og leiddi könnunin m.a. í ljós að það getur ef til vill veitt tug manns atvinnu í framtíðinni. Málin eru þó enn á umræðustigi en þegar eru hafnar eldistilraunir að ein- hverju marki og hafa þær tekist vel til þessa. Þá má einnig geta þess að í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fer fram skipuleg kennsla í fiskeldi og er það kannski vísbend- ing um að t.d. Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi taki upp kennslu í greininni. Eins og fyrr segir hyggst Orkustofnun veita 8.8 milljónum króna til fiskeldis- rannsókna á Suðurlandi í ár. Þetta framlag er þó háð því að hagsmunaaðilar heima í héraði leggi fram sinn skerf sem yrði þá m.a. í formi ýmiskonar fyrirgreiðslu. Markmið verkefnisins er að vinna og taka saman á einn stað öll helstu gögn um jarðhita og ferskvatn á einstökum landsvæðum þannig að áhugasamir aðilar geti betur áttað sig á því hvar náttúruleg skilyrði til fiskeldis eru best. Þau svæði á Suðurlandi sem kanna á eru Vestur Skaftafellssýsla, uppsveitir Ár- nes- og Rangárvallasýslu, Ströndin 1 Flóanum og Ölfus og Grafningur. Niður- stöðurnar verða aðallega birtar á formi korta og taflna og er gert ráð fyrir að þsr liggi fyrir um næstu áramót. Eins og margoft hefur komið fram bæði i ræðu og riti býður fiskeldi uppá mikla mögu- leika en kapp er þó best með forsjá og sölu- og markaðsmál verður líka að taka með i reikninginn. ■ Sveinn Helgason/Selfossi 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.