Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 58
I N N L E N T
Kynorkan
braggast í Japan
Af loðnuhrognum í
Neskaupstað
ÞAÐ ER KUNNARA en frá þurfi að segja
að Japanir kaupa umtalsvert magn af fryst-
um loðnuhrognum af okkur íslendingum.
Einnig er það alkunna að þjóðin í landi
hinnar rísandi sólar er tilbúin að greiða til-
tölulega hátt verð fyrir þessa vöru, ekki síst
fyrir þær sakir að þar er það almenn trú að
hrognin hafi hressandi og bætandi áhrif á
kynorku þeirra sem neyta góðgætisins.
í Japan eru hrognin álitin munaðarmatur
og eru þau gjarnan borðuð sem forréttur,
krydduð með salti og soyasósu, eða þá að
hægt er að narta í þetta sælgæti á fínni
börum þar. Tekið skal fram að ávallt eru
hrognin borin fram hrá.
Á þessu ári voru samtals framleiddar
5.600 Iestir af loðnuhrognum á íslandi fyrir
Japansmarkað og er andvirði þessarar fram-
leiðslu rúmlega hálfur milljarður króna. í ár
sátu íslendingar einir að framleiðslunni, en
oft áður hafa Norðmenn veitt okkur harða
samkeppni á þessu sviði.
í>að sem er sérkennilegt við vinnslu
loðnuhrognanna er að hún á sér stað á afar
skömmum tíma, hálfum mánuði eða svo.
Hrognatakan fer fram í lok loðnuvertíðar
þegar hrognafylling hrygunnar er á bilinu
22-24 prósent og öll sú loðna, sem hægt er
að vinna hrogn úr, er veidd fyrir suðvestur-
eða vesturlandi. Það er því ljóst að sjávarút-
vegsbæirnir á landinu eru í mjög misjafnri
aðstöðu til að taka þátt í vinnslu þessa við-
kvæma hráefnis. Eðlilega er auðveldast að
vinna hrognin á stöðunum sem næst liggja
SKRIFLEGT
IÁNSLDFORÐ
frá Húsnæðisstofnun er örugg
ávísun á lán. Bíddu eftir því áður
en þú gerir nokkuð annað.
Með lánsloforðið í höndum er
orðið tímabært að ganga frá
bindandi kaupsamningi,
fyrr ekki.
Húsnæðisstofnun
ríkisins
■ Síldarvinnslan í Neskaupstað: Brátt kætast Japanir.
veiðisvæðunum, en þó er það svo að nokkur
fyrirtæki í fjarlægari landshlutum taka þátt í
framleiðslunni. Eitt þessara fyrirtækja er
Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað.
í ár fór hrognavinnslan hjá Síldarvinnsl-
unni fram á tímabilinu 4.-21. mars. Samtals
voru frystar 457 lestir af hrognum á þessum
tíma og er heildarverðmæti afurðanna um
42 milljónir króna.
Að sögn Finnboga Jónssonar fram-
kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar er ágæt út-
koma á þessum þætti starfseminnar, en
hann lagði á það áherslu að hrognin gæfu
meira af sér fyrir útgerðina en vinnslu-
stöðina.
Öll hrognin, sem unnin voru hjá Síldar-
vinnslunni hf. í ár, komu frá tveimur
skipum, Berki og Beiti. Bæði þessi skip eru í
eigu fyrirtækisins og naut það því bæði hagn-
aðar skipanna og vinnslunnar. Auk þess
gerir þessi sérstaða Síldarvinnslunnar, að
eiga bæði vinnslustöð og veiðiskip, það að
verkum að hægt var að samhæfa veiðar og
vinnslu með skipulegum hætti.
Til glöggvunar skal þess getið að Japanir
kaupa hvert kg. af hrognum á 92 krónur.
Skipið sem aflar hráefnisins, fær 44 kr. fyrir
kg., en vinnulaun í vinnslunni eru talin
nema um 16 kr. á hvert kg. Vinnslustöð þarf
síðan að sjálfsögðu að greiða kostnað við
rekstur tækja og búnaðar, en eins og áður er
getið er vinnslutíminn stuttur og lætur nærri
að framleiðslutækin, sem notuð eru við
vinnslu hrognanna, standi ónotuð ellefu og
hálfan mánuð á ári. Nú eru þessi tæki tiltölu-
lega flókin og dýr, en þrátt fyrir það fullyrð-
ir Már Lárusson, verkstjóri við vinnsluna,
að þau séu búin að borga sig.
En hvernig skyldi framleiðsla hrognanna
fara fram? Pegar veiðiskip kemur með
loðnufarm að landi, sem hægt er að taka
hrogn úr, er byrjað á því að dæla aflanum
hægt á land. Þegar loðnan er komin á land
fer hún í gegnum svokallaðan kreistara sem
pressar hrognin úr hrygnunni og eru hrognin
og vökvi, sem þeim fylgir, strax aðskilin frá
loðnunni. Áður en hrognin eru flutt í
vinnslustöðina eru þau látin fara í gegnurn
forskiljur, sem hreinsa mestu óhreinindin úr
þeim. í vinnslustöðinni sjálfri eru hrognin
síðan hreinsuð aftur og aftur í þartilgerðum
skiljum og pottum þar til þau eru tandur-
hrein. Að lokum eru þau þurrkuð, sett í
öskjur og fryst.
Már Lárusson hjá Síldarvinnslunni segir
að vel hafi gengið að selja þessa framleiðslu
fyrirtækisins og hafi japanskir matsmenn,
sem taka út vöruna, verið afar ánægðir með
gæði hennar og útlit. Telur hann að meðferð
hráefnisins um borð í veiðiskipum og í
vinnslustöð skipti sköpum varðandi gæði
framleiðslunnar. Sem dæmi um mikla
áherslu á þennan þátt hjá Síldarvinnslunni
nefnir Már að áhafnir Beitis og Barkar hafi
ávallt ísað loðnuna í þeim veiðiferðum þeg-
ar aflað var til hrognatöku.
Fyrir sjómenn á loðnuveiðiskipunum
skiptir vinnsla loðnuhrognanna miklu máli-
Sem dæmi má nefna að Beitir lagði alls upp
til vinnslu 266 lestir af hrognunt á vinnslu-
tímanum í mars sl. Hásetahlutur fyrir hrogn-
in var urn 167 þúsund kr., en alls var háseta-
hluturinn á Beiti 615 þúsund kr. þá tvo
mánuði sem skipið lagði stuhd á loðnu-
veiðar eftir sl. áramót. Heildarloðnuafli
Beitis á þessum tíma var rúmlega 15 þúsund
lestir.
Þegar þetta er ritað er lokið við að skipa
út megninu af loðnuhrognunum, sem fram-
leidd voru á landinu í síðasta mánuði. Flutn-
ingaskipin nálgast Japan hraðbyri með þetta
hnossgæti innanborðs — og brátt mun kyn-
orkan braggast í Japan.
■ Smári Geirsson/Neskaupstaö
J
58